Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 17
Jónas Jónsson frá Hriflu: BRAUÐ OG ANDI Kaupfélag Þingeyinga hélt aðalfund sinn á Húsavík 5. og 6. maí s.l. Venju- lega hefur þetta gamla og góða kaupfé- lag látið aðalfund sinn standa í 3 daga og látið skiptast á umræður um fjármál og það, sem kalla mætti andleg málefni. Nú þegar snjór er í Þingeyjarsýslu á túnum fram í júníbyrjun, var eðlilegt að fundurinn væri í styttra lagi vegna anna bænda heima fyrir, en þrátt fyrir það er fundur þessi að ýmsu leyti merkilegur og verður hans því minnzt hér til athug- unar og vakningar góðu fólki annars stað- ar á landinu. Fjármál voru eins og vant er í góðu lagi. Félagið hafði selt er- lenda vöru fyrir rúmlega 25 milljónir. Tekjuafgangur til félagsmanna 420 þús., sem skiptist milli sjóða og beinnar end- urgreiðslu. Tekjuafgangur var 6%. Hæsta endurgreiðsla til einstaks manns var rúm- lega 2 þús. kr. Það er hinn gamli kaup- mannsgróði, sem heitir nú á lagamáli samvinnumanna tekjuafgangur. Félags- menn í Kaupfélagi Þingeyinga voru á- nægðir með rekusturinn. Viðskiptin voru fjölbreytt og margþætt og starfsmenn félagsins, bæði forstjóri og samverka- menn hans, hlutu þakkir félagsmanna fyrir mikil og góð vinnubrögð. Mikið líf- rænt samband er milli forstjóra Kaup- félags Þingeyinga og félagsmanna. Hann heldur með þeim langa og ýtarlega fundi í hverri deild. Stundum vara þessir fundir í 10 klst. Oft taka flestir deildar- menn til máls og kaupfélagsstjórinn svar- ar spurningum undandráttarlaust, eins og forseti Bandaríkjanna á hans stóra leikvelli. Deildarfundir í félaginu og að- alfundurinn eru fjörug og vfirgripsmikil húsþing. Félagsmenn vita, að þeir eiga félagið og forstjórinn er í einu þjónn, stallbróðir og forkólfur félagsins. Sýni- lega eru ekki neinir stöðupollar í starfi Kaupfélags Þingeyinga, þrátt fyrir háan aldur þess. En það atriði, sem vakti sérstaka eftir- tekt hjá mönnum víða um land, sem heyrðu í blöðum og út- varpi sagt frá þessum fundi, var sú tilbreytni, að þegar félagið hafði verzlað fyrir milljónir með nauðsynjavörur félagsins og skilað aftur kaupmannsgróðanum, sem nam nokkrum hundruðum þúsunda, þá voru eftir á góðum stað rúmlega 18 þús. kr., sem aðalfundurinn ráðstafaði með viðsýni og foreldralegri umhyggju til andlegra mála í héraði. Hann veitti 3 þús. kr. í hið fræga bókasafn, sem Bene- dikt á Auðnum stofnaði og gerði að stór- veldi í héraðinu. Það býr nú við hinn bezta húsakost, í verzlunarhúsi kaupfé- lagsins. Næst voru veittar 2 þvis. kr. í skrúðgarð Húsvíkinga, nokkurskonar stækkun á kirkjugarðinum. Það er þátt- ur í fegrun kaupstaðarins og heiðursgjöf til kirkjunnar, sem átti 50 ára afmæli um þessar mundir. Til íþróttamála voru veittar 2 þús. kr., mest til að greiða fyr- ir skíðaíþróttinni, með ýmsum hætti. Þá hefur hugkvæmur bóndi í Ljósavatns- hreppnum unnið að því í nokkur ár að safna örnefnum í allri sveitinni. Til þeirrar starfsemi voru veittar 1 þús. kr. Herðubreiðarlindir er dásamlegur stað- ur. Þangað streyma heimamenn og gest- ir í stórum hópum hvert sumar. Þar er unnið að sæluhúsbyggingu fyrir gestina. Til þess voru veittar 3 þús. kr. I sam- bandi við bókasafn Þingeyinga á Húsa- vík og í sama húsi er ný stofnun, hér- aðsskjalasafnið. Þar ætla Þingeyingar að geyma í ágætum húsakynnum fjölmörg skjöl og sögulegar heimildir, sem varða sögu sýslunnar og félagsmál héraðsins. I það safn er verið að safna filmum af merkilegum heimildum, er snerta sýsl- una. Þetta safn fékk 4 þús. kr. Þá er í Laugaskóla einkennilegt safn, andlits- myndir kunnra Þingeyinga frá síðustu 100 árum. Er ætlast til, að þar verði með tímanum yfirgripsmikið sögulegt mynda- safn af því fólki, körlum og konum, sem fædd eru í sýslunni eða hafa starfað þar langdvölum og staðið fyrir merkum framkvæmdum, verklegum eða andleg- um, á opinberum vettvangi. Þar eru nú komnar um 20 myndir, en geta vel orð- ið 60 innan tíðar, þó að ekki séu þar tald- ir aðrir menn en þeir, sem nú eru falln- ir frá. I þessum hópi er tylft skálda frá Bólu-Hjálmari til Guðfinnu frá Hömr- um. Þar eru hinir nafnkenndu forgöngu- menn Kaupfélags Þingeyinga og Sam- bandsins, forustumenn í iðnaði, búnaði, byggingarmálum o.s.frv. Norður-Þing- eyingar hlvnna þar að skáldum sínum, Jóni Trausta, Kristjáni Jónssyni og for- ystumönnum í öðrum efnum. I Suður- Þingeyjarsýslu eru skáldin flest fædd eða hafa starfað á bökkum Mývatns eða Laxár, en úr vesturparti sýslunnar koma aðrir framámenn, kunnir af öðru en skáldskap. Við Laufás einan eru tengd fjögur nöfn. Hinn frægi prestur, séra Björn Halldórsson, Þórhallur biskup son- ur hans,Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. og Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri. Skammt frá Laufási er Nes, heimili Ein- ars Asmundssonar, og í Fnjóskadalnum Draflastaðir, þar sem Sigurður búnaðar- málastjóri fæddist upp. I Ljósavatns- skarði er fæddur Guðmundur Finnboga- son, heimspekingur. í Laxárdal bjó hug- vitsmaðurinn Magnús Þórarinsson, for- göngumaður iðnaðar í sýslunni. Víðar eru mörg skörungsefni tengd við sama bæ, heldur en í Höfðahverfi. Svo er um Helluvað á mótum Mývatns og Laxár, þar bjó skáldið Jón Hinriksson. Synir hans þrír eru frægir, hver af sínu verki. Sigurður á Arnarvatni orti þjóðsöng byggðanna, Jón í Múla var mikill sam- vinnuleiðtogi og þótti um eitt skeið mesta glæsimenni á Alþingi við hlið Hannesar Hafsteins. Þriðji bróðirinn, Sigurgeir, varð áhrifamikill forgöngu- maður í fjárrækt sýslunnar. Myndasafnið á Laugum fékk 1500 krónur í sinn hlut. Sennilega verður því fé í ár varið til að gera eirsteypu af Jó- (Framh. á bls. 27) SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.