Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 16
er mjög nauðsynlegt til þess að gefa fé- lagsfólkinu tækifæri til að fylgjast með og vekja þannig áhuga þess á málefnum félagsins og hvetja það til að koma á næsta fund. Fjölritari er nú til í hverj- um barnaskóla, ef kaupfélögin eiga slík tæki ekki sjálf, og skrifa má slíkar frétt- ir í sendibréfsstíl, ef ekki eru ritsnjallir menn tiltækir, en skortur á þeim er vissulega enginn í landinu. Ég hef hér bent á nokkur atriði til þess að blása meiri lífsanda í lýðræðisskipu- lag kaupfélaganna, en kjarni þessa máls er að sjálfsögðu áhugi félagsfólksins. Hér á landi er þetta sérstaklega erfitt vanda- mál og skal ég nú nefna nokkrar ástæð- ur þess: í fyrsta lagi hefur ríkisvaldið tekið að sér það hlutverk að halda verðlagi niðri með ströngu verðlagseftirliti og þar með gert kaupfélögunum, sérstaklega í kaup- stöðum, ókleift að hæna að sér fólk með miklum endurgreiðslum. í öðru lagi hafa allmargar kaupfélags- verzlanir á íslandi litla eða enga sam- keppni. Slík aðstaða opnar kaupfélagið fyrir margvíslegri gagnrýni og gerir sam- búð þess við félagsfólkið vandasama. í þriðja lagi eru kaupfélög okkar mikl- ir þátttakendur í atvinnulífinu og því miklir atvinnuveitendur. Það er því al- gengt, að félagsmenn séu einnig starfs- menn kaupfélagsfyrirtækja, en sambúð atvinnurekanda og starfsmanns er allt annað en samband óbreytts félagsmanns við félag sitt. Fyrsta niðurstaða mín er því sú, að það þurfi að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að auka áhuga félagsfólksins á starfi kaupfélaganna og fá það til að taka virkari þátt í fundum og öðru starfi. Vissulega er margt gert, sem stefnir að þessu marki, fræðslu haldið uppi á ýmsan hátt og rekinn áróður. En þetta er engan veginn nóg. Þetta starf þarf að auka í kaupfélögunum sjálfum, og fólkið verður að finna lifandi áhuga hjá for- ráðamönnum hvers félags á aukinni þátttöku þess. Hér er um að ræða sjálft fjöregg kaupfélaganna. Ef sambandið milli félaganna og fólksins rofnar, þá er hætta á ferðum. ÁHRIF LEIKMANNA OG STARFSMANNA. Lýðræðið í samvinnufélögunum á fleiri vandamál en áhuga eða áhugaleysi fé- lagsfólksins á hverjum stað og tíma. Er- lendis hafa samvinnumenn opin augu fyrir því, hvernig völd og áhrif í hreyf- ingunni skiptast annars vegar milli hinna óbreyttu liðsmanna og hins vegar milli hinna launuðu starfsmanna. Hér á landi mun lítið hafa verið um þetta rætt, og er því full ástæða til að vekja máls á þessu atriði. Eftir því sem samvinnufélögin hafa stækkað og verkefni þeirra orðið flókn- ari og margvíslegri, hefur þörfin fyrir sérmenntaða starfsmenn í ábyrgðarstöð- um orðið meiri og það orðið óhjákvæmi- leg að fá sterka stjórnendur. Það telst íil undraverðra viðburða nú á dögum, þegar bóndi á miðjum aldri gengur frá sauðfé sínu og tekur að sér framkvæmda- stjórn kaupfélags, eins og Jakob Hálf- dánai'son og þeir félagar gerðu fyrir þrem aldarfjórðungum. Háttur tæknialdarinn- ar er að taka bóndasoninn kornungan og þjálfa hann árum eða jafnvel áratug- um saman í skólum og skrifstofum í mörgum löndum, áður en hann getur tekið að sér hinar æðstu ábyrgðarstöður. Eftir því, sem hinir sérmenntuðu og launuðu starfsmenn samvinnufélaganna hafa orðið fleiri og valdameiri, hefur aukizt sú hætta, að leikmenn — hinir ó- breyttu félagsmenn — falli í vaxandi mæli í skugga þeirra, láti sér nægja að hlusta á tæknilegar skýringar um starf- semina og rétta upp hendina. Þessi þró- un felur í sér miklar hættur í lýðræðis- legri hreyfingu, sé of langt gengið. Hér á landi er þessi hætta vissulega fyrir hendi. ÞaS er ástæða til að ætla, að andstæðingum samvinnuhreyfingar- innar hafi orðið mikið ágengt í því að telja landsfólkinu trú um, að lýðræði samvinnufélaganna sé aðeins innantóm orð, en öll ráð séu í höndum fárra emb- ættismanna. Því er óspart haldið á lofti, að hin volduga samvinnuhreyfing okkar fái alltof mikil völd í fárra manna hend- ur og þetta virðist festa rætur í hugum alltof margra, þrátt fyrir hið Iýðræðis- Iega skipulag. Nú er það svo, að við verðum að ganga varlega um dyr þessa vandamáls. Þrótt- miklir starfsmenn í ábyrgðarstööum eru lífsnauðsynlegir samvinnufélögunum og ein höfuðástæða þess, hve miklum ár- angri þau hafa náð hér á landi. Þessu megum við ekki fórna, þótt við reynum að gera veg leikmannsins — hins ó- breytta áhugamanns ■— nokkru meiri en hann hefur verið. Ég vil nefna eitt dæmi um þetta at- riði, dæmi, þar sem ég tel, að nokkrum breytingum megi við koma. Aðalfundur Sambandsins er æðsta stofnun þess og því æðsta stofnun sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu. Sú eðli- lega venja hefur skapazt, að kaupfélags- stjórar þykja sjálfsagðir fyrstu fulltrúar sinna félaga á þessum fundum, enda eru þeir öllum hnútum kunnugastir og þurfa starfs síns vegna að sitja fundinn. Afleiðingin af þessu hefur orðið sú, að jafnan er rúmlega helmingur allra full- trúa á aðalfundi SIS launaðir starfs- menn hreyfingarinnar og stundum eru þeir hreinlega í meirihluta. Þetta mundi samvinnumönnum í öðrum löndum þykja óeðlilegt hlutfall, en ég vil sérstaklega benda á eina hættu, sem er þessu sam- fara hér á landi. Af 56 kaupfélögum eru hvorki meira né minna en 34 svo lítil, að þau hafa aðeins einn fulltrúa. Þessi full- trúi er oftast nær kaupfélagsstjórinn, svo að það eru 34 kaupfélög í landinu — með 5.700 félagsmönnum — þar sem varla kemur fyrir, að áhugasamir félagsmenn fái tækifæri til að sækja aðalfundi hreyf- ingarinnar, sjá það, sem þar gerist, og taka þátt í störfum. Ég held, að það hljóti að vera nauðsyn- legt, að einhverjir, helzt sem flestir, af kjörnum forustumönnum hvers kaupfé- lags, komist í snertingu við aðalfund SÍS, kynnist þar málefnum, fái að segja sín- ar skoðanir, kynnast forustumönnum Sambandsins. Á þann hátt einan er hægt að tryggja, að fregnir berist til heima- vígstöðva af ýmsu því, sem þangað á að berast. Allt þetta er ekki sízt nauðsynlegt til stuðnings kaupfélagsstjórunum sjálf- um í starfi þeirra. Ef menn vilja sinna þessum hugleið- ingum mínum, vil ég mæla með, að það verði gaumgæfilega athugað, hvort ekki væri rétt, að banna launuðum starfs- mönnum kaupfélaganna og Sambands- ins að taka kosningu sem fulltrúar á að- alfund, en láta kaupfélagsstjórana eiga sæti á fundinum í krafti síns embættis með málfrelsi og tillögurétti. Þá er rétt að minna á þá staðreynd, sem oft hefur verið bent á, að konur eru sjald- séðir gestir á aðalfundum SÍS, þótt sam- vinnuhreyfingin eigi mikið undir vinsemd kvenþjóðarinnar. KAUPFÉLAGSST J ÓRA- FUNDIR. Sá háttur hefur verið tekinn upp hjá Sambandinu nokkur undanfarin ár, að halda sérstaka kaupfélagsstjórafundi, 2 —3 árlega. Þetta hafa reynzt mjög nauð- synlegir og oft gagnlegir fundir fyrir starf Sambandsins og félaganna, en sú hætta vofir yfir með slíkri þróun, að all- ar umræður færist inn á svið, þar sem eingöngu sitja launaðir starfsmenn, en alls engir úr þeim hópi félagsfólksins, sem ræður málefnum hreyfingarinnar. Sérstaklega hefur það komið í Ijós, að kaupfélagsstjórafundur daginn fyrir að- alfund hefur dregið allmikinn þrótt úr aðalfundinum, þar sem helmingur allra aðalfundarmanna er þá búinn að fá út- rás og taka til máls, áður en fundurinn hefst, en allur þorri annara fundarmanna — leikmennirnir — missir af þessu með öllu. Mér er það gleðiefni, að forráðamenn Sambandsins hafa vikið frá þessum sið í ár og ekki haldið kaupfélagsstjórafund á undan aðalfundi, enda þótt ágætur kaupfélagsstjórafundur væri haldinn fyrr á árinu og annar verði vonandi fyr- ir árslok. Ýmsir fulltrúar, sem setið hafa á aðal- fundi SÍS, hafa kvartað undan því, að fundartími væri stuttur og því erfitt að ræða einstök mál vandlega, enda allar skýrslur ræddar í einu lagi. Þennan vanda er erfitt að leysa nema gera úr fundinum samvinnuþing, sem starfaði í heila viku og ynni í nefndum. Ekki er ég (Framk. á bls. 18) 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.