Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 25
fyllingu tímans. Sá tími kom fyrr en varði, þar sem erfiðlega gekk með veit- ingareksturinn. Málin réðust að lokum á þann veg, að danska Sambandið, FDB, og kaupfélagið í Kaupmannahöfn, HB, keyptu byggingarnar á rúmlega 9 millj- ónir danskra króna. Nordisk Andelsforbund hafði gert áætl- un um miklar breytingar á National Scala. Samkvæmt þeim átti þar að rísa stórt vöruhús, kvikmyndahús, veitinga- hús, hótel og skrifstofubygging bæði fyr- ir NAF og danska sambandið. Hluti þessa húss skyldi vera 14 hæðir, en bygginga- yfirvöld Kaupmannahafnar höfnuðu því. Þessar áætlanir voru því lagðar í salt í bili. Samvinnumagasínið ANVA hafði fram að þessu verið til húsa við íslandsbryggju, en nú ákváðu dönsku samvinnusamtök- in að staðsetja það í National Scala og gera vöruhús á stórborgamælikvarða þar sem hinn gamli gleðistaður hafði verið. Og nú var það ekki gamanvísnasöngur, heldur hávaði frá loftborum, sem heyrð- ist frá National Scala, því þar varð öllu að breyta. Nú er National Scala aftur í takt við tímann, að vísu dálítið á annan hátt, en engu að síður mun staðurinn setja svip á höfuðborgina. Dansmeyjar og listafólk setur líf og lit á aðra staði og nýja og gleðin heldur velli, þótt umhverf- inu sé breytt samkvæmt kröfum tímanna. Nú eru það húsmæður og aðrir aðilar í innkaupaerindum, sem venja komur sín- ar á National Scala. Þar er allt með öðr- um hætti en áður. Það er ekki sýnilegt neitt af hinum gömlu byggingum, heldur er allur svipur hússins mjög nýtízkuleg- ur. Stíllinn er algjörlega „funktional", byggingin er ekki vegna byggingarinnar, heldur þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Og Magasin ANVA er að öllu leyti samkvæmt þeirri kröfu, sem gerð er til slíkra stofnana, hvað útlitið snertir: Það er í rauninni eins og yfirbyggt markaðs- torg, það sést úr langri fjarlægð, að þar er vöruhús og ekkert annað og þegar inn er komið er glögg yfirsýn yfir allt, sem á boðstólum er. National Scala, musteri gleðinnar í Kaupmannahöfn, er nú orðið eitt af höf- uðvirkjum samvinnuhreyfingarinnar þar í borg. Margir munu að vísu sakna þess Þessi teikning er af sýningardömum á National Scala. Kjólarnir, sem þær sýna, voru í tízku rétt fyrir aldamótin. sem var, en breytingin er eðlileg og kemur fleirum til góða. Þegar tímar líða fagnar almenningur því, að samvinnuhreyfing- in hlaut þessa aðstöðu, sem hún notar til þess að bæta þjónustuna við fólkið. FYRSTA KJÖRBÚÐ VESTFJARÐA Nýlega opnaði Kaupfélag ísfirðinga kjörbúð á ísafirði og er það sú fyrsta þeirrar tegundar á Vest- fjörðum. Reynist þar sem annarsstaðar, að kaupfélögin ganga á undan til þess að bæta þjónustuna. Undir janúarlok í vetur var hafizt handa um að breyta norðurálmu verzlunarhússins í þessu skyni. Þar var áður vörugeymsla og mjólkurbúð. Teiknistofa SIS teiknaði búðina og skipulagði, en alla um- sjón og forgöngu um verkið hafði Jóhann T. Bjarnason, kaupfélagsstjóri á Isafirði. Gólfflötur búðarinnar er 110 fermetrar. I kjallara, sem er jafnstór búðinni, er vörugeymsla og þar fer fram pökkun. Auk sjálfrar búðarinnar er á hæðinni kjötafgreiðsla og frystiklefi. Tvö kæliborð eru í búðinni, annað fyrir kjöt, hitt fyrir osta, smjör og álegg. Tréverk innréttinganna hefur Kaupfélag Arnesinga á Selfossi smíðað, en járnverkið er frá Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Kristinn Kristinsson frá Reykjavik er verzlunarstjóri. Hann er ungur maður og hefur unnið í kjör- búð SI8 í Austurstræti 10. Anr.að starfsfólk er sem hér segir: Gunnlaugur Guðmundsson, Guðmundur Árnascn, Anna Helgadótt- , , ir, Þórdís Jónsdóttir, Elísabet Guðbjartsdóttir, Edda Pálsdóttir og Björg Magnússon. Formaður Jóhann T. Bjarnason, kaupfelagsstjon. Kaupfélags ísfirðinga er Birgir Finnsson. j Jfjf| * | | ; j | , | BHBtt Starfsfólk í kjörbúð Kaupfélags ísfirðinga ásamt kaupfélagsstjóra. Kjörbúðin er björt og rúmgóð og húsmæður kunnavel viðhana. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.