Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 14
emsson, Burstarfelli og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Seinni fundardag voru meðal ann- ars samþykktar breytingar á lífeyris- sjóði SIS, samþykkt að fjölga í fram- kvæmdastjórn SÍS í 7 menn vegna þeirrar breytingar, að útflutningsdeild hefur verið skipt í tvennt, milli land- búnaðarafurða og sjávarafurða, ráð- stafað tekjuafgangi o. fl. Síðan var umræðum haldið áfram og lagði Garð- ar Halldórsson, Rifkelsstöðum, fram ályktunartillögu um gjaldeyri til kaupa á varahlutum í landbúnaðar- tæki, sem samþykkt var; Valgarð J. Ólafsson lagði fram tillögu um mat á ferskfiski, sem einnig var samþykkt, og flutti greinargerð um hrossaút- flutning; loks tóku til máls: Eysteinn Jónsson, Ragnar Ólafsson, Rej^kjavík, Hjörtur Helgason, Sandgerði, Eiríkur Þorsteinsson, Þingeyri, Björn Stefáns- son, Siglufirði, Helgi Þorsteinsson frkvstj. og Erlendur Einarsson. I fundarlok kom Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra, á fundinn og flutti þar erindi til þess m. a. að varpa fram þeirri hugmynd, að gerð yrði stytta af Hallgrími Kristinssyni. Loks fóru fram kosningar, og voru þeir Jakob Frímannsson og Þorsteinn Jónsson endurkjörnir í stjórn, en þeir Fulltrúar þriggja nágrannakaupfélaga norðanlands. Frá vinstri: Sveinn Guðmunds- son, kaupfélagsstj. Sauðárkróki, Karl Hjálmarsson, kaupféiagsstj. Hvammstanga, og Jón Baldurs, sem nú í vor Iét af kaupfélagsstjórastjórn í Kaupfél A.-Húnvetninga. Vestfirzkir samvinnumenn á aðalfundin- um: Kristján frá Garðsstöðum og Pétur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaup- félagi Arnfirðinga á Bíldudal. Finnur Kristjánsson, Eiríkur Þor- steinsson og Bjarni Bjarnason í vara- stjórn. Endurskoðandi var kjörinn Ól- afur Jóhannesson og til vara Guð- brandur Magnússon. Kosið var einn- ig í ýmsar fleiri trúnaðarstöður. Rætt um æðarvarp og söng og sitthvað fleira. Ólafur á Heilulandi t. v. og Ingi- mundur Árnason á Akureyri, í miðju. Sunnlenzk yfirvöld, Páll Haiigrímsson, sýslumaður Árnesinga og Björn Björns- son, sýslumaður Rangæinga, til hægri. Tillögur samþykktar af aðalfundi SÍS: Tillaga Garðars Halldórssonar, Rifkelsstöðum: Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, haldinn að Bifröst 12. og 13. júní 1958, átelur harðlega hve naumur gjaldeyrir hefur feng- izt til kaupa á varahlutum í landbúnaðarvélar að undanförnu. Skorar fundurinn á ríkisstjórn Islands og bankana að hlutast til um, að jafnan sé fáanlegur gjaldeyrir til varahlutakaupa í landbúnaðarvélar, svo að innflytjendum þeirra sé gert mögulegt að panta nægar birgðir til sum- arsins, fyrir febrúarlok ár hvert. Tillaga Valgarðs J. Ólafssonar: Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, haldinn að Bifröst 12. og 13. júní 1958, ályktar að nauðsyn beri til þess að koma á ríkis- mati á ferskfiski hið allra fyrsta, og felur framkvæmdastjórn Sambands- ins að skipa mann eða menn til þess að undirbúa málið og vinna að framgangi þess með fulltrúum annarra fisksölusamtaka, sem leggja vilja málinu lið. v____________:__________________________________________________________, 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.