Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 18
Sveinbjörn Beinteinsson, Draghálsi: GLlMA OG RÍMUR Glíman er kölluð þjóðaríþrótt Is- Iendinga, og það er hún. Með jöfnum rétti má rímnakveðskapur eða vísna- gerð heita þjóðlist okkar. Það er mik- ill skyldleiki með þessu tvennu: rímu og glímu; lipurð og fimi í hreyfingum glímumanna er í ætt við braglist og hrynjandi rímunnar. Slungin braglist hefur lengi þróast í samræmi við hreyfilist hvers tíma; allt frá galdri eða töfrum frumstæðra manna og til danslista eða fimleika nútímans. Menn vita nú fátt um galdur nor- rænna manna til forna eða töfraljóð þau, sem flutt voru í því skyni. Helzt hygg ég, að Ijóðaháttur geymi minjar slíkrar töfralistar, en fátt er um rök því til stuðnings. . . . oft gól hann ásum, en álfum frama, hyggju Hroftatý. (Hávamál.) Vinnubrögð sveitafólks og róleg sagnaskemmtun virðast hafa sett svip sinn á fornyrðislag og þá hætti, sem því eru skyldastir. En um líkt leyti og víkingaferðir hefjast frá Norðurlöndum, þá er farið að yrkja dróttkveðinn hátt. Það er eins og breyttir tímar heimti nýtt ljóðform. Yfirbragð þessa svipmikla háttar mótast af hreyfingu og harð- ræðum víkingaaldar; í hendingunum heyrist skriður langskipa, dynur bar- daga og för herflokka. Athöfnin setur sinn svip á skáldskapinn og braglist- in hefur áhrif á athafnir manna. — Skáldið er háð öld sinni og öldin markast af töfrum skáldlistar. Eng- inn veit merkingu eða upphaf orðs- ins skáld, en það var sagt skald forð- um og er það stutt af rími í fornum vísum: . . . skald á búð til kaida. Ég held að nafnið sé skylt orðinu galdur, þótt ekki verði það sannað. En það skiptir miklu fyrir skilning á fornri skáldlist hvort orðið er þann- ig myndað. Síðar kemur dansinn og honum fylgja létt ljóð til söngs. Sá skáld- skapur er mjög ólíkur dróttkvæðum að flestu leyti, enda allt annars eðlis og sprottinn af annari þörf. En kröf- ur tímans heimtuðu eitthvað form- fastara og meir í samræmi við ábyrgð- armikla lífsbaráttu. Þá hófst rímna- kveðskapur á Islandi. Með kristn- inni kom hingað sálmagerð, og dýr- lingakveðskapur tók við af hirðdráp- um og hetjukvæðum. Þegar fram liðu stundir mótaðist allt þetta af veðr- áttu og gróðurfari Iandsins. Um leið og landið blés upp af næðingum og ágangi sauðfjár, þá varð kveðskap- urinn hrjóstugri, yrkisefnin einhæfari, frumleikinn minni, kenningar líflaus- ar, en dýrleiki braghátta óx um leið og jarðir lækkuðu í mati. Hvar sem saman komu frískir menn á góðum aldri voru þreyttar glímur eða lyft þungum steinum. Þessar þjóðaríþrótt- ir mótuðust af sömu kjörum og ríma skáldsins; fimleikar og aflraunir héld- ust við með þessum hætti í leik og braglist. Mönnum var það metnaðarmál að vera glímnir og geta lyft þungum steinum; á sama hátt kepptu menn að því að yrkja fagurlega og leysa tor- veldar bragþrautir. Við breyttar aðstæður hafa þessar þjóðlegu íþróttir og listir þokað fyrir ýmsum nýungum. Aðrar íþróttir eru nú metnar meira en glíman og er það á margan hátt eðlilegt. Rímur og vís- ur eru komnar í örðuga stöðu vegna þess að önnur viðfangsefni eru orðin mönnum hugstæðari og er það eðli- leg þróun menningar, að nýir straum- ar berist og flytji með sér aukna fjöl- breytni. Þannig eru lög tímans. En það ætti að vera áhugamál hverrar þjóðar að varðveita sérkenni menningar sinnar. Þegar við leggjum niður ævafornar venjur, glatast hluti af menningu þjóðarinnar og aðrir sið- ir koma í staðinn. Við eigum margt merkilegt, sem á að halda í heiðri til stuðnings þjóðerni okkar, ekki sem forneskju, heldur lifandi menningu. Nú hefur verið ákveðið að taka upp glímukennslu við alla barnaskóla landsins. Þetta er ágæt hugmynd og ætti að duga til bjargar þessari fornu íþrótt. Glöggir menn ættu samt að at- huga, hvort ekki væri rétt að breyta glímureglunum til samræmis við það, sem áður var. Glíman eins og hún tíðk- ast nú, ber of mikinn svip af stymp- ingum og þjösnaskap; mest reynir á þyngd og afl glímumanna. Þessu verður að breyta. Annars er það fagn- aðarefni, að þessu máli hefur verið slíkur sómi sýndur sem fram kemur í þessu frumvarpi. En jafnframt ætti að kenna hverju barni meginatriði íslenzkrar Ijóðlist- ar, bæði reglur formsins og það sem kallað er skáldlist. Það er ekki skamm- laust, að fólk hætti að skynja stuðla og kveðandi íslenzkrar braglistar. Is- lenzkir rímnahættir geyma ákaflega fagurt og sérstætt listform. Þótt þess- um háttum séu settar strangar reglur, þá leyfa þeir mikla fjölbreyttni og margháttuð afbrigði. Það eru til mörg falleg lög við þessa góðu bragarhætti og þeim þarf að halda við eins og braglistinni. Það hefur farið með kveðskapinn eins og glímuna, hann er orðinn of þungur og hávær. Rímnakveðskapur er öllu nær því að vera ljóðalestur en söngur, og enn mætti bjarga þessari íslenzku Glíman er kölluð þjóðaríþrótt íslendinga. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.