Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 4
FELIX ÓLAFSSON, kristniboði í Konsó í Eþiopíu, segir frá kynnum sínum af frumstæðum þjóðflokku m I LANDI BLAMANNA ___ • í landafræði Bjarna Sæmundssonar er Bláland eða Eþíópía kynnt fyrir ís- lenzkri menntaæsku með nákvæmlega 125 orðum. Svipaða klausu hef ég rek- izt á í norskri kennslubók. iMeira virð- ist ekki vera talið nauðsynlegt að Norð- urálfubúar viti um þetta fjarlæga fjalla- land. Þetta kann einnig að hafa nægt mönnurn fyrir einum til tveimur áratug- um síðan. Þá var heimurinn ennþá svo stór, að Svartálfa hvarf í ómælanlegri fjarlægð. En nú horfir öðruvísi við. Menn skreppa nú í Landrover umhverf- is jörðina sér til hugarléttis, ef þeir eru i ástarsorg, og í þriggja vikna sumarfrí til Eþíópíu eða Ghana. Arftakar Vasco de Gama og Kólumbusar, sem ekki láta sér nægja að troða fornar slóðir, undir- búa nú leiðangra út fyrir takmörk heims- kringlu. A okkar dögum er það jafn nauðsynlegt og sjálfsagt. að menn þekki eitthvað til þeirra, sem búa suður við miðbaug, og að bóndinn viti hver býr á næsta bæ. Hér kemur einnig annað til greina. Eþíópía hefur á síðustu áratugum vakið á sér alheims athygli sem eitt merkasta land Afríku. Þar er fjölbreytt og fögur náttúra, og dugmikil þjóð með sérstæða sögu. Eþíópía er eina ríkið í Austur-Af- ríku, sem aldrei hefur lotið erlendu valdi að frátöldum hernámsárunum fimm, þeg- ar ítalir sátu þar í óþökk allra góðra manna. Um langan aldur var Eþíópía lokað Felix Ólafsson er fæddur í Reykjavík 20. nóv. 1929. Hann lauk gagnfræðaprófi og fór að því búnu á kristniboðsskóla norska lútherska kristniboðssambands- ins. Þar var hann í 6 vetur, en kom heim á sumrum og vann alla algenga vinnu. Felix var ákveðinn í að gerast trúboði. Hann sigldi tU Englands og var þar í tæpt ár við enskunám. Síðan hélt hann förinni áfram til Konsó í Eþiópíu ásamt konu sinni, Kristínu Guðleifsdóttur. Þau voru fyrst í ár í höfuðborginni, Addis Abeba, við amariskunám. Þá fyrst þóttist Felix geta hafizt handa um sjáift kristni- boðið og við það unnu þau hjón í hálft f jórða ár. Starfið var mjög erfitt og nú er Felix heima til hvíldar, en hugsar aftur til hreyfings næsta vor. Kristniboðssam- band tslands á trúboðsstöðina í Konsó og rekur hana. land, umgyrt brennheitum eyðimerkur- söndum og hrikalegum hömrum. Nú eru þar allar dy'r upp á víða gátt. Menn sjá þar framsækna þjóð, sem að vísu hefur sofið í þúsund ár. en er nú að vakna og beitir sér af alefli fyrir hvers konar framförum. Og hver þorir að tala háðu- lega um Eþíópa þrátt fyrir Þyrnirósu- svefn þeirra? Voru þeir ekki voldug þjóð löngu áður en sögur fara að gerast hér norðurfrá? Þeir áttu Núbíu á dögum Forn-Egypta og höfðu mikil mök við ná- granna sína fyrir norðan. Stórveldi forn- aldarinnar Iiðu hjá eins og kvikmvnd, ríki Persa, Alexanders rnikla og Róm- verja. Eþíópar horfðu aðeins á. Þeir Þessir fossar eru í Bláu-Níl, þar sem hún fellur úr Tsana-vatninu. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.