Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 20
V aðlaklerkur EFTIR DANSKA HÖFUNDINN STEN BLICHER GUNNAR GUNNARSSON. RITHÖFUNDUR. Þ Ý D D I L' ★ Spennandi ★ framhaldssaga, ★ sem f jallar um ★ morðmál ★ prests á Jótlandi S Ö G U L O K Rannsóknir lögreglunnar og yfirheyrzlur fyrir rétti sönnuðu á Vaðlaklerk þennan hroðalega glæp, enda bar framburði vitn- anna saman við játningu sökudólgsins. Var hann því til lífláts dæmdur og síðan höggvinn í haganum hérna niður af Ala- tjörn. Sakborningur skoraði á mig að koma til sín í fangaklefann, en eg var frá fornu fari sálusorgari hans. Verð eg sannleikans vegna að viðurkenna, að holdi og blóði Lausnarans hef eg sjaldan eða aldrei úthlutað kristnum manni, sem væri jafn- iðrunarfullur, traustur í trú sinni né heldur betur undir það búinn að mæta dauða sínum. Vaðlaklerkur játaði það ótil- kvaddur, með einlægu afturhvarfi og haldinn iðrunarþorsta, að hafa verið einstakur sjálfbirgingur og eitt reiðinnar barn, þverúðarfullur með eindæmum, og hlyti sú að vera ástæðan til að Guð hefði steypt sér í fen syndar, aurbleytu niðurlæging- ar og aðra eymd sína, að hann mætti, með því að standast því- lík fádæmi, í Kristó endurreisast. Einarður og ódeigur var séra Sören fram á síðustu stund; með líkstokkinn að fótstalli ávarpaði hann mannfjöldann á sjálfum aftökustaðnum. Var sú ræða hans flutt af ógnar kynngi, röggsemd og einlægum guðsótta. Hafði hann tekið hana sam- an síðustu dægur sín í dýflissunni og kunni hana utanað. Kveðjuræða Vaðlaklerks fjallaði um reiðina, og varð honum tíðrætt um bræði hvers konar og þær örlagaríku afleiðingar, sem ákafur reiðihugur allajafna hefur í för með sér. Vísaði hann í því efni einkum og sérstaklega til eigin ömurlegrar reynslu og dró síður en svo dul á, að snögglvndið, ótamið, hefði að síðustu hrundið honum á glæpabraut þá, sem eðlilega og að réttu lagi endaði á aftökustað. Textanum hafði hann viðað sér úr Harmljóðum Jeremía, þar sem spámaðurinn segir um Drottin, að hann í ákafri reiði sinni útskúfaði prestinum. Að ræðunni lokinni losaði hinn dauðadæmdi aðstoðarlaust föt frá hálsi, batt sjálfur fyrir augu sér, kraup á kné og spennti greipar. — Ver hugrakkur, bróðir góður — í dag skalt þú vera með Lausnara þínum í Paradís, tautaði eg honum til hughreyst- ingar. Varla hafði eg sleppt orðinu er höfuð hans fauk af hálsi fyrir sverði böðulsins. En þótt aldrei nema Vaðlaklerkur yrði svona vel við því, sem ekki með neinu móti varð umflúið, hlaut dauðinn að verða honum æðibeiskur, einkum er hann hugsaði til barna sinna. Þau voru tvö, sonur og dóttir, og var sonurinn þeirra elztur — en raunar ekki viðstaddur aftökuna. Menn héldu hann vera í höfuðstaðnum; — síðar kom á daginn, að hann hafði verið á ferðalagi og dvalið í Lundi um það leyti, er bréfið barst til Hafnar. Hingað kom hann ekki fyrr en að kvöldi þess dags, er faðir hans hafði verið réttaður. Dóttirin hafði verið heitbundin héraðsfógeta þeim, er með málið fór, — það samband varð þeim báðum til mæðu og ama. Aumkaðist eg yfir hana og hafði hana heim með mér úr fang- elsinu, er faðir henuar hafði verið á brott leiddur, — allt þang- að til hafði hún stundað gamla manninn af einstakri alúð og natni. Hún var að verki við að sníða og sauma líkklæðin, þegar eg koni heim frá þeirri embættisathöfn, er hefur mér þungbærust orðið, og furðaði eg mig á hversu róleg hún var. Leyft hafði verið að faðir hennar fengi leg í vígðri mold, svo fremi jarðar- förin færi fram í kyrrþey. Harmur ungu stúlkunnar hafði sef- azt, — hún grét ekki lengur, en en mælti hins vegar ekki orð af vör. Varð mér þá einnig orðfall, — og hvað hefði eg svo sem átt að segja við hana? . . . Þar á ofan var eg altekinn einhverj- um óljósum ugg, sem eg hafði ekki hugmynd um hvaðan staf- aði. Þar sem inn er gengið í kirkjuna hérna á Alatjörn, vopna- klefamegin, lét eg að áliðnum degi taka gröf fast við dyrnar, að leið kirkjugesta mætti liggja yfir hana. Um lágnættisbilið voru, án söngs og klukknahljóms, leifar Vaðlaklerks, er verið hafði, lagðar þar til hvílu. Stein átti eg tiltækan, — ætlaði hann sjálfum mér og hafði látið liöggva í hann krossmark. Steini þeim lét eg koma fyrir á leiði ólánssams embættisbróður míns, að hellan og merki það, er í hana var rist, mættu minna hvem þann, er í það guðshús gengur, á máttleysi mannlegs eðlis, fallvaltleik hamingjunnar og syndlausnina einu, sem er krossinn Kristí.0) Um rismál daginn eftir kom í ljós, að systkinin munaðar- lausu vom horfin, og hefur enginn maður þau síðan augum leitt né nokkrar spurnir af þeim haft, það eg til veit. Guð má vita í hvaða afkima þau kunna að vera niður komin. Héraðsfógetinn er sagður liggja svo þungt haldinn, að hon- um er vart líf hugað. Um sjálfan mig er að segja, að hjarta mitt er kramið af kvíða og sorg. I þessu hugarvíli rnínu kem- ur mér mannlífið stundum þannig fyrir sjónir, að mér liggur við að álíta æskilegra, að við værum öll með tölu horfiu til betri heima. Almáttugur Guð ráðstafi högum vorum eftir vizku sinni og náð! Hversu órannsakanlegir eru eigi vegir þínir, Alvaldur ver- aldar! A þrítugasta og áttunda embættisári mínu. — réttu tuttugu og einu ári eftir að presturinn að Vöðlum, séra Sören Quist, var ákærður, af lífi dæmdur og hálshöggvinn fyrir að hafa ban- að ökumanni sínum, — bar hér gest að garði, stafkarl, sem oft °) Steinn sá hefur legið þar óhreyfður til þessa dags. 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.