Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 27
Hér gefur að líta sorglega sjón. Þykkt lag af foksandi hefur lagst á gróðurlendi og brátt munu fáeinir kallurkar standa upp úr sandinum í staðinn fyrir laufgaðar bjarkir. Og enn eru margar bjarkir í hættu. Sandgræðslan (Framh. aj bls. 10) heiði, Úthlíðarhraun, Austurfjöll í Mý- vatnssveit, Hólsfjöll og Hólssand, svo að nokkrir staðir séu nefndir. Hernaður okkar á auðnirnar verður því öðrum þræði til þess að bægja frá okkur hættu, sem annars vofir alltaf yfir. Við kom- umst að vísu ekki fyrir efstu upptök auðnanna. En áfok frá efstu auðnum er aldrei mikið, nema fyrst eftir öskugos. Um annað atriðið, kostnaðinn við að græða auðnirnar, getum við því miður lítið fullyrt, fyrr en meiri tilraunir hafa verið gerðar en þegar er orðið. En reynsla síðustu ára bendir eindregið til þess, að sá kostnaður þurfi ekki að vera nema furðu lítill sums staðar. Það skal fúslega viðurkennt, að ekki sýnist varlegt, að leggja kostnaðinn við sandræktina í Gunnarsholti, Geldingalæk og Ketilhúsa- haga til grundvallar við áætlun um græð- ingu auðna hér á landi yfirleitt. Rangár- sandarnir norðan við Gunnarsholt og Keldur sýnast auðveldari til ræktunar en flestar auðnir aðrar, a. m. k. ef við höf- um túnrækt í huga. En þetta gildir ekki um Sólheimasand og Skógasand. Og eng- um datt í hug, að auðnirnar í Sellöndum ofan við Mývatnssveit væri auðvelt að græða með því einu, að bera á þær til- búinn áburð, fyrr en ungur bóndi þar í sveitinni tók að bera á sandinn, líklega eins mikið af gamni sínu og trú á það, að með því mundi gerast kraftaverk. Um þriðja atriðið, hvaða gagnsemd við getum haft af landi, er við græðum úr auðn, skal fyrst talið það, sem auðveld- ast er að gera sér grein fyrir: Okkur fer að vanta þegar á næstu árum haga fyrir sauðfénað okkar. Skal nú minnzt á það, sem sérfræðingur sá, sem við höfum kallað á til að athuga haga okkar, J. B. Campell, hefur um þessi mál sagt: Við megum ekki hafa fleira sauðfé í högum okkar, eins og þeir eru nú staddir, en sem svarar 750 þúsundum vetrarfóðraðs fjár. En það höfum við þegar á þessu ári. Því er ekki að leyna, að erfitt verður að fá íslenzka bændur til að trúa þessu. Þörfin á því að auka og bæta hagana vegna sauðfjárræktunarinnar er enn brýnni vegna þess, að sauðfjárræktin virðist vera sú grein landbúnaðarins, sem helzt hefur skilyrði til vaxtar á næstu árum, ef hagamir leyfa þann vöxt. Sú aukning ræktunar, sem að er stefnt, sýnist engan skynsaman tilgang hafa, nema unnt verði að fjölga sauðfénu. En fjölgun sauðfjár umfram það, sem sum- arhagar leyfa, mundi eigi aðeins verða arðlaus fyrir bændastéttina, heldur og skaðleg fyrir landið, — og þá, sem eiga að erfa það. En það er alls ekki aðeins sauðbænd- anna vegna, sem við eigum að græða auðnirnar, heldur vegna þjóðarinnar allrar í nútíð og framtíð. Við fáum með því meira og betra land til allra hluta, veðursælla, heilnæmara, fegurra. Hol- lendingar vinna land af hafinu með miklum kostnaði, gott land að vísu, en land sem þarf að gæta með ennþá meiri kostnaði en þarf til að vinna það. Slíkt er ekki aðeins göfugustu landvinningar, sem við kunnum deili á, heldur land- vinningar, sem hafa borgað sig. Við eigum þess kost að vinna land af auðn- unum, sandinum, melunum, jafnvel hraununum, með miklu minni kostnaði en Hollendingar hafa af sínum landvinn- ingum. Við getur trauðlega vænzt þess, að okkar landvinningar svari eins vel kostnaði, — og líkur eru til að þeir svari betur kostnaði. Og að öðru leyti mundu þeir fullkomlega sambærilegir við land- vinninga Hollendinga. Flugvélin og .... (Framh. aj bls. 10) þess að geta flutt farþega og vörur þess á milli. Þessi flugvél kostar nú ca. 500 þús. ísl. kr., og er hægt að fá hana afgreidda með stuttum fyrirvara. Sömuleiðis er hægt að fá alla varahluti til hennar undir eins og um er beðið, og er það mikill kostur. Ef í þetta væri ráðizt, mundi verða nauðsynlegt að senda mann utan til að kynna sér starfið. Eru nú reknir skólar í Bandaríkjunum, til þess að kenna áburðardreifingu og úðun með flugvél- um. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að notfæra sér reynslu þeirra, sem lengst eru komnir í þessu, og komast með því hjá mistökum, sem annars eru algeng við störf, þar sem ekki eru kunnáttu- menn að verki. Nauðsynlegt er, að ríkið íslenzka stuðli að því, að flugvél til áburðardreifingar verði keypt til landsins. Það verk, sem slíkri flugvél mundi ætlað, er í þjónustu alþjóðar, en gæti aðeins að litlu leyti verið í þágu einstaklinga eða einka- stofnana, og því er varla að vænta fram- taks um þetta nema frá ríkinu. Helzt væri þó, að sandgræðslan eða skógrækt- in hefðu forystu um þessi flugvélakaup e.t.v. í samvinnu við einhvern flugmann, en hvorug þessi stofnun yrði þessa megn- ug, nema með stuðningi ríkisins. Vinirnir (Framh. af bls. 12) sjúkur af afbrýðissemi og hafði óskað gömlum vini sínum dauða vegna þess að hann hélt, að hann hefði tekið stúlkuna frá honum. , Ef þú hefur haldið, að eitthvað væri á milli okkar Unnar, þá hefur þér skjátl- azt, því að hún er ekki mín, heldur er hún trúlofuð allt öðrum manni. Það var þetta, sem ég ætlaði alltaf að segja þér, en þú forðaðist mig eins og heitan eld- inn, svo að ég gat það aldrei. En nú vona ég, að Unnur verði glöð í kvöld, því að hún hefur ekkert á móti því, að ég hjari lengur. Svona, fáðu þér nú vænan sopa af Bakkabrennivíninu og gefðu mér líka, svo að mesti hrollurinn fari úr mér, og svo ætla ég að biðja þig að fylgja mér heim,“ sagði Finnur um leið og hann benti á kútinn. Kjartani tókst eftir langa mæðu að losa tappann og það væri synd að segja, að brennivínið smakkaðist þeim ekki vel. Kjartan gekk undir Finni heim að Bergi. Þegar heim kom, háttaði Finnur SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.