Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 11
dags, unz kona nokkur hafði orð á því, hvort ekki myndi fengsælla að nota krók þann til að veiða atkvæði heldur ■en láta hann trjóna þarna uppundan frakkanum. Og fyllibytturnar röltu rnilli kosningaskrifstofanna og létu líkinda- lega. Arla morguns kom ungi bóndinn að máli við gamla manninn og hvatti hann til að fara snemma á kjörstað (allur er varinn góður) með sitt skyldulið, því allt gengi greiðar framan af degi. Sá gamli kvað ekkert liggja á, konan væri ekki tilbúin og svo vildi hann gjarna að menn sæju með hvaða flokksbíl hann kæmi á kjörstað. Leið svo fram um miðjan dag. Þá skeður það að glæsilegur skraut- vagn stanzar á veginum skammt fram- undan bæ gamla mannsins. Okuþórinn gengur út, lyftir þakinu af vélhúsinu og gluggar þar inn. Síðan danglar hann í vélina hér og þar svo glymur í, en allt kemur fyrir ekki, vélin þegir, bíllinn stendur kyrr. Þegar svo er komið opnar hann dyr farþeganna og segir eitthvað við þá. Það er blikandi júnísól, heitt, en utan frá unni blá leggur hressandi svala. Snögglega er sem jörðin titri, svo þungt er stigið til jarðar. Hér er sjálfur kon- súllinn á ferð ásamt frú sinni. Þau spíg- spora fram og aftur, það geislar af skarti frúarinnar, sem í dag er búin vorum tignarlega þjóðbúningi, en kon- súllinn bendir hingað og þangað með gullbúnum göngustokk, ökuþórinn held- ur áfram að berja vélina ef hún skyldi kunna að skammast sín. Aumingja hjónin, segir kona gamla mannsins, sem séð hefur þetta allt út um gluggann sinn, hjólatíkin þeirra hef- ur þá bilað. Hu, segir gamli maðurinn, þeim hefði verið nær að þeytast þetta á merum, varla hefðu þær farið að bila. Það er nú ómynd að bjóða þeim ekki inn fyrst þetta kemur fyrir hérna beint fyrir framan hjá okkur, segir konan. Þessari helvítis blóðsugu, segir gamli maðurinn, hann er bezt geymdur utan- garðs. í þau fimmtíu ár sem við höfum hokrað hér, sagði konan, hefur það aldrei komið fyrir að við höfum látið nokkurn mann standa hér við túnjað- arinn án þess að bjóða honum hressingu og ekki farið í manngreinarálit. Þetta kom við hjarta gamla manns- ins, því ekkert er eins heilagt í lífs- skoðun smábóndans sem hjálpsemi við nauðstadda vegfarendur, sagði þó, til að slá ekki of fljótt undan: Það væsir nú ekki um þau þarna í sólskininu. Um höfundinn Ástgeir Ólafsson, eða Ási í Bæ, eins og hann er oftast nefndur, er Vestmanney- ingur að þjóðerni. Hann er fæddur þar i plássinu 27/2. 1914 og hefur ævinlega átt heimili í Eyjum. Hann nam við Sam- vinnuskólann og lauk prófi þaðan 1940. Ási kveðst hafa unnið mjög margvísleg störf, verið á skrifstofu, kokkur á síld og nú undanfarið nálega eingöngu á sjó, á litlum bát, sem hann á sjálfur og er for- maður á. Ási í bæ byrjaði að fást við ritstörf um 1944 og það ár birtist fyrsta smásaga hans, „Draumur og vaka“. Fjórum árum síðar kom út skáldsagan „Breytileg átt“. Það er eina bókin, sem Ási hefur gefið út. Auk þess hefur hann talsvert fengist við leikritun, gamanvísnagerð og jafnvel tónsmíðar. Smásagan „Kosningadagur- inn“, sem hér birtist, er ekki alveg ný af nálinni, en hún hefur ekki birzt áður. En gamla konan þekkti á skipið og fann að nú var kominn annar andi í seglin og þegar hún vappaði niður hlað- varpann var ekki laust við að gamli maðurinn væri henni þakklátur fyrir að halda í heiðri boðorð gestrisninnar. Ekki var það meiningin að gera ykk- ur ónæði, sagði konsúllinn um leið og hann tók hjartanlega í hönd - gamla mannsins, en það er eitthvað ólag á bíl- skrattanum og það getur tekið stund að koma því í lag. O ekki held ég sé mikið ónæðið, sagði bóndi, konan gat ekki horft á ykkur pjakka þarna á veginum og eiga heitt á könnunni. Það er ekki að spyrja að gestrisninni, sagði konsúllinn, oft hefur manni hlýn- að um hjartarætur þegar ókunnugt fólk hefur tekið mann uppá arma sína svo maður nú ekki tali um kunningjana. Það er ekki uppá neitt að bjóða, sagði konan. - I\JU\ iJL' Elskan mín, sagði frúin, ég ætla bara að biðja þig að hafa ekkert fyrir okkur, en ef þú ættir heitan sopa væri það ósköp hressandi. En segðu mér eitt: hvaða skilirí er þetta á veggnum þarna? Hún Steinka okkar saumaði þetta þegar hún Var á námskeiðinu hjá Kven- félaginu um árið. Ég ætla bara að segja að sú kann að halda á nál. Þetta myndi sóma sér í hvaða höll sem væri, sagði frúin. Já, hún er ósköp handlagin skinnið. Sko hérna er mynd af henni, 39 ára heimasæta, sagði gamla konan og tók mvnd úr safninu á kommóðunni og strauk yfir hana með olnboganum. Jú, ég held ég kannist við hana, svo bráðefnileg stúlka, sagði frúin og rétti manni sínuin myndina. Og þetta er hann Gunsi minn, 47 ára piparsveinn, og þetta er hún Mæja, 45 ára heimasæta, sagði gamla konan og handlék tvær myndir á sama hátt. „Það er nú ómynd að bjóða þeim ekki inn“. »

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.