Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 5
Mormónar á ferð vestur yfir óbyggðimar. Þegar stórfljót urðu á veginum, var sá einn kostur fyrir hendi að hefja brúarsmíði. Hér er teikning úr ame- rísku blaði fyrir 100 árum og sýnir hún Mormónana í önn brúarsmíðinnar. verkfæra. En sú skylda var honum á herðar lögð að leyna þessum töflum fyrir öllum mönnum nema þeim sem guð segði. Sosum bæarleið suðraf Palmýrabvgð verður hóll í landskapnum. kallaður Kú- móruhóll, og þángað arkar nú Jósef strákur eftir forsögn eingilsins einn góð- an veðurdag. Sér hann þar á litla stein- nybbu sem stendur uppúr jarðveginum í hólnum. og þegar hann fer að grafa í kríng reynist þetta vera lok á steinþró fólginni þar undir sverðinum; og nú er hann lyftir lokinu þá liggur þar bókin með ummerkjum eins og upprisumaður- inn hafði sagt, gerð af gullblöðum og fest saman í kjölinn með þrem gull- hríngum, en verkfærin úrim og túmmim liggja hjá. En þegar hann ætlar að taka upp bækurnar og leggja á stað með þær kom Upprisukarl og varaði liann við. kvað hann ekki enn hafa þroska sem til nægði að fara með svo ágæta bók, og væri honum fyrirhugaður fjögurra ára reynslutími áður en hann vrði þess verð- ur að fara að grúska í bókinni. Þó skyldi hann vitja staðarins einusinni á ári og hitta sig þar og fá af sér skilaboð frá drotni. Og svo axlaðist það til að ekki fyren um veturnætur árið 1827, þá af- hendir upprisni maður Jósepi töflurnar þar á Kúmóruhóli; segir hann honum að fara nú vel með þær og muni hann aungu fyrir týna nema lífinu ef hann hugsi ekki vel um þær uns hann verði krafinn þeirra aftur. En það goppaðist fljótlega uppúr strák að hann hefði náð í töflurnar og vildu margir komast yfir þær hjá honum sem von var. Fyrst faldi hann þær í holu birkitré, þvínæst lokaði hann þær oní kistu heima hjá sér. Um skeið voru þær grafnar nærri arinhellunni á Smiðsstöð- um. Þvínæst kom hann þeim fyrir hjá beykinum þar hinumegin við þjóðgöt- una. Þetta var gert til að véla um fyrir alskonar forvitnisfólki sem vildi hnýsast í töflurnar og tók stundum hús á Smiðs- fólkinu í von um að klófesta þær. En um svipað leyti sem töflurnar komu til sögunnar, þá fór Jósep að hugsa til að festa ráð sitt og kvæntist stúlku úr Pensylvaníu, og fluttist til teingdaforeldra sinna í Harmoníu, því hann átti sér lítils úrkosta. En nú þegar liann var skikkanlega hnappeldaður og búinn að eignast samastað, fór hann að hugsa til að sinna útlagníngu bókarinn- ar eftir orði drottins og Moronis. En nú þótt hann notaði ötullega bæði úrim og túmmim, og skildi alt sem stóð á bók- inni, þá var hann heldur linur til rit- starfa og fór að leita sér að skrifara. Þar bjó í nágrenninu einn dugandi bóndi sem Harris hét. Hann frétti um útlagníngar- starfið og gekk á fund Jóseps og lét hann gera eftirstælíngar af letri gullbók- arinnar og fór með þetta til Nýujórvík- urborgar, ásamt með sýnishorni af þýð- íngunni, hitti þar spekíng og prófessor mikinn, sem Anthon hét, og sýndi hon- um fígúruverkið og þýðínguna. Anthon sagði að hann hefði sjaldan vitað jafn vel snarað úr egifsku. Hann sagði að letrið væri sambland úr ekifskum, kaldaiskum, assýriskum og arabiskum merkjum. Um þetta gaf Anthon spek- íngur skriflegt vottorð sem hann því miður reif þó aftur í sundur þegar hann frétti að guð hefði vísað fjósastrák á þessa speki, rétt einsog hann liéldi að guði hefði einhverntíma dottið í hug að opinbera nokkuð að gagni fvrir mektar- mönnum. Lyktir urðu þær að Harris bóndi sannfærðist samt af umsögn Ant- hons prófessors og gekk nú Jósepi til handa og skrifaði upp eftir fvrirsögn hans enska þýðíngu Moi-mónsbókar; sat Jósep bakvið fortjald með töflurnar í hnjánum rneðan hann sagði fyrir. Því miður var handriti Harrisar stolið. og Jósep varð að hætta verkinu um skeið og halda áfram sveitastörfum. Var nú hljótt um bókina í tvö ár uns úngur skólakennari sem vissi um tilveru henn- ar kemur á fund Jóseps vorið 1829 og býður sig honum að handskrifara. Þeir unnu síðan að nýrri útlagníngu Mor- mónsbókar í þrjá mánuði og luku verki. Eftir guðs boði geingu síðan þrír sam- verkamenn Jóseps og trúnaðar að sjá gullbókina útí skógi og skrifuðu vottorð um að þeir hefðu barið hana augum. Nokkru síðar skrifuðu nánir ættmenn Jóseps og fjórir menn af ætt Whitmers nokkurs undir eiðstaf, að þeir hefðu séð bókina. Um þessi vottorð hafa laungum staðið ekki ýkja þarflegar deilur. „Bók Mormóns, frásögn sett af Mor- móni uppá töflur og tekin eftir töflum Nefis, útlögð af Jósepi Smið ýngra“ var fyrst útgefin 1830 og veðsetti Harris bóndi jörð sína til að standast útgáfu- kostnað. Mormónsbók segir af ætt nokkurri úr Jósep Smiður, upphafsmaður Mormóna- trúar og sá, er gulltöflurnar fann í Kú- móruhóli. Hann var myrtur í fangelsi 1844 SflMVlNNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.