Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 11
lista, og Salis á Chat Noir gaf út tíma- rit, sem hann nefndi Svarta köttinn eft- ir kránni, egghvast og hæðið, enda gengu þar fram á ritvöllinn ýmsir fastagestir liússins, Maupassant, Alphonse Daudet, Mendés og Victor Hugo. Og listamenn- irnir settu málverk sín á veggina, sem voru víst um það bil einu staðirnir í heimi, þar sem þær hefðu fengið að hanga, — van Gogh, Degas og Susanne Valadon. Og dans stúlknanna, sem þær nefndu Cancan. var eins og hraður æða- sláttur þessa skapheita hverfis. Hér voru margir skrýtnir fuglar á ferð þegar tók að skvggja. en skrýtnastur allra var stuttfættur næturhrafn með stórt höfuð og melónu, eins og Frakkar kalla kúluhattinn, nærsýnn með þykkar, votar varir og ekkert frýnilegur við fyrstu sýn. En þótt hann væri svona stuttur, bar hann þó Iangt og fornvirðu- legt nafn: Henri de Toulouse-Lautrec Monfa, og það varð ekki á honum séð, að forfeður hans hefðu verið einir mestu herfarar miðalda og fyrstir til að vinna borgina úr höndum heiðingja árið 1099 og hefðu síðan sett mörgum konungi Frakkaveldis stólinn fvrir dyrnar. Nú var ekki orðið mikið eftir af veldi Toulouse-Lautrec ættarinnar, utan auð- ur og skrýtileg heit. Faðir hans stundaði fálkaveiðar og undarlegt mataræði, og undi sér aldrei betur í veizlum sínum en þegar hann gat hrellt gesti sína með því að láta bera fyrir þá vel feita apa, steikta í heilu lagi. Og frændi hans einn gamall reið um Boulogne-skóginn á sunnudags- morgnum á folaldshryssu með stólkoll og krús bundið við söðulinn. Og þegar heldra fólkið, sem skartaði þarna á gæð- ingum sínum, minnst varði, fór hann af baki, settist undir hryssuna á stólkoll- inn og mjólkaði sér morgunsopann í ró og spekt. En blóð ættarinnar var alltaf að verða fölblárra, systkinabörn giftust lið eftir lið, og Henri átti um þrjátíu gamla frændur, sem voru jafnskyldir honum bæði í móður- og föðurætt. Það var því engin von á sterkum gróðri úr svo þornaðri mold, enda kom það fram á Henri Toulouse-Lautrec. Þegar hann var á unglingsaldri, hrasaði hann og braut báða fótleggi, sem uxu ekki upp frá því. Þessvegna staulaðist hann nú áfram við stuttan staf, sem svignaði undan þunga líkamans, og varð að hvíla sig við annaðhvert fótmál. Þetta var sá kross, sem hin forna aðalsætt hafði lagt honum á herðar. En skapið, það gekk við engar hækjur. Enginn var flugyrtari, hvassari eða sneggri til kjarnyrtra svara en þessi höfuðstóri dvergur. og engum var hlýtt eins skilyrðislaust, þegar hann skipaði fyrir. Og sjaldan hefur blýantur legið betur í hendi nokkurs manns. Hann teiknaði hvar sem hann fór, og í myndum hans eigum við Montmartre þessa tíma: heimsmennina, skækjurnar og skáldin, — þær dansmeyjar og söng- konur, sem brugðu leiftri sínu yfir næt- urnar og gerðu gömlu kornmyllurnar frægar. En aðrar eins myndir skarprar athygli, háðs og kýmni hafa varla verið sögunni eftirskildar í aðra tíð. Einn vin- ur hans sagði, að hann gerði röntgen- myndir af sál þess fólks, sem hann teikn- aði, og það er alls ekki fjarri sanni. Með nokkrum skjótum dráttum gat hann af- klætt fólk öllum hinum ytri hjúpi tízku og tilgerðar, svo það stendur fyrir okk- ur nakið, að öðru leyti en því, að hann hefur stráð yfir það dálitlu kryddi, sem stundum gat orðið svo beiskt undir tungu, að fórnardýr hans, eins og þau voru kölluð, litu hann ekki réttu auga síðan. Þó er þetta ekki nema ein hliðin á list Lautrecs. Stundum er í myndum hans djúp og innileg hlýja, eins og þcim, sem hann málaði af móður sinni og rauð- hærða Hollendingnum van Gogh, — eða í myndum stúlknanna í vændisbúsunum í Rue Amboise, þar sem hann undi stundum og vann vikum saman. I mynd- um þessara stúlkna, þar sem þær sitja hálfnaktar í biðsalnum eða kúra sig saman í rúmin, þegar þær eiga frí, er hvorki til siðgæðispredikun eða hneyksl- un. Orlög þeirra vekja meðaumkvun hans, og þó er hann bundinn þeim sterk- um böndum, því í önnur hús á hann ekki að venda um konuástir. eða betur sagt þá eftirlíkingu, sem við gjaldi er keypt. Þegar þær eiga afmæli, gefur hann þeim gjafir, hann er trúnaðarmaður þeirra, þegar á bjátar, og þegar þær halda veizlur á tyllidögum, velur hann vínin og stjórnar borðhaldinu af fágun og snilld. Hann hefur megnustu óbeit á atvinnu- fyrirsætum, sem kunna utan að hvernig þær eiga að vera, — hér getur hann séð manneskjuna eins og hún er, í allri sinni ömurlegu nekt og sálarkvíða, en hann grípur einnig mjóann geisla hamingjunn- ar, þá sjaldan hann læðist inn. Það fór ekki hjá því, að Lautrec erfði ýmislegt af skringilegum kenjum föður síns og afa. Til dæmis safnaði hann mönnum, eins og aðrir safna fágætum frí- merkjum, og það eru til margar lýsingar á því, er hann hélt úr einum skemmti- staðnum í annan í fararbroddi fyrir þessu safni sínu. Mátti þar sjá gamlan La Goulue dansar í „Myllunni". Ein af hinum frægu skopteikningum Lautrecs. Oscar Wilde. Blekteikning frá árinu 1895. Skopteikning eftir Lautrec af vinkonu hans, dansmærinni Yvette Guilbert. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.