Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 19
sönglestrarlist. Allar þjóðir reyna nú að varðveita þjóðlög sín og telja þau sér til gildis. Rímnastemmurnar okk- ar eru vafalaust af ævafornum stofni og kveðskaparlagið efalítið miklu eldra en sjálfar rímurnar. Stundum finnum við í fomum bókum setning- ar svo merkilegar, að þær segja okk- ur heila þjóðarsögu. Snorri segir í Eddu frá hætti þeim, er skjálfhenda heitir, og síðan segir hann: „Þenna hátt fann fyrst Veili. Þá lá hann í út- skeri nokkm, kominn af skipsbroti, og höfðu þeir illt til klæða og veður kalt.“ Ég man ekki til að ég hafi séð eða heyrt sögu íslenzkra skálda betur sagða í fáum orðum. Grettis saga seg- ir frá því, að eftir víg Önguls var Þor- steinn drómundur settur í dyblissu úti í Miklagarði og til dauða ráðinn. Þar var einn maður fyrir í myrkrastofunni, aðframkominn af harðrétti. Þorsteinn tók að kveða þeim félögum til skemmtunar: „Kvað Þorsteinn svo hátt, að gall í múrnum, og hinum, er áður var hálfdauður, þótti mikið gaman að vera.“ Rómur Þorsteins bjargaði lífi þeirra beggja. Þannig má segja sögu fátækrar skáldþjóðar í örfáum orðum. Hér hafa jafnan átzt við tvær stefnur: innlend þjóðmenning og er- lend áhrif. Meðan hér helzt í gildi heimaræktuð fróðleiksþrá og list- hneigð, er okkur engin hætta búin, þótt hingað berist margvíslegir straumar frá menningu umheims. Um skeið var hætt við einangrun og fá- breyttni hér á landi; en samt lærði þjóðin alla tíð margt af öðrum þjóð- um. — Latneskir sálmar umbreyttust í dróttkveðnar eða hrynhendar helgi- drápur. Nærri lá að danskir og þýzk- ir sálmar eyddu stuðlum úr íslenzkri Ijóðagerð eftir siðaskipti; en svo illa fór þó ekki. Snorri Sturluson virðist hafa skrifað Eddu til að hamla á móti losaralegum dansakveðskap og öðru því, sem hann taldi háskalegt fyrir menntir Islendinga. Á sama hátt hef- ur hann skrifað Eglu og Heimskringlu til að benda mönnum á, að þeir væru of bljúgir gagnvart erlendri ásælni. Og dansarnir breyttust í rímur; en rímur hafa nú verið ortar í sex hundr- uð ár. Á fyrra hluta nítjándu aldar heyrðust þær kenningar, að íslend- ingar ættu að leggja niður stuðlasetn- (Framh. bls. 25) „HESTURINN, SKAPARANS MEISTARAMYND“ Fagur gripur er æ til yndis, segir máltækið, og gildir það raunar jafnt um dauða hluti sem lifandi. En þegar svo fagur gripur sem fallegur hestur er þar að auki iðandi af lífi og fjöri, verður fegurð hans enn eftirminnilegri. Það eru engin undur þótt hesturinn hafi hlotið nafnbótina „þarfasti þjónn- inn“. Þúsund ára búseta í samgöngulausu landi var óhugsandi án hans. Lestaferðir í kaupstað, yfir fjallvegi og óbrúuð vatnsföll, smalamennskur á víðáttumiklum afréttarlöndum, flutningar hey- fengsins í garð og ferðalög voru nátengd þessum góða grip. En þrátt fyrir allt hefur hesturinn ekki alltaf átt góða daga. Merkilegt að jafn kaldrana- legt orð sem „útigangur" skuli einnig tengt þarf- asta þjóninum. Með tilkomu vélaaldarinnar hefur hlutverk hestsins breytzt. Margir eiga nú hesta, aðeins til þess að geta „brugðið sér á bak“ á góðri stund. Utreiðar eru þjóðlegt og skemmtilegt sport, svo að ekki sé talað um sjálfa tamninguna. Góður tamningamaður hefur alltaf verið í tölu listamanna á Islandi. Sá skjótti á myndinni er frá Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði og eigandinn er þaðan líka og heitir Benedikt Benediktsson. Hann hefur alið Skjóna upp og tamið hann. Auk þess að vera afburða fallegur gripur, er Skjóni sagður mikill gæðingur. Skáldin hafa látið margt snoturlegt frá sér fara um hestinn c-g hestavísan er heil bókmenntagrein. Hringhendur og sléttubönd urðu laus á munni, þegar gæðingurinn „tölti og skipti um ganginn“ og lífið allt varð fagurt. Einar Benediktsson fór nærri kjarna málsins í sfðasta erindi kvæðisins „Fák- ar“: — Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest, og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.