Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00. Verð í lausasölu kr. 9.00. Prentsmiðjan Edda. Efni: I landi blámanna, eftir Felix Olafsson ................ 4 Undir dómnum, 1. verðlauna- saga Samvinnunnar, eftir Bjarna Benediktsson frá Hof- teigi...................... 8 Iskyggilegt aldarfar, eftir Gunnar Gunnarsson.......... 11 j Vorþing samvinnumanna að ' Bifröst ................... 12 > Lj^ðræðið í samvinnufélögun- um, eftir Benedikt Gröndal 15 Brauð og andi, eftir Jónaos Jónsson frá Hriflu...... 17 Vaðlaklerkur, framhaldssaga eftir S. Blicher — sögulok 20 Ný samvinnuverzlun í hjarta Kaupmannahafnar......... 24 Fyrsta kjörbúð Vestfjarða . . 25 Fulltrúar og varafulltrúar á aðalfundi SÍS 1958 ..... 28 J Ú L í 1958 Lll. árgangur 7. „Erfiðast var aff neita — Sigurjón Kjartansson, fyrrum kaupfé- lagsstjóri í Vík, átti nýlega sjötugsaf- mæli. Samstarfsmenn hans minntust þess með eftirfarandi viðtali í Hlyn, blaði sínu: Þegar við, sem vinnum í Sambands- húsinu, fáum launamiðann okkar, þar sem skilmerkilega er skráð, hversu mik- ið fer í skattinn og hversu mikið í lífeyr- issjóðinn, þá vitum við, að hann Sigur- jón hefur reiknað þetta út. Viö vitum líka, að Sigurjón hefur skrifstofu á þriðju hæðinni, að þar heitir starfs- mannahald og að hann er oftast byrjað- ur á morgnana, áður en við hin höfum rumskað til fulls. Nú er Sigurjón orðinn sjötugur og ég Sigurjón Kjartansson geng til hans á skrifstofuna og ónáða hann með nokkrum spurningum. Hann er að blaða í launaspjöldum, fyrirmann- legur að vanda, andlitið sólbrúnt, hárið silfurhvítt og mikil sálarró í öllu hans fasi. Ég spyr hann fyrst um starfs- mannahaldið. — Ég er búinn að vera hér í 10 ár og kann vel við starfið. Þetta er margbrotn- ara en í fljótu bragði sýnist. Sumir eru á tímakaupi, sumir fá greidd laun óreglu- lega og svo er eitt og annað, sem þarf að plokka af laununum eins og þú kannast við. Og Reykjavík, jú, ég hef fest rætur hérna, hef alltaf kunnað vel við mig syðra. Ég var hér í Kennaraskólanum í fjóra vetur, 1909—12. Þá var heldur erfitt með kennarastöður, en Bjarni bróðir minn var kaupfélagsstjóri í Vík, og hann bauð mér vinnu. Ég tók því fegins hendi, en það var með þeim fasta ásetningi að flytjast þaðan aftur suður sem fyrst. En það tognaði á þessu með veruna í Vík — já, það urðu víst 36 ár. Bjarni bróðir minn lét af kaupfélagsstjórn fyrir 1930 og mér stóð embættið til boða, en hafði ekki á- huga á því. Þórður Pálmason tók þá við í 4 ár, en þegar hann fór, komst ég ein- hvern veginn ekki hjá því að taka við kaupfélaginu. Það var árið 1932 og krepp- an mikla í algleymingi, miklir þrenginga- tímar og útlitið óglæsilegt. Það ár varð reksturshalli á kaupfélaginu. — Hvað er þér minnisstæðast frá þess- um tímum? — Það, sem ég man lengst eftir, er þeg- ar ég þurfti að neita, þegar heimilisfað- irinn kom og bað mig um lán og ég vissi, að heima fyrir var ekkert til. Það var erf- itt, en fyrstu árin varð ég að gera þetta, annars hefði allt lent á köldum klaka. Þú spyrð, hvort ég sakni þess. Nei, það get ég varla sagt, ekki kaupfélagsstjóra- stöðunnar. Þetta var áhyggjusamt, og ég var í aðra röndina feginn að losna. Þó hafði það sínar björtu hliðar. Þetta var ekki langt frá mínum bernskuslóðum, ég fæddist og ólst upp í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum. Það er næsti bær fyr- ir vestan Skóga. Ég á margar ánægjuleg- ar minningar frá Vík, og sárar líka. Það er eins og gengur. Þar kynntist ég konu minni, Höllu Guðjónsdóttur. Hún var þaðan úr plássinu. Við eignuðumst tvö börn, Guðbjörgu, sem nú er búsett í Dan- mörku og Kjartan, sem lézt 1945. Konan mín lézt einnig árið eftir og ég var að- eins tvö ár í Vík eftir það. Ég kveð Sigurjón, og þegar ég geng frá honum, koma mér í hug orð Jóns bisk- ups Ögmundssonar: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Ég veit, að svo mun fleirum finnast, og hvað er gæfa, ef það er ekki að ávinna sér slíkan dóm samferðarmannanna. Nemendasamband? Nokkrir nemendur Samvinnuskólans frá Bifröst hyggjast gangast fyrir stofn- un nemendasambands allra útskrifaðra nemenda úr Samvinnuskólanum. Er hér um að ræða félagsskap, sem einkum hyggst beita sér fyrir vexti og viðgangi Samvinnuskólans og jafnframa að stuðla að nánari kynnum meðal eldri og yngri nemenda. Er þess einkum vænzt, að eldri nemendur verði virkir þátttakendur. í þeim tilgangi er meðal annars ætlunin að halda árlegan „nemendadag" að Bif- röst, þar sem gamlir skólafélagar gætu hitzt og rifjað upp gömul kynni. Er þess einkum vænzt, að gamlir nemendur, út- skrifaðir úr Reykjavík, verði virkir þátt- takendur. Stofnfundur verður haldinn í byrjun sept. í samkomusal Sambandshússins í Reykjavík og mun hann verða auglýst- ur nánar bæði í blöðum og útvarpi. Skemmtikvöld verða haldin öðru hverju í Reykjavík. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.