Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 7
þeirra er allt vaxið fögrum gróðri, þar rignir tiltölulega oft og fæða manna vex svo að segja af sjálfu sér. Þeir lifa af mjöli innsettrjánna, en það eru tré mjög lík bananatrjám í liinu ytra, en þau bera ekki ávöxt. Aftur á móti fæst þetta mjöl úr stofni þeirra og er það ágæt fæða. Þá vex þarna mikið af kaffi, svo að Sída- momönnum er engin vorkunn. Derassa og Gudji búa á milli Sidamo og Boranna. Þeir eru bændur, herskáir mjög. Allir nágrannaþjóðflokkarnir óttast Gudji, þegar þeir eru í vígahug. Boranna er hirðingjaþjóðflokkur, sem flakkar um hina víðáttumiklu Borannasléttu með skepnur sínar. Þeir berjast stöðugt inn- byrðis um vatnsból og beitilönd. Þeir eiga beztu veiðilönd Eþíópíu. Þar eru ljón, hlébarðar, strútar og zebra, apar, gazellur og antilópur, akurhænur og sandhænur og fjöldinn allur af öðrum dýrum, sem veiðimenn hafa gaman af að eltast við. Fyrir norðvestan þá búa svo Konsomenn í hrjóstrugum og skorpnum fjallshlíðum, sem þeir hafa ræktað af stakri seiglu og atorku frá rót- um og upp úr. Gato- og Gidole-þjóð- flokkarnir búa fyrir norðan þá. Þeir eru friðsamir bændur og fer vel á með þeim og Konsomönnum. En til þess að fá sem sannasta mynd af landi og lýð verðum við nú að beina athygli okkar norður á við. Fyrir norð- an Addis Abeba eru söguríkustu fylki landsins. Þar er Eþíópía fornaldarinnar. Það er ágætur bílvegur norður, eftir því sem gengur og gerist á þessum slóðum, en hann er ótryggur vegna ræningja. Þeir levnast í hrjóstrugu fjalllendi Tigre, sem er nyrzta fylki landsins. Þar stöðva þeir bílana og ræna öllu steini léttara af ferðamönnum, jafnvel fötunum, sem þeir eru í. Ekki hika þeir við að hleypa af skoti, ef einhver kynni að sýna mótþróa. í Tigre er þéttbýli mikið og er Tigre- þjóðflokkurinn þar fjölmennastur. Með- limir hans eru skapmenn miklir, en á- ræðnir og duglegir. Þeir eru náskvldir Amhörunum. Einu sinni var Tigre þungamiðja ríkisins, og aldrei hefur veg- ur þess verið meiri en þá. Og enn er þetta fylki háborg koptisku kirkjunnar. Hér eru borgirnar Axum og Adua. í Adua sigruðu Eþíópar árið 1896 Þeirri smán gleymdu ítalir aldrei. Axum er nú hrörlegur bær og rækilega hefur máðst yfir spor hinna voldugu fornaldarkon- unga. Sú var tíðin, að rómverskir keis- arar töldu það ómaksins vert að eiga vingott við þjóðhöfðingjann í Axum. T. d. er til lýsing á hirð hans rituð af Júlíani nokkrum, sérlegum sendimanni Jústus keisara. Nú er allt hrörlegt og fátæklegt. Víða er land hrjóstrugt í Konso, en íbúarnir hafa engu að síður ræktað það af mik- illi kostgæfni. Þeir byggja stalla í fjallshlíðarnar fyrir akrana. Skítugir moldarkofar með stráþaki eru um allt, en á milli þeirra gnæfa rústir hinnar fornu menningar, obeliskurnar. Hæsti steinninn, sem enn er uppi stand- andi, er 23 m. á hæð, en lang hæsti steinninn hefur verið um 39 m. Hann liggur nú á jörðinni, brotinn í fimm hluta. Þarna er Sionskirkjan. Hún er ólíkt yngri en steinarnir, sem sennilega eru reistir löngu fyrir Krists burð. En kirkj- an er gömul á okkar mælikvarða. Tyrk- ir brenndu hana á miðöldum, en hún var fljótlega reist aftur og hefur staðið síð- an. Þetta er helgidómur koptanna. Eng- in kona má stíga fæti inn í hana. Þarna er sagt, að sáttmálsörkin fræga með lög- málstöflum Móse sé varðveitt. Eþíópar segja langa sögu af því, hvernig örkin hafi hafnað þarna, en það fylgir með, að hún sé ekki til sýnis. Flestir koptar munu þó trúa sögunni, enda má sjá lík- an af örkinni í hverri koptiskri kirkju landsins. — Og þarna var aðsetur kon- ungsins, er tveir ungir fangar voru færð- ir til hallarinnar. Þeir höfðu verið á skipi, sem ræningjar tóku í Rauðahafi. Engir komust lífs af nema piltarnir tveir. En þeir voru frá Sýrlandi, vel menntað- ir og kristnir. Þeir urðu boðberar Krists í Axum. Annar þeirra sneri aldrei aftur, en varð síðar fyrsti biskup Eþíópíu. En hvar er nú Axum, þín fornaldarfrægð? ÞÚ, sem eitt sinn hýstir konunga, hefur nú ekki húsaskjól fyrir vegmóða ferða- menn. A milli Tigre og Shoa, en svo nefnist fylkið umhverfis Addis Abeba, liggur Wollo. Þar rekst ferðamaðurinn á und- arlegustu mótsetningar þessa dularfulla (Framh. á bls. 18) Konsó-kona ber heim eldivið. Konur af þjóðflokki Bórana. SRMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.