Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 6
„Hér er staðurinn“, sagði Brigham Young eftir innblæstri frá sjálfu almættinu, þegar hann leit yfir Saltsævardalinn. Mormónar hafa reist minnismerki á staðnum til minningar um atburð, sem batt enda á rúmlega tveggja ára ferð. Jerúsalem sem fékk guðlega vitrun um að flýa þá borg skömmu áður en henni var eytt, árið 600 f. Krists burð: gerðu sér Htið fyrir, smíðuðu skip og sigldu yfir Atlantshafið til Ameríku. Af þess- um ættboga uxu tvær þjóðir í Ame- ríku, nefítar og lamanítar. Nefítar voru góðir menn og guðhræddir, en lamanít- ar voru um flesta hluti illa gerðir þá sem mönnum eru sjálfráðir. Nú gerast þau tíðindi þá er tímar líða. að Frels- arinn kom til Ameríku að hitta fólk þetta að máli, eftir að hann hafði stig- ið upp til himna í heimalandi sínu; tók nú til að kenna þessu fólki þær undir- stöðugreinar sem hann hafði brýnt fyrir mönnum í Gyðíngalandi við lítinn ár- ángur; þarmeð vígði hann leiðtoga þess- arar ameríkuþjóðar hinni sömu vígslu og hann hafði fyr veitt postulum sín- um tólf. Þessi ætt lifði síðan góðu lífi í Ameríku um margar kynslóðir. En þeg- ar þetta fólk fór að verða ríkt þá versn- aði það einsog skítur í regni. Og lítt sintu þeir því þó upp kæmu spámenn á meðal þeirra að vara þá við. Þar var í spámannahópi sá öldúngur er Mormón hefur heitið, hann er skrifaði á gulltöfl- ur ágrip af sögu þjóðar þessarar. Og fara nefítar og lamítar með her hver á hendur öðrum og eyða hverir öðrum til fulls; en þó lifir þar einn af, það var Moroni Mormónsson; og áður faðir hans létist, leggur hann fyrir son sinn að grafa gullbókina í Kúmóruhóli uns Jósep Smiður fyndi hana í fyllíngu tím- ans; en það gerðist fjórtán öldum siðar. Þetta er aðalsögugángurinn í Mormóns- bók. Bókin líkir eftir biflíuritum og er í rauninni viðbót við biflíuna, enda nú á dögum útgefin með samskonar niður- skipan og biflían. Hún byrjar á Nefí- bókum, þá kemur Jakobsbók. Enosbók, Jaronsbók, Omnibók o. s. frv., alt í kapí- tulum og versum. Sumum sem standa utanvið mormónatrú finst IMormónsbók dálítið leiðinlegri aflestrar en margt í biflíunni. Eins er trúlegt að mörgum sem standa utanvið kristinn dóm þyki margt í bifh'unni fremur leiðinlegt. Mormónatrú er nú samt ekki í fyrsta lagi orðin til eftir bók; en rís miklu frem- ur á fjölda vitrana fullra af hyggindum sem í hag koma, sem Jósep smámaður Smiður fékk frá guði sjálfum, og síðan Brigham Young, sem og nokkrir aðrir höfuðleiðtogar mormóna. „Perlan dýra“ heldur safn þessara opinberana um dag- legan rekstur kirkjufélagsins og hagstjórn að öndverðu; eru þar margar fróðlegar opinberanir viðvíkjandi fasteignum kirkjunnar, húsasmíðum. fjármálum; sést af þeirri bók að öll stjórn trúflokks- ins var framkvæmd að beinum fyrirskip- unum frá drotni. Opinberanasafnið, „Perlan dýra“ geingur næst Mormóns- bók að helgi allra rita sem eru sérleg með mormónum. Síst var að furða þó öðrum trúflokk- um í nágrenni Mormóna hætti að lítast á blikuna, þegar upp var kominn innan- um þá hópur, sem hafði beint sam- band við drottin sjálfan, og feingið gullbók með himneskri visku, svo og spá- mann og innblásna andlega stétt með guðdómlegu fulltíngi; ekki síst þar sem mormónafólk var víst að öðru leyti ekki nema rétt svona mannlegt einsog geingur. Sértrúarfólk er oft að sumu leyti betra en annað fólk; og oftast hafa kreddu- menn rétt fyrir sér rökfræðilega séð gagn- vart hinni opinberu kenníngu í einstök- um atriðum, svosem t. d. skilníngi á til- teknum greinum eða orðasamböndum. En flestar sértrúarstefnur ýta því miður undir sameiginlegan löst hjá áhángend- um sínum, og hann er sá að þessu fólki líkar ekki við annað sértrúarfólk. Mor- mónar voru frá upphafi svo atkvæða- miklir í nábýli að þeir virtust ætla að ..stela sjóinu“ frá sértrúarflokkunum í kríng, svo notaður sé amerískur tals- liáttur. Nágrönnum fanst þeir óhóflega hrifnir af sjálfum sér vegna hins beina sambands sem þeir höfðu við guðdóm- inn. Þó þessir flokkar gætu ekki komið sér saman um annað þá sameinuðust all- ir um að klekkja á Kirkju hinna síðustu daga heilögu, einsog mormónar nefna sig. Þessi mótspyrna snérist fljótlega í ofsókn gegn flokknum. Mormónum var gert alt til miska, og voru ekki óhultir um líf og eignir; oft voru þeir barðir og stundum skotið á þá; sérstaklega var notuð við þá gömul amerísk aðferð í misþyrmíngum sem er í því fólgin að bera á menn tjöru, velta þeim síðan upp úr fiðri. Jósep spámaður og ýmsir af nánustu samverkamönnum hans voru iðulega tjargaðir og fiðraðir. Bráðlega var þeim ekki vært leingur í bygðarlög- um þar sem flokkurinn reis. Þeir hrökl- uðust bygð úr bygð, og loks ríki úr ríkh Hvar sem þeir reyndu að íleingjast hófst múgur í móti þeim og brendi ofanaf þeim samkomuhúsin, eyðilagði akra þeirra og spilti atvinnu þeirra og veitti þeim marga skrollu. Jósep spámanni Smið var aftur og aftur varpað í fángelsi, sínu sinni fyrir hvað, og oftlega hótað morði. Þær sögur sem andstæðingar mormóna sögðu um Jósep Smið og samverkamenn hans voru heldur ófagrar og snemma var farið að gefa út bækur og rit á móti hon- um persónulega sem og kenníngum hans. En hvort sem menn aðhyllast nú heldur þá skoðun að Joseph Smith hafi verið heilagur maður ellegar hið gagnstæða. þá blífur sú gamla setníng: af ávöxtunum skulu þér þekkja þá. Þegar tímar líða, þá er hætt við að bæði stundarlof og last dofni andspænis ávöxtunum af verkum manna. Þar kom að lokum þegar búið var að svæla út mormóna úr mörgum bygðarlögum, ræna þá eignum og öllum gæðum, og svarf að þeim meir og meir, jafnvel svo að þeir vora bæði gerðir gjaldþrota og reknir lít á gaddinn, en fyrirliðar þeirra, þarámeðal spámaðurinn sjálfur, settir í myrkvastofur og loks drepnir af ofstækisfullum múgi, þá sá loks vinur mormóna drottinn alsherjar að ekki mátti leingur við svo búið standa; svo að hann gaf þeim nýja opinberun, að þeirra biði hið fyrirheitna land í vestur- átt og skyldu þeir beina þángað sinni för. Þetta var á þeim tímum þegar Mið- vesturbandaríkin altfyrirvestan Missi- sippi var ekki annað en lítt kannaðar óbvgðir. Morð Jóseps Smiðs var framið í júní 1844 í tukthúsinu í Karthago í Illinois þar sem spámaðurinn var fángelsaður ásamt nokkrum samverkamönnum sín- um. Jósep og félagar hans höfðu oft sloppið úr tukthúsinu á ámóta löglegan hátt einsog þeir höfðu verið settir inn, uns þar kom að óvinir hans streingdu 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.