Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 15
Lýðræðið í samvinnufélögunum Eftir Benedikt Gröndal Hafið þið, góðir fundarmenn, gert ykk- ur það ljóst, að Jón Sigurðsson forseti sagði fyrir um eitt af alvarlegustu vanda- málum samvinnuhreyfingarinnar nú á dögum í grein, sem hann skrifaði fyrir tæplega 90 árum — áður en elzta kaup- félagið var stofnað? í hinni frægu ritgerð sinni um verzl- unarfélög, er hann birti 1872, sagði Jón Sigurðsson þetta meðal annars, er hann ræddi helztu mótbárur gegn stofnun verzlunarfélaga: „Vjer verðum enn að fara nokkrum orðum um þann ótta, sem sumir þykj- ast hafa, að ef verzlunarfjelögin yrðu drottnandi, þá mundu þau einoka verzlunina miklu ver en nokkur kaup- maður nú, því opt heyra menn það á íslandi, að enginn sje verri blóðsuga á löndum sínum í kaupum og sölum heldur en íslendingar, þeir sem gefi sig að verzlun.“ Ef við athugum viðhorf almennings í landinu til samvinnufélaganna nú, hljótum við að komast að þeirri niður- stöðu, að einmitt þetta atriði er þar eitt alvarlegasta vandamálið. „Óttinn“ frá 1872 er meiri nú en nokkru sinni og honum er sífellt haldið vakandi af mestu og illkvittnustu áróðursvél, sem til er í landinu. Það er vissulega sagt, að sam- vinnufélögin — og alveg sérstaklega Sambandið — séu drottnandi og einoki eða vilji einoka sem mest af verzlun og framleiðslu landsmanna. Ég man að vísu ekki, hvort orðið „blóðsuga“ hefur verið notað um forráðamenn samvinnufélag- anna, en mörg önnur litlu betri á nútíma vísu. Jón Sigurðsson lét ekki óttanum um verzlunarfélögin ósvarað, heldur hafði á reiðum höndum svar. Og hvað var það, sem Jón Sigurðsson taldi fullnægjandi svar við óttanum um drottnun, einokun og blóðsugu verzlunarfélaganna? Ein setning skýrir kjarna málsins: „Þegar fjelögin væru í fullu fjöri og nálega hver maður í hjeraðínu ætti þátt í þeim, meiri eða minni, þá gætu slík fjelög aldrei orðið einokunarfjelög, vegna þess beiniínis, að þau gætu eng- an einokað nema sjálf sig . . . .“ Þarna hafði Jón forseti komið auga á eitt höfuðeinkenni samvinnufélaganna — lýðræðið eða hið lýðveldislega fyrir- komulag, eins og Sigurður á Yztafelli kallaði það. Jón taldi þessa skipan, yfir- ráð félagsfólksins yfir félaginu, íullnægj- andi svar við öllu tali um drottnun, ein- okun og blóðsugu. En gerum við, sem nú störfum í sam- vinnufélögunum, okkur þetta nægiiega ljóst? Höfum við haldið iýðræðinu í sam- vinnuféiögunum vakandi, eins og okkur ber að gera? Hefur lýðræðið í félögunum aukizt eða minnkað í okkar starfstíð? Við skulum staðnæmast við þessar spurningar og íhuga þær, eins og við eigum stöðugt að íhuga öll grundvallar- atriði í hreyfingu okkar. Vissulega eru hin lýðræðislegu skipu- lagsatriði kaupfélaganna og Sambands- ins óbreytt og í fullu gildi. Félagsmenn mæta á deildafundum, kjósa deildar- stjórnir, samþykkja reikninga, kjósa endurskoðendur og fulltrúa á aðalfund Sambandsins. Þar gerist nokkurn veginn hið sama. En það er ekki nóg, að engan líkams- hluta vanti. Líkaminn þarf að vera full- ur af lífi, fjöri og starfslöngun, stæltur og þjálfaður. Hann má ekki falla í deyfð og leti og safna spiki fyrir sakir aðgerð- arleysis. Það er alkunna, að við lifum á öld mik- illar efnishyggju, þegar hvers konar hugsjónir eiga erfitt uppdráttar, jafnvel þær, sem lúta að öflun efnislegra verð- mæta. Þess vegna eru ýmsar hættur á sveimi, og okkur ber að gjalda varhuga við þeim, áður en þær gera okkur al- varlegt tjón. OF LÍTILL ÁHUGI FÉLAGSFÓLKS. Ég þekki dæmi þess, að svo mikið líf hafi verið í kaupfélögum, að menn voru bornir á sjúkrabörum til að greiða at- kvæði — eða að þrír listar komu fram við kosningu deildarstjórnar í litlu sjáv- arþorpi. Ég veit einnig, að víða á landinu, sérstaklega til sveita, er vel mætt á kaupfélagsfundum. En hitt er því mið- ur allt of algengt í kaupfélögum, sem og margs konar öðrum félögum, að illa er mætt, áhugi félagsfólksins virðist lítill, fundir eru því sjaldan haldnir, oft ekki aðrir en þeir, sem lög beinlínis fyrir- skipa. Hið sama kemur fram í öðrum mynd- um á fundum hinna stærri samtaka, að- alfundum stærstu félaganna og sjálfs Sambandsins. Umræður hafa minnkað á seinni árum, fundarmenn láta sér nægja að hlýða á skýrslur hinna sérfróðu embættismanna, hvers á sínu sviði, og menn hæla sér af því að geta lokið fund- unum á æ skemmri tíma. Allt er þetta mjög hættuleg þróun, sem við verðum sérstaklega að stöðva og snúa við. Stjórnarmenn hinna ýmsu samtaka, kaupfélagsstjórar, forstjórar og fram- kvæmdastjórar, verða beinlínis að hvetja til aukinna umræðna, og koma þeim af stað, ef ekki verða aðrir til þess. Þeir verða að sjá til þess, að málefni séu skýrð fyrir leikmönnum og þeim gefinn kostur á að setja sig vandlega inn í þau. Það verður að hafa það, þó að einhver skammist eða sitthvað sé látið fjúka. í þessum efnum er ekkert eins hættulegt og lognið, áhugaleysið, kæruleysið. í þessu sambandi vil ég benda á, að sennilega þarf að breyta að einhverju leyti fundaháttum og fundaskipan, taka þar upp ýmsa nýbreytni í samræmi við breytta tíma og breyttan hugsunarhátt, og gera fundina veigameiri í augum áhugamanna. Bjóða má góðum fyrirles- urum til að tala um athyglisverð, lifandi, jafnvel umdeild málefni, sýna kvikmynd- ir, gefa kaffi og fleira slíkt. En höfuð- atriði eru umræðurnar um málefni fé- lagsins sjálfs. Til þess að vekja meiri at- hygli á þeim, mætti nefna einhver sér- stök umræðuefni í fundarboðun, til dæmis „Rekstur frystihússins" — „Eig- um við að koma upp kjörbúð?" eða eitt- hvað slíkt, í stað þess að tilkynna aðeins: „Aðalfundur, venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar, önnur mál, stjórnin." Þá vill verða mikill misbrestur á því, að forráðamenn félaganna láti fréttir af aðalfundi eða öðrum fundum berast um félagssvæðið eða til eyrna alþjóðar. Þetta Á aðalfundi Sambandsins í Bifröst í vor flutti Benedikt Gröndal al- þingismaður erindi um lýðræðið í samvinnufélögunum. Ræddi hann þar um ýmsar hliðar þess máls, áhuga og áhugaleysi félagsfólksins, ráð hinna launuðu starfsmanna og hins óbreytta félagsfólks, fundarhöld samvinnufélaga og fleira. Samvinnan telur erindi þetta eiga erindi til allra, sem áhuga hafa á samvinnumálum, og flytur því erindið í heild. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.