Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 13
SÁ GAMLI Örstutt saga eftir Pálma Gíslason Ég var búinn að liggja Iengi áður en ég dó. Eg hafði alltaf álitið, að það væri vont að deyja, en það er nú eitthvað annað. Ég leið í undursamlegri sælu eitthvað út í geiminn, og vissi eiginlega ekkert af mér fyrr en ég kom inn í stór- an sal, þar sem fyrir var stór hópur af fólki, sem stefndi allt í sömu átt. Ég lét berast með straumnum. Þetta var ein- föld röð, sem barst á milli tveggja borða. En við borðin sátu virðulegir menn. Dökkklæddir menn sátu á vinstri hlið, hvítklæddir á þá hægri. Fyrir framan sig höfðu þeir stórar bækur, sem þeir leituðu í, í hvert skipti sem nýr maður kom. Ég skildi strax að þettu voru starfsmenn hins góða og hins illa, og þeir dæmdu mennina eftir verðleikum, og var mér það fljótt ljóst, að ekki voru menn yfirleitt mjög góðir, því flestir fóru í gegn urn dökkar dvr, sem voru aftan við hina dökkklæddu menn. Það var farið að nálgast mig ískyggilega, og kvíði minn var mikill. Næst fyrir fram- an mig var gömul kona, sem flutti faðir- vorið sitt með mikilli ákefð. Og röðin var komin að henni, þegar klukkan á veggnum sló 4. Hinir virðulegu herrar stóðu upp, það var komið kaffi. Eftir hálftíma komu þeir aftur, og byrjuðu á ný. Þeir voru lengi með gömlu konuna, og lentu í háarifrildi. En gamla konan bað þá, að vera ekki að gera slíkt veður út af sér, það tæki því varla. Síðan var dómurinn upp kveðinn og gamla konan gekk inn um hinar svörtu dyr, og röðin var komin að mér. Ég brosti eins blítt og ég gat framan í hina hvítklæddu menn, en þeir hristu bara höfuðin. og bentu mér á svörtu dyrnar. Ég gekk niðurlútur í gegn um dyrnar. Einkenn- isklæddir þjónar bentu mér á járn- brautarlest skammt frá. Ég steig upp í, og hún leið af stað. Eftir stutta stund var lestin komin að stórri höll, og þar var numið staðar, og ég steig út úr lestinni. Ég tók eftir því, að allt var svart, bæði höllin og umhverfið. Ég fór strax að skimast eftir einhverjum sem ég þekkti. Fljótlega kom ég auga á gamlan kunningja minn, sem hafði dá- ið í bílslysi fyrir ári síðan, hann var einkennisklæddur. „Sæll gamli“, sagði ég. Ég ætlaði að fá hann með mér í göngutúr í kring um höllina, til þess að 1 síðasta- hefti Samvinnunnar birt- ist sýnishorn af Ijóðagerð nemenda í Samvinnuskólanum að Bifröst. Sam- vinnunni barst einnig þaðan þessi smásaga, en sökum þrengsla var ekki hægt að birta hana þá. rifja upp gamlan kunningsskap. Én hann virtist ekki þekkja mig. „Komdu, höfðinginn vill líta á alla nýkomna,“ sagði hann. Ég varð strax kvíðinn, skvldu allir vera svona stórir upp á sig hérna, eins og þessi vinur minn, og hvað skyldi hann svo gera við mig, sá gamli. Við gengum inn í stóran sal. Fólk sat í hópum hér og hvar. Þetta var biðsal- urinn. Klukkan var orðin 6, og þar sem viðtalstími er aðeins til 7, var salnum lokað, svo að allt væri búið á réttum tíma. Ég gekk að borði sem stóð úti í horni, þar sátu 2 strákar og töluðu um sitt fyrra líf. „Eigum við ekki að taka hring“, segi ég. Það var óðar samþykkt. Það lágu spil á borðinu og við byrjuð- um að spila. Við vorum búnir að spila nokkra stund, þegar ég sagði alslemm í grandi. Þetta var geysilega spennandi spil, og virtist engin leið að vinna það. en af einskærri tilviljun heppnaðist það nú samt. Þá var slegið bylmingshögg í öxlina á mér, svo ég kiknaði niður í stólnum. „Þetta var flott hjá þér lax- maður“. Ég leit upp. Þarna stóð sjálf- ur höfuðpaurinn í allri sinni dýrð. Hann var geysilega stór, og hinn illúðlegasti á svip, þrátt fyrir að hann brosti út und- ir eyru. Hann benti mér að koma. Ég elti hann skjálfandi af ótta. Hvað átti nú að gera við mig? Við fórum inn í litla stofu. Hann benti mér að setjast við borð sem stóð á miðju gólfi. Sjálfur hringdi hann bjöllu, sem stóð á borðinu. Þjónn kom hlaupandi. „Náðu í strák- ana, og komdu svo með vín og vindla“. Eftir stutta stund komu tveir strákar, og nú var bvrjað að spila. Ég spilaði á móti þeim gamla, og fann fljótt að hann var býsna ánægður með mig. Við unn- um hvert einasta spil. Enda var greini- legt að mótspilarar okkar voru fúsir að lofa okkur að vinna. En svo kom vínið. Það var hrein undrun hvað hann þoldi sá gamli. Ég held að hann hafi drukkið um tuttugu potta. Og það var vel- sterkt vín sem borið var fram. Ég rak tungubroddinn ofan í glasið, sem mér var fært, og mig logsveið um allan lík- amann. Þegar líða tók á kvöldið, var sá gamli orðinn vel þéttur. Hann virtist samt alltaf jafn ánægður með mig, og gladdi það mig mjög. Ég tók eftir því að litlu munaði að illa færi einu sinni. Hann hafði sagt alldjarflega, svo engin leið virtist að vinna spilið. En með herkjubrögðum tókst öðrum mótspilara okkar að lauma trompásnum í, og með því tókst þeim gamla að vinna. Stuttu seinna fórum við svo að liátta. Ég var í sama herbergi og annar bridgespilar- inn. „Yfirfyllist ekki allt hérna, þegar svona margir koma hingað?“ spyr ég. „Nei, nei, það er langt frá því. Sumir eru sendir strax upp til jarðarinnar aft- ur, venjulega þá í einhverju dýralíki, sumir eru bara geymdir i nokkia mán- uði eða ár, og þá annað hvort flevgt, eða látnir fara upp eftir. Þetta er sér- staklega þegar stórir hópar koma“. „Eru það ekki flestallir, sem koma hingað“. „O. jú, flestir sem komnir eru vfir fermingu, þó eru alltaf einhverjir, sem fara hina leiðina“. Við hættum að talast við og förum að sofa. Daginn eftir spiluðum við gej'silega mikið, og var sá gamli oftast í sæmilegu skapi, og átti þá þá ekki ó- sjaldan til að dernba upp úr sér ósköp- um af bröndurum, sem við urðum að sjálfsögðu að hlæja alltaf að, þó oft væru þeir afar lélegir. Fimm dögum eftir að ég kom spurði hann mig, livort mig langaði ekki til að sjá jarðarförina mína. Að vísu sagðist hann aldrei hafa lofað neinum þetta fyrr, en þar sem ég væri annars snillingur, eins og hann orðaði það, þá myndi hann gera undan- tekningu núna. Þegar ég sagði félögum mínum frá þessu, sögðu þeir að þessi dýrð myndi ekki standa lengi. Sá gamli myndi eftir stuttan tíma reka mig burt frá hirðinni, og jafnvel skella mér í fangelsi sitt, sem væri sá hræðilegasti staður, sem hægt væri að hugsa sér. Og ef ég á nokkurn hátt gæti sloppið burt, skyldi ég ekki liika við það, því sá góði myndi örugglega taka við mér, þar sem ég gæti frætt hann um svo margt. En varlega yrði ég að fara, og ekki mætti ég láta þann gamla vita neitt um þetta, því þá yrði ég ekki langlífur. Ég var á- kveðinn í að reyna þetta, en fyrst langaði mig þó til að vera uppi á jörð- inni dálítinn tíma. Sá gamli sagðist SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.