Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 9
„Það er írskt blóð í Dalamönnum“ Rætt við Þórólf í Fagradal, formann Kf. Saurbæinga í 14 ár Þegar farið er um Saurbæinn með það fyrir augum, að sjá allt það, sem mark- verðast er, þá er það varla réttlætanlegt að heimsækja ekki Þórólf í Fagradal. Ég hafði alltaf heyrt talað um hann sem fyrirmyndar bónda, traustan samvinnu- mann og félagsmálaleiðtoga þar um slóð- ir. Ég sannfærðist um allt þetta og margs fleira varð ég vís eftir skemmtilega við- ræðustund hjá honum. Fagridalur er í Saurbæjarhreppi. Þar eru þrír bæir og þaðan er um það bil 6 km leið til annarra bæja í Saurbænum. Leiðin liggur suður með ströndinni frá Tjaldanesi og þar er hátt fjall, snar- bratt í sjó fram. Vegurinn liggur utan í fjallshlíðinni og víða er hann ógreiðfær. Það er einmitt landslag sem lengi liefur verið talið eftirlæti drauga, enda var mér sagt, að þar í hlíðinni væri sæmilega reimt. Sjálfur Fagridalurinn er grösugur og fagur milli hárra fjalla. Dalurinn er op- inn til vesturs, út á Breiðafjörðinn og þar blasa við eyjar og Barðaströndin allt vestur að Skor. Það var um hádegisbilið og Þórólfur bóndi var heima við. Hann kom út á axlaböndunum og tók vegmóðum blaða- manni opnum örmum, ákaflega snar í hreyfingum, lágvaxinn fremur og mikil glettni í svipnum. Hann hafði verið að „taka af“ fénu, en orðið að hætta sökum vætu. Þar vestra er ekki talað um að „rýja“ eins og sunnanlands og víðar. Ég geng út á tún með Þórólfi eftir að hafa heilsað frú Elínbetu Jónsdóttur, konu hans, og þegið rausnarlegar veitingar. Ég spyr hann um búskap hans þar í Fagra- dal. — Ég kom hingað árið 1924, norðan af Ströndum. Nei, ég er ekki innfæddur hérna. Oðru nær. Strandamaður í húð og hár. Fæddur á Hafnarhólmi í Kald- rananeshreppi 1892. O-já, maður er að verða gamall, hálfsjötugur og rúmlega það. En hvað um það, ég fluttist ungur að Sunddal í Steingrímsfirði. Þau bjuggu þar um tíma foreldrar mínir og á ýms- um öðrum jörðum þar í firðinum. — Nú, svo fór ég á búnaðarskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1917, þá hálfþrí- tugur. Upp úr því byrjaði maður bú- skap þarna vestra, fyrst í Sunddal. Þetta var harðindakot. ég hafði þarna 70—80 ær og 2 kýr og undi því ekki. Þá var það að ég keypti Fagradalinn og dreif mig í að flytja þangað. Og að flytja norðan af Ströndum í þá daga og hing- að suður yfir fjöll og firði, nei, það var ekkert spaug, lasm. Fyrst var búslóðin dregin á sleða yfir Bjarnarfjarðarháls og þar að sjó. Síðan sjóleiðis í Kolla- fjörð og þaðan á klökkum hingað. Það tók langan tíma og var býsna erfitt. Aðkoman í Fagradal var nú svona og svona. Ibúðarhúsið var fokið af grunni, — já, það gerir oft harðviðri liér á sunn- an. — Húsið reif ég fjöl fyrir fjöl og er mér það minnisstætt, að ég náði aðeins tveim rúðum heilum. Svo byggði ég íbúð- arhúsið, sem nú stendur hér og á meðan bjuggum við í fjósinu. Það voru tvö fjárhús, fjós og hlaða, þegar ég kom, en veturinn eftir fauk bæði þakið af fjósinu og sömuleiðis af fjóshlöðunni. Ég refti yfir til bráðabirgða og byggði nýtt um vorið. — Fokið síðanP, nei, kunningi, það hef- ur ekkert fokið af því, sem ég hef byggt, ekki enn. Og jörðin, ja, það er óhætt að segja, að hún er ágæt. Það mætti vel hafa á henni 300 fjár og allt að 20 kýr. Ræktunarskilyrði eru góð hér í dalnum eins og þú sérð og sumarbeit fyrir féð tel ég ágæta hér á fjöllunum. Og hlunnindi smávegis, ef þú vilt að ég fari að tíunda þau. Það er þá helzt dálítið varp í eyj- unum hérna úti fyrir, — Fagurey og Hrúteyjar heita þær. Þar hef ég líka vetrargöngu fyrir 30 kindur og þeim þarf ekkert að sinna. Svo er haustselurinn, við höfum mest náð 38 selum á einu hausti, en oftast er veiðin kring um 30 stykki. — Hagnaður af því, o-nei, ekki beint, maður notar helzt átuna handa fénu. Kjötið er hakkað í það. Nú eru allir hættir að hafa það til manneldis, það þótti svo sem nógu gott í eina tíð. Já, það hefur margt breytzt og þetta hefur verið barningur hjá manni. Þegar ég fluttist hingað var túnið svo þýft, að ég komst ekki með kerru um það og hvorki meira né minna en 17 tóftarbrot voru á víð og dreif um það. — A hlaðinu er nýlegur jeppi og traktor. Þar er hár stafli af vikursteinum og við ldöðuna er búið að grafa fyrir húsi með jarðýtu. — Við ætlum að fara að stækka hlöð- una. — byggja við þá gömlu. Kannske Þórólfur Guðjónsson, bóndi í Fagradal. verkfærageymslu líka, hérna við hliðina. Það er Sigurður sonur minn, sem er kraft- urinn í þessu. Hann er við búskapinn með mér, ungur og hraustur og svo er dóttir okkar hérna, heimasætan á bæn- um. Við eignuðumst 4 börn, tvær dætur okkar eru giftar fyrir sunnan. — En félagsmálin hér um slóðir. Þú munt hafa komið þar allmikið við sögu? — Maður hefur pælt í þessu langa- lengi. Þegar ég var vestur í Kaldrana- neshreppi kom ég á fót eftirlits- og fóð- urbirgðafélagi ásamt Sigvalda á Sand- nesi. Og hér í Saurbæjarhreppi hef ég verið samfleytt 31 ár í hreppsnefnd og formaður búuaðarfélagsins í 26 ár. Svo á ég sæti í stjórn búnaðarsambands Dalamanna og er fulltrúi á stéttarsam- bandsþingum bænda. Það er nú svo, fjöldi trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað, eins og segir í dánarminningum og afmælisræðum. En það er eitt, sem ég vildi gjarna taka fram og mér þykir dá- lítið gaman að því. Það er í sambandi við lögin um ræktunarsamböndin. Þau voru sett að mig minnir árið 194.5, en árið áður hafði ég gengizt fyrir stofnun Ræktunarsambands Vestur-Dalasýslu. Ég fékk Ásgeir í Ásgarði í lið með mér og þetta er raunverulega elzta ræktunar- sambandið á landinu. — Svo er nokkuð sem heitir Kaupfé- lag Saurbæinga. Það er nú víst aðallega vegna þess, að ég er komin hingað. (Frh. á bls. 27). SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.