Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 23
eru því ekki óvanar að halda á hefli eða sveit'Ia viðarexi, enda þótt langt sé um liðið frá því er ég ungur gekk til allra verka. Lifnaði þá yfir ástkonu niinni á nýjan leik, svo ánægð sem verða mátti kyssti hún mig mörgum kossum. Saman báðum við Guð þess af hjarta, að hann sæi svo til að áform okkar rnættu hafa framgang, en að svo búnu kvaddi hún mig vonglöð og hélt aftur til Armóta. Þá stundina sýndust mér allir vegir færir. en um leið og hún hvarf mér sjónum komu efasemdirnar aðsteðjandi. Orð- ugleikar, sem mér höfðu virzt viðráðanlegir á meðan hún var nærri stödd, uxu mér skyndilega í augum: urðu að grettistök- um, sem ég treysti mér ekki meira en svo til við, eftir að hún var frá mér horfin. Góður Guð! — Þú einn ert þess megnugur, að leiða á rétta braut þá, sem fara villir vegar í geigrökkri mannlegrar eymd- ar, enda er fyrir sjónum þér jafnvel svartnættið dagljómi. Enn hafa vitni bætzt í hópinn og varla til hins betra. Satt að segja leizt mér ekki á Ingvarsstaðabóndann, er hann boð- aði mér komu tveggja nýrra sjónarvotta. Hjarta þess manns er hart sem tinnusteinn, en auk þess svo fullt af eitri illgirn- innar, að út af flóir. Eg hét honum því, að vitnin nýju skyldu verða tekin fyrir á morgunmálinu. Mér er svo innanrifja, sem ætti að leiða þau gegn sjálfum mér! Guð styrki mig auman, að straumar lífsins kollvarpi mér ekki. Þá er það um garð gengið, — Vaðlaklerkur hefur játað á sig sökina. Það gerðist við réttarhöldin núna fyrir hádegið. Fanginn hafði verið færður hingað frá Ármótum og leiddur í réttarsal- inn til að hlýða framburði nýfenginna vitna, sem stefnt hafði verið til yfirheyrzlu. Umrædda nótt höfðu þau átt leið um stíg þann, er liggur frá prestssetrinu til skógar, en þaðan hafði komið til móts við þau maður með bagga á baki. Leizt þeim ekki að verða á vegi hans, og hafði hann ekki orðið þeirra var, en þau séð til hans inn í garðinn. Andlit náttfarans höfðu þau ekki mátt greina, — byrðin, sem hann bar á öxl, skyggði á það; en er tunglsljós- ið féll á bak honum, sáu þau glöggt, að hann var í síðkjól græn- um, einmitt þannig í laginu og á litinn sem heimasloppur klerks, og nátthúfu hvíta hafði burðarmaðurinn á höfði sér. Voru þau ekki í neinum vafa um, hver þar færi, er hann hvarf þeim í garðinn hjá prestssetrinu. Varla hafði fyrra vitnið lokið máli sínu, er Vaðlaklerkur, öskugrár á að líta, sagði veikum rómi svo að vart mátti greina orðaskil: — Mig svimar. Var honum þá færður stóll og hann studdur til sætis. — Mundi honum ekki fara að skána minnisleysið? sagði Brúsi bóndi við þá, er næstir stóðu. Eigi varð séð að bandinginn heyrði orð hans, en er vitna- leiðslan var á enda, benti hann mér, að hann vildi við mig tala. — Látið flytja mig í fangaklefann, sagði hann lágróma: Eg ætla að tala við yður þar. Þessum tilmælum hans varð eg við. í klefanum fundum við fyrir unnustu mína; var hún að búa um rúm föður síns. Síðsloppinn græna hafði hún lagt yfir stól- bak við höfðalagið. Heitkonu minni varð svo við komu okkar, að hún hrópaði upp yfir sig af ánægju, að eg skyldi vera i fylgd með föður Heitkona mín sárbændi mig að hjálpa föður sínum, en ég taldi að flótti væri eini möguleikinn. hennar. Hann mundi þegar hafa verið sýknaður, gerði hún sér í hugarlund, og hún hélt eg væri kominn til að láta hann laus- an og fylgja þeim heim. Fleygði hún því frá sér því, er hún hafði handa á milli, og faðmaði föður sinn að sér. Gamli maðurinn grét beisklega, — tár runnu niður kinnar hans í samfelldum straumi. Honum var með öllu ómögulegt að segja dóttur sinni fréttirnar úr réttarsalnum; þess í stað bað hann hana að skreppa fyrir sig í búð og kaupa eitthvað, er hann til tók. Bjó hún sig í skyndi, en á leiðinni fram staldraði hún við hlið mér, þrýsti höndinni, sem eg rétti henni, að bi-jósti sér og spurði lágt: — Góðar fréttir? — er ekki svo? Kvöl þá og ringulreið, er eg var í flæktur, reyndi eg að dylja með því að lúta að henni og kyssa hana á ennið. — Seinna skal eg segja yður hvað í efni er, vina mín, — veit svo sem ekki hvort það gerir til eða frá, anzaði eg henni: Sækið fyrst það sem faðir yðar bað yður um að útvega. Tafði hún þá ekki lengur, kvaddi og fór. Hvílíkur ógnarmunur, Guð minn góður, frá því að una áhyggjulaus í föðurgarði! . . . Fangavist, sjálfráð að vísu, en einu gestirnir ótti og skelfing, sorg og sársauki. — Fáið yður sæti, vinur minn, sagði Vaðlaklerkur og tyllti sér á rúmstokkinn, lagði hendur í skaut og horfði til jarðar, þungt hugsandi. Leið svo nokkur stund, en þar kom að hann rétti úr sér og leit á mig. Beið eg þess í kvíðafullri þögn, að hann tæki til máls, svo sem ætti eg að hlýða á eigin dóm uppkveðinn — enda var það svo. — Eg er maður stórsyndugur, hóf prestur ræðu sína: Guð einn þekkir syndabagga minn til nokkun’ar hlítar, — sjálfur er eg sem úti á þekju í þeim efnum. Eg get ekki hugsað mér annað, en að himnafaðirinn hafi ákveðið að hegna mér hér samvinnan 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.