Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 8
í skinnaverksmiðjunni Iðunni voru sútuð 38 þús. húðir og skinn á s. I. ári Þorsteinn Davíðsson, verksmiðjustjóri, hefur nú starfað þar í 35 ár í dag munu um 500 manns starfa í verksmiðjum Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga á Akureyri. Starfsemi verk- smiðjanna er mjög víðtæk og byggist fyrst og fremst á nýtingu íslenzkra af- urða, þ. e. að gera þær söluhæfari fyrir innlendan og erlendan markað. Fvrsti visirinn að hinni miklu verksmiðjustarf- semi Sambandsins þar nyrðra var stofn- un gærurotunarverksmiðju. Arið 1921 fór Þorsteinn Davíðsson utan til Banda- ríkjanna fyrir SÍS og kynnti sér gæru- rotnun. Hann dvaldist ytra um tveggja ára skeið, og er hann kom heim haustið 1923, var verksmiðjan stofnuð undir stjórn Þorsteins. A þessu ári eru liðin rétt 35 ár frá því að Þorsteinn tók til starfa við gærurotunina, og um leið eru liðin fyrstu 35 árin í sögu iðnreksturs Sambandsins á Akureyri. Allir, sem til þekkja, vita að traustari og trúverðugri mann en Þorstein er vart að finna, og að þá var mikið gæfuspor stigið, er hann var fenginn til þess að ryðja brautina á hinni vandrötuðu leið fyrstu áranna. Mig fýsti til þess að eiga við hann stutt viðtal, bæði um aðdrag- anda þess, að hann fór utan til ofan- greinds náms, og um störf hans síðan fram til þessa dags. Varð það af, að ég fékk viðtalið, þótt Þorsteinn sé maður fremur hlédrægur, og fer það hér á eftir: — Aðdragandi þess, að ég fór utan, segir Þorsteinn, var sá, að Sambandið hafði haft nokkur viðskipti í gærusölu við fyrirtækið Helburn, Thompson í Boston. Viðskiptin höfðu verið hagstæð fyrir báða aðila, en árið 1920 og 21 kom nokkur afturkippur í söluna, verð á gær- um hafði lækkað og bandaríska fvrir- Þorsteinn Davíðsson, verksmiðjustjóri. tækið ekki borið jafn mikið úr bítum og ella. Það hafði komið til tals, að það setti sjálft á stofn gærurotun hér heima, en við þessa atburði varð ekkert af þvL Fyrirtækið var Sambandinu hins vegar mjög velviljað og bauð því að senda einn eða tvo menn til Bandaríkjanna til þess að læra iðnina, en þá höfðu forráðamenn þess ákveðið, að það hæfi gærurotun sjálft og var boðið því þegið. — Hvers vegna varst þú fyrir valinu, Þorsteinn, varstu búinn að starfa eitt- hvað áður hjá Sambandinu? — Nei, það hafði ég ekki, en ég var búinn að vera nokkur ár heimilisfastur hjá Ingólfi Bjarnasyni í Fjósatungu, þá- verandi formanni SÍS. Meðan ég átti þar heima, hafði ég stundað nám á bænda- skólanum á Hvanneyri og lokið þaðan búfræðiprófi. Eg var heima í Fjósatungu að sumarlagi, kom þá Ingólfur til mín og kvað mig hafa möguleika, ef ég hefði áhuga, til þess að fara utan til náms. Eg var alveg óráðinn og tók boðinu. Fór ég síðan til Bandaríkjanna haustið 1921 og starfaði í verksmiðju Helburns, Thompsons í John’s Town í New York. Verksmiðjan var oftast kölluð Rauða myllan. — Viltu ekki í fáum orðum lýsa því, hvað gærurotun í raun og veru er? Þeir eru vafalaust margir, sem átta sig ekki alveg á því. Gærurotun er einnig kölluð afullun og er í rauninni undirbiiningur fyrir full- komna sútun. Gærurnar eru þvegnar og ullin losuð af með kemiskum efnum. Ull- in af skinninu er síðan þvegin og þurrkuð til geymslu og sölu. Bjórarnir eru þvegn- Það eru mörg stig í verksmiðjunni þar til gærurnar eru fullsútaðar og húðirn- ar fullunnið leður. Hér stendur Þor- steinn við eitt kerið af mörgum þar í verksmiðjunni og fylgist með verkuninni. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.