Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 17
iiiiiiiniiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiniiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiMiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiimiii'iiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiuiiimií Krotað á spássíu Endurreisn hinna fornu biskupssetra Eftir Gunnar Gunnarsson | Norðlendingar eru löngum sjálfum | sér líkir og viðbrögð þeirra hressileg. Gætir þess enn í spjallinu um að skáka biskupi íslands austur að Skálholti. Framlag norðanmanna í þeim viðræð- um er það vitlegasta sem á borð hefur verið borið og það eina sem ofurlitill mannsbragur er að. Það hefur viljað við brenna að Hóla- stóli væri skipað skör lægra en hinu eldra biskupssetri. Nú finnst beim Norðlingum nóg komið af svo góðu, og má til sanns vegar færa. Það verður varla hrakið, að síðan bændaskólinn reis af grunni hefur höfuðbóli þeirra verið ólíkt meiri sómi sýndur og betur að því búið en gjöf Gissurar. Hví skyldi Hólabyrða nú allt í einu setja niður fyrir Þorlákssæti og öðrum af- tökuholtum! Að svo mæltu má vel taka fram, að það er engan veginn fyrir það að synja að Skálholt kunni með tíð og tíma að enda sem erkibiskupsstóll. Teldi ég það vel farið. Slík stórmerki gerast þó naumast á næstunni, önnur meiri verða að vera á undan gengin, segj- um flutningur Alþingis og forseta fs- lands yfir fjall til Þingvalla. Mun það eiga langt í land. Fyrst yrði þjóðholl- usta og þegnskapur að þokazt af tungubroddi nær tungurótum, heil- indi af því tagi eru lítt hugsanleg í mannfélagi, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri og kýtað aðallega um eigin hag sem í fuglabjargi eða þegar bezt lætur rekinn stéttaáróður, af einlægni stundum, en þó um leið furðanlegri skammsýni og glám- skyggni, höfuðsjónarmiðið að enginn fái þrifist nema á annan halli, sem er fáránleg villa, enda leifar mannætu- siðgæðis. Hins vegar hefur það nokkuð til síns máls, að með ekki mannfleiri og í með- allagi guðhræddri þjóð ætti einn bisk- up að nægja. Samt er eg ekki sömu skoðunar, finnst mótbára af því tagi óþarfa barlómur og bölsýni. Raunar hef eg litla von um endurreisn lifandi samneytis við almættið í nafnkristnu landi, á meðan ríki og kirkja hanga saman á andlegri horrim ekki síður en efnalegri, lít svo á, að sá óheillasátt- máli sé helgispjöll. Hér venjast menn á að vera fylgnir sér stundum um of í stjórnmálum, en láta eilífðarmálin sem Þórbergur kallar liggja milli hluta. Sá söfnuður, sem byggist á öðru en sam- heldni og fórnarvilja, er að mínu viti dauðadæmdur. Ótti leiðtoga þjóð- kirkjunnar við ótroðna frelsisstigu segir bezt til um trúartraustið. En hætti prestur að treysta söfnuðinum og Guði, hver getur þá búizt við að söfnuðurinn treysti guðsmanninum? En hjörtu mannanna eru torunnin til endurfylgis við ónýttan málstað. Það er ekki nema á ytra borði að mótsagnar gæti í þessu sjónarmiði og hinu, að vel ráðið sé að fjölga bisk- upsstólunum í þrjá. Því verður að tjalda sem til er. Metnaðurinn að baki áhugans fyrir endurreisn fornra menntasetra virðist heilbrigður og ekki ófrjór. Að nokkurs metings gæti er mannlegt og jafnvel virðingarvert. Þá er og á það að líta, að menningar- miðstöðvar í sveitum úti kynnu að hamla gegn þeirri óheillaþróun, að hver lifandi sál í landinu steðji þangað, sem flest er af steyptum húsum sam- an komið og ösin er mest. Styrkur fornmenningar íslendinga var strjál- býlið, einnig á sviði andans. Það sem mér þykir helzt á skorta viðræðurnar um biskupsstólana er að þær ná mikils til of skammt. Þá er eg illa svikinn ef þess verður langt að bíða, að biskupar sitji aftur að Hólum og í Skálholti. Er það eðli- leg framþróun og raunar óhjákvæmi- leg. Að því hlaut að draga. En við hvað myndu þeir sitja? Stólarnir eru ekki endurreistir nema til hálfs á meðan ekki menntaskól- arnir fá aðsetur á fornum slóðum undir handarjaðri kennimannsins. Með því aukast biskupi áhrifamögu- leikar á æsku landsins og munu þá ekki settir í það starf aðrir en sérstak- lega valdir menn, fái vit að ráða. Það segir sig sjálft, að skólameistara mundi að því mikill styrkur að hafa andleg- an leiðtoga sér æðri hendi nær. Og svo hörmulega vill til, að þess mun sízt vanþörf, að ungmenni lands vors hljóti aðhald meira en verið hefur um stund. Út í þá sálma skal ekki farið að ráði. En ekki eru þær fallegar, sög- urnar, sem úr sumum skólunum ber- ast. Það er ekki lengra síðan en í gær, að mér voru hermd án milliliðar þau ummæli eins þeirra, er starfa við æðri menntastofnanir landsins, að fvrr hefðu kennararnir komið við aga, en nú mætti segja að þeir sjálfir væru beittir ofbeldi. Var í því efni vísað til bókar, sem ég kann ekki að nefna, en í hana er nemendum leyft að innfæra klögumál og eru þá stundum kjarn- yrtir, en kennarinn verður að undir- skrifa að lesið hafi. Þykir mér líklegt að þær bókmenntir endist til forsmán- ar engu síður en íslendingasögurnar til frægðar. Sami maður, er sagði mér, hafði kvöldinu áður átt erindi á veitingahús með frægri söngkonu erlendri, og komust þau varla inn þangað fyrir uppivöðslusömu ungstóði tvífættu, en jafnvel gangstéttin ilmaði af anda þeim, sem ríkið græðir mest á að okra með. Þannig er landkynningin hér heima fyrir, einn þáttur hennar og töluvert áberandi. En um þetta mætti rita lengra mál en krotað verði á spássíu. Eitt er enn ótalið, sem nauðsynlegt er að athuga hið bráðasta í sambandi við endurreisn biskupsstólanna, en það (Framh. á bls. 25) IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIM.....1111111111111.11111111111...MMMI.......II...................................Illll....IIIIMIIIIMIIM........Illlllllll....MIIIIMM........Iltllllllllll..........Illllllll......II.....Illlll...........Illlll....MIIIIIIIIMM SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.