Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 11
r Krotað á spássíu * Iskyggilegt aldarfar Eftir Gunnar Efnahagsrask það og að því er virðist óstöðvandi gjaldeyrisfár, sem hringavitleysa tveggja heimsstyrjalda hleypti svo rækilega af stað, verður að teljast kjalsog eitt samanborið við þá flóðöldu, er skall af fullum þunga á siðgæðiskennd almennings og veikum varnargörðum fálmandi réttar- og velfarnaðarþjóðfélaga um heilbrigði hugarfarsins og drög þau að mann- helgi og manngöfgi, sem trúarbrögð og heimspeki hafa frá örófi alda basl- að við að græða og hlúa að — villu- ráfandi að vísu og oftsinnis afvega- leidd af mannlegum breyskleik ýmiss konar — til sundurgreiningar á skyn- lausum skepnum og vitverum. í sporaslóð harðsnúins ófriöaráróð- urs rann sauðþæg hagnýting lyga og yfirdrepsskapar, landfarssótt, sem hefur slegið mannssálina fúasárum miklu víðar en augljóst er og líklegt þykir, jafnvel svo að margur maður- inn er þegar hættur að kunna, hvað þá vilja segja satt. Á meinsemdir holdsins herja tækni og vísindi enn sem fyrr með árangri, sem ósjaldan nálgast furður fornald- ar. Um heilsufar andans, sem holdinu stjórnar eða stjórna bæri, er síður skeytt, enda afneita sumir af þeim er hreykja sér hæst, tilveru hvers þess, sem ekki er það áþreifanlegt, að það verði skýrum orðum greint og til mergjar krufið vísindalega. Mætti því segja, að niðurlögum holdsveikinnar hafi að vísu verið ráð- ið, en beinátunni slegið inn og meira að segja berklarnir bjargað sér yfir á andlega sviðið. Mér er það minnisstætt, hve mjög okkur krökkunum á fermingaraldri rann til rifja umstang Bretans í Bú- landi, og lauk því þó þann veg, að bú- ið var að þjóðhetjunum sem vera bar og þeir í heiðri hafðir, ekki hvað sízt af fyrri andstæðingum; og heima hjá okkur á Ljótsstöðum var piltur, sem til áafmáanlegs heiðurs frönskum her- manni sem níðst hafði verið á sak- lausum, lét fyrirhugað fjárhundsefni heita í höfuðið á honum. Hvar í ís- lenzkri sveit mundi í dag smaladreng- ur, væri stéttin ekki þegar Iiðin undir Gunnarsson lok, sem er líklegur til í andsnúinni veröld að hefjast handa um að rétta hlut hrakins mannkyns á jafneinfald- an og virðulegan hátt? Sé það sakleysi og sú reisn hugarfarsins, sem að baki býr hermennsku af því tagi týnt og tröllum gefið, kynni það að vera ein af ástæðunum til þess, að svo illa er kom- ið, og varla sú veigaminnsta. Af nýliðnum atburðum og umsögn- um þar af leiðandi er raunar ljóst, að enn lifir með þjóð vorri réttlætiskennd, sem öllu á botninn hvolft er betri auð- ur og farsælli en gróin tún og gjöful fiskimið, og er þá langt til jafnað. Fá- læti íslenzkra ungmenna um alheims- vanda er eigi að síður áhyggjuefni, að ekki sé minnzt á skemmdarfýsn þá, sem ljósastaurar og vegamerki vitna um eða afbrotahneigð, sem virðist í örum vexti. Eiga foreldrar barnanna þar að vísu óskipta sök nema meiri sé, en verði ekki hið skjótasta ráðin bót á slíku reginmeini, er ógæfu lands og þjóðar til óvinafagnaðar boðið og mun ekki láta á sér standa. Sá er og hængur á, að glöggskyggn- in á rök og aðdraganda illbærilegra tíðinda er ekki jafnalmenn og óbrigð- ul og æskilegt væri. Til eru menn á meðal vor og þeir helzti margir og á- hrifameiri en hollt mun reynast, er hlusta heillaðir á vaðal óhlutvandra stjórnmálatrúða eða þegja við hálf- huga og láta margafhjúpuðum grimmdarseggjum haldast uppi að trana fram blóði stokkinni nekt sinni sem goðskrúða menningar og mann- úðar. Að vísu bregðast sumir þeirra allhart við fyrirfram auðsénum afleið- ingum, svo sem þá er hnífur snertir mænu, en það er kisuþvottur og ann- að ekki að ætla að skafa af sér vott- festa samsekt með hálfgildings mót- mælum, þegar bezt (eða verst) lætur, yfirlýsingum sem enginn tekur alvar- lega og varla sjálfir þeir, þar sem þeir þó eftir sem áður hanga tvíráðir við sama heygarðshornið og sem annar fénaður biða þess sem verða vill. Að hafin sé sláturtíð til hátíðabrigða í heljartómlætinu austan tjalds er annars vart tiltökumál og mun ekki verða, á meðan kommúnistar eða „lýðræðissinnaðir sósíalistar“, er sig svo kalla, ráða þar lögum og lofum studdir af leppdeildum hnöttinn um kring svo rækilega, að vitna mætti í innlendar bókmenntir um ágæti og óbrigðulleik gerzks réttarfars. Þrátt fyrir skeleggan áróður sem aldrei linnir, enda ekki af vanefnum ger, fækkar með ári hverju þeim mönnum íslenzkum, er telja sér henta eða treysta sér til að vera við bendlað- ir griðrof, afhöfðun og hengingar manna, sem ef að líkum lætur eiga sér uppreisnarvon óðara en henta þykir og annan austrænan fláttskap. Að til skuli vera þó nokkrir drjólar þeirrar tegundar er ömurlegt fyrir- bæri tímamóta, sem á paðreimi valda- átaka sem fásinna væri og ofrausn að telja til eiginlegra stjórnmála hafa reynzt gjöful svo við jaðrar forspá um þá aplaburði andans, sem fróðir menn telja eiga holgun vísa á næsta leiti sem dætur og syni óhemjandi öf- ugvísinda, og mun þá gefast á að líta. Um níðingsverk sem önnur ódæmi er þó það allra versta, að hver dregur dám af sínum sessunaut. Þess þótti verða vart í styrjaldarlok, að sumum fórnarlömbunum hætti til að bregða fyrir sig aðgerðum, sem baráttan hafði staðið um að gera útlægar úr mann- heimum og þau sjálf harðlega for- dæmt. Var þar um smitun að ræða, enda munu ekki allar fyrirtektir sig- urvegaranna endast þeim til varan- legs frama, svo sem að heiðarlegir og vel menntir vestmenn samsætuðu ó- (Framh. á bls. 23) I I SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.