Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 8
Við erum aldeilis heppnir með veðrið, kútakútur, sagði bankamaðurinn. UNDIR DÓMNUM Eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi Fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Samvinnunnar 1958 Nú er vagninn farinn. Hann hefur staðið undir glugganum hérna fyrir handan síðastliðin sex ár, en nú er hann farinn. Oskukarlarnir tóku hann í morgun, að beiðni frúarinnar á hæðinni. Enda var lokið erindi hans þarna við gluggann. Svo er mál með vexti. að maðurinn á ekki lengur heima í kjallaranum. Hann er setztur að í kirkjugarðinum. Vagninn á hauginn, maðurinn í garðinn — þannig fylgdust þeir að. ekki aðeins í blíðu og stríðu, heldur einnig í lífi og dauða. Ef svo rná komast að orði. Þeir urðu samfex-ða hingað í hverfið. Það var einn haustdag síðla. undir bliku- skýjum, að þeir komu neðan götuna; og bi’éfsnifsi vegarins dönsuðu kringum þá í vindinum. Maðurinn settist að í kjall- aranum hérna á móti, en vagninn bjóst um framan við gluggann og hafði segl- brigði vfir sér. Síðdegis næsta dag fóru þeir út að ganga. Þeir gengu út daglega xipp frá því, þegar snjóar hömluðu ekki — maðurinn og vagninn. Við vorum al- veg höggdofa yfir því, hvað þeir gengu mikið. Unz sannleikurinn varð lýðum Ijós. Þegar þeir komu í hverfið, var vagn- inn hérumbil nýr, en maðurinn á að gizka þrjátíu árum cldri. Þeir eltust sam- an hér í hverfinu. Þó entist vagninn miklu verr: undir lokin sýndist hann snöggtum eldri en maðurinn. Nú eru þeir báðir búnir — farnir sína leið. Það er ekki gott að segja. hver flytur í kjallar- ann. En það er nxerkilega óviðfelldið að horfast svona í augu við galtóman glugg- ann. Þetta var bankamaður og bai'navagn. Þeir urðu senn á hvers rnanns vörum í hverfinu. Hann fæddist undir dómi, eins og við öll. Hans dómur var sá, að hjarta hans skvldi vera skjálfandi reyr — unz óbæt- anlegur harmur hefði níst það. Þess- vegna grét hann í lífinu, löngu eftir að þeir voru hættir, sem fæddust undir öðr- um dórni. Hann grét til dæmis, þegar Teikningar eftir Kjartan Guðjónsson hann varð fjórði lægstur upp úr vei'zl- unarskólanum. Honurn féll þungt að vera svona gerður. Stundum táraðist hann yfir sínum eigin tárum. Hvenær yrði hann maður með mönnum? Þó brosti hann annað veifið, um það bil sem hann gifti sig; en þegar hversdagsleikinn gerði aðsúg að þeim hjónunum, bugað- ist hjarta hans stundum í einrúmi. En einn dag á þiúðja ári sagði konan hon- um, að hún færi víst eigi einsömul. Þá dýpkaði blikið í augum hans, eins og þegar blánar af hlýjum þey í lofti. Hið ófædda barn varð honum ljúfast um- hugsunarefni fiá þeirri stund. Hann dreymdi það um nætur. Hann fylgdist með því af velþóknun, hvemig konan þykknaði undir belti — og fannst hann vera maður með mönnum. Augu hans urðu djúp og djúp. — Hvort viltu heldur það verði dreng- ur eða stúlka? sagði hann. — Stúlka, svaraði hún. En þú? — Eg get ekki gert það upp við mig 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.