Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 12
Toulouse-Lautrec gerði fyrstur manna auglýsingamyndir og sést hér uppkast að fyrstu auglýsingunni fyrir Mylluna. Cancan-dans á Rauðu myllunni um 1895. Það voru dansmeyjarnar þar, sem fundu hann upp og gerðu staðinn frægan. Hér er vatnslitamynd af þeim eftir Lautrec. Tímarnir breytast og mennirnir með og þannig dansa þær Cancan í „Myllunni“ 1958. En Lautrec er þar ekki lengur. skipstjóra í aflóga cinkennisbúningi, frægan böðul á eftirlaunum, skringilega trúða, ljónatemjara, enskan lord með dálítinn blett á perunni og svona hálft dúsín af öðrum annarlegum fyrirbærum, svo ekki sé gleymt ,,Doktornum“, sem hann skildi helzt aldrei við sig, — en það var frændi hans, langur og renglulegur með gullloníettur og pípuhatt, á að gizka um sextugt. I rauninni var þetta tvítug- ur maður og nýsveinn í háskólanum. Þessari hirð stjórnaði Lautrec með járn- hörku, og iðulega varð hún að bera kon- ung sinn upp brattar brekkur Mont- martre að morgni, þegar hann. hraust- astur stríðsmanna í sveit Bakkusar, hafði hnigið að velli. Veizlur Lautrecs voru frægar um alla París.og aldrei vantaði þar einhverspaugi- leg uppátæki. Eitt sinn er frá því sagt, að hann bauð til veizlu ýmsum útlend- ingum, sem hann grunaði um hófsemi til áfengra drykkja. A borðinu voru marg- ar tegundir víns, og fyrir kurteisis sakir við gestina einnig nokkrar kristalsflösk- ur með vatni, — en í þeim syntu spræk- ir gullfiskar. Já, það var fjörugur tírni þessi áratug- ur fyrir aldamótin, og þetta friðsæla þorp hérna uppi á hæðinni var óðum að breyt- ast í heimshverfi hamslausrar Hfsnautn- ar. Ennþá í dag revnir það að hressa upp á sig, eins og gömul kona, sem málar á sér varirnar og þykist vera ungleg. Rauða myllan er ennþá til og ennþá er spilað á harmóníkur niður við Place Pi- galle. En garnlar vinnustofur málaranna eru orðnar að nýtízku íbúðum erlendra milljónara og listamennirnir eru fliinir yfir á Montparnasse. Við stöndum upp og göngum niður brött þrepin frá Sacré Ceur, mjóar, stein- lagðar götur, og öðru hvoru berst glaum- ur út um opnar dyrnar á krá og reykj- armökkurinn þ.vrlast út í myrkrið. Þú minntist áðan á Jane Avril, segi ég, — já, það væri ekki ónýtt að geta séð hana dansa núna og svngja þessar léttu, tví- eggjuðu vísur sínar. sem komu mönnum til að hlæja og roðna á víxl. Hún var ein af gyðjum Lautrecs, ásamt Mendes og Goulue á Myllunni og mörgum fleirum, og þær áttu ekki sízt frægð sína honum að þakka. Ziedler, sá sem stofnaði Rauðu mylluna, hafði nógu glöggt auga til að sjá, hvar fiskur lá undir steini. Hann bað Lautrec að gera fyrir sig auglýsing- ar. Fram til þessa höfðu auglýsingar varla verið til, í nútímaskilningi, — það voru smáir, þéttskrifaðir bleðlar á hús- veggjum. sem enginn tók eftir, nema hann ræki beinlínis í þá nefið. Fyrst gerði Lautrec stóra auglýsingu, sem sýn- ir Goulue dansa í cancan, með einföldum dráttum og sterkum litum og aðeins nokkrum áberandi orðum. Reyndar vann hann í heilt ár sleitulaust að því að læra tækni steinprentunarinnar, sem var ennþá ung grein, — en þegar aug- lýsingin loksins kom, á hundrað staði um alla París, fylltist Rauða myllan á svip- stundu. Ziedler neri hendurnar og Gou- lue k,yssti Lautec af fögnuði. Og svo kom ein auglýsingin af annarri. Jane Avril varð fræg af þessum spjöldum hans, — svo fræg, að Rauða myllan varð brátt fyrir neðan virðingu hennar. Manstu ekki eftir myndinni, þar sem Jane Avril stendur við steinþrykkjuna og virðir fyrir sér fyrstu próförkina af einni aug- lýsingunni. Já, og Lautrec varð frægur sjálfur. Seinna hvarf Goulue og enginn vissi hvað af henni hefði orðið, þar til einn dag, að hún kom aftur í hverfið sem dýra- temjari og sló tjöldum sínum við Place Tróne. Þótt Lautrec væri kominn mjög að fótum fram vegna drykkjuskapar, brá hann við og gerði stór málverk við inn- ganginn, sem tryggðu Goulue örugga að- sókn. 1913, eða 12 árum eftir að Lautrec dó, var haldin heildarsýning á verkum hans, og þá var farið að svipast um eftir Gou- lue, til þess að bjóða henni að segja þar nokkur orð, en þá var hún orðin gömul og fjallstór kerling, sem hafði tapað minni og rétt rámaði í einhvern lítinn mann, sem hún kallaði Monsieur Tou- doueze. Og Jane Avril hvarf líka, giftist óðals- bónda einhversstaðar langt uppi í sveit, og svo heyrði enginn frá henni í rúm þrjátíu ár. Árið 1935 kom hún aftur til Parísar, þá orðin ekkja, og söng sínar gömlu vísur á gömlu stöðunum og ylj- aði gömlum aðdáendum um hjartaræt- urnar. Blöðunum sagði hún frá því, að maður sinn hefði aldrei vitað neitt um fortíð hennar, og þó átti hann nokkrar af frægustu steinprentunum Lautrecs. Já, svona fara þessar stjörnur, eins og hinar, sína braut, og eru komnar i nátt- málastað fyrr en varir. En það var líka farið að halla undan fyrir Lautrec, þótt hann væri ekki nema rúmlega þrítugur. Drykkjuskapur hans ágerðist og veiklaður líkaminn fór að segja mjög til sín. Sumir vinir hans héldu því fram, að hann væri að drekka sig í hel af ásettu ráði. En þrátt fyrir þetta vinnur hann feiknin öll, málverkin hlað- ast upp í vinnustofunni, og öðru hvoru heldur hann sýningar heima í París, í Hollandi, Belgíu og London. Það er vin- ur hans Joyant, sem sér um þetta allt, ferðast með honum og gætir hans eins og bezt hann má. Eina mestu sýningu sína heldur hann í London árið 1898, og voru þar á meðal margar snilldarlegustu (Framh. & bls. 14) 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.