Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 18
Óli Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í Kaupmannahöfn, varð sjötugur 1. sept. s.l. Fæddur á Brettingsstöðum í Flateyjardal 1. sept. 1888. Faðir hans var Vilhjálmur Guðmundsson, Jónatanssonar frá Hofi Hallssonar. Kona Guðmundar Jónatanssonar var Stein- unn Þorkelsdóttir frá Brettingsstöðum. Móðir Óla var Ólöf Isaksdóttir frá Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi, af Víkingavatnsætt. Frændalið Óla er fjölmennt í Þingeyjarsýslu og víðar. Það hefur verið hið mesta atorku- og greindarfólk. Óli mun hafa flutt til Húsavíkur kringum aldamótin, notið þar kennslu í hinum ágæta unglingaskóla Benedikts Björns- sonar. Árið 1904 réðist hann til verzlunarstarfa til bræðranna Aðalsteins og Páls Kristjánssonar og starfaði hjá þeim sam- fleytt til 1919, að undanteknum 8 mánaða tíma sem hann dvaldist í Kaupmannahöfn, árin 1916 til 1917. Notaði hann þann tíma einkum til náms í bókfærslu og málum. Árið 1919 réðist hann til Kaupfélags Þingeyinga í Húsa- vík. Störfin hjá Sambandinu í Reykjavík fóru þá dagvaxandi og varð mikil þörf fyrir fleiri góða starfsmenn. Fyrir tilmæli Hallgríms Kristinssonar forstjóra fékk Óli afturkallaða ráðn- inguna hjá Kaupfélagi Þingeyinga og gekk í þjónustu Sam- bandsins það sania vor. Ilann starfaði á skrifstofu Sambands- ins í Reykjavík til í ágúst 1921. Þá flutti liann til Kaup- mannahafnar og var fulltrúi á skrifstofu Sambandsins þar til 1927. í janúar 1927 opnaði Sambandið skrifstofu í Hamborg. Óli var þar framkvæmdastjóri meðan hún starfaði, eða til í febrúar 1932. Ástæðan til þess að skrifstofan í Hamborg var lögð niður, Farsæl störf í fjarlægum löndum Nokkur orð í tilefni af sjötugsafmæli Óla Vilhjálmssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra SÍS í Kaupmannahöfn Eftir Hallgrím voru hin lamandi áhrif heimskreppunn- ar á öll viðskipti. Straumur viðskipta- lífsins breytti þá um farveg eins og jökulvatn. Sala framleiðsluvara varð þá mjög ótrygg, en undir henni var það komið hvaðan og hversu mikið var hægt að kaupa af vörum til landsins. Þá þótti sambandinu og kaupfélögunum brýn nauðsyn að spara rekstrarkostnað í bili eins og framast var unnt. Óli fór nú aftur til skrifstofunnar í Kaupmannahöfn og starfaði þar. Þó kom það fyrir að hann hljóp í skarðið fyrir framkvæmdastjóra, bæði hér heima og í Leith, er þeir voru í erindisferðum um lengri tíma í fjarlægum Iöndum. Eftir lát Odds Rafnars 1937, tók Óli við framkvæmdastjórn skrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Hann átti oft sæti í nefndum, sem gerðu viðskiptasamninga milli Islands og annarra landa. Þegar Óli var 65 ára 1953, lét hann af störfum. Verkefni Hafnarskrifstofu urðu þá minni en áður, þar sem Nordisk Andelsforbund tók að sér að annast annað meginverk- efni skrifstofunnar, innkaupin. Óli hafði starfað við verzlun í hálfa öld, fyrst um 15 ár við einkaverzlun vin- sælla bræðra í Húsavík og síðan um 34 ár í þjónustu Sambandsins. Hann hefur ætíð verið staðfastur og starfsglaður og unnið öll störf af alúð og kostgæfni. Átt traust og vináttu starfsfélaga, hvort sem þeir voru hans vfir- eða undirmenn og verið vinsæll meðal viðskiptamanna, hvar sem hann hefur starfað. ÓIi er hin fríðasti maður að vallarsýn, kátur, hnyttinn, skemmtilegugr, söngv- inn og vinfastur. Hlýtur öllum að líða vel í návist hans. Hann er einstakt snyrtimenni, greiða- samur og góðinenni. Fjöldi manna hefur á ferðum erlendis notið þessa í ríkum mæli. Skrifstofur Sambandsins erlendis hafa ætíð með ljúfu geði veitt löndum sínum margháttaða fyrirgreiðslu, eftir því sem tök voru á. Þau eru ótalin ómökin, sem Óli hefur á sig lagt fyrir fjölda fólks. Mun það með þakklátum huga senda honum hlýjar kveðjur. Óli er víðförull, 70 ára ferð frá Brett- ingsstöðum í Flateyjardal um mörg lönd og álfur, til hvíldarsetu í Höfn, hefur vit- Sigtryggsson. anlega verið mjög viðburðarík. Vörður vísuðu leið. í Húsavík hafði ÓIi náin kvnni af mörgum brautryðjendum Sam- vinnufélaganna. Hlaut hann að verða fyrir áhrifum frá þeim góðu mönnum, sem örvuðu hann til sjálfsmenntunar. Og hugsjónir þeirra festu rætur í huga hans. Honum var því ljúft að ganga í hóp þeirra manna, sem ævilangt unnu að bættum hag almennings í landinu. Hann hefur staðið vel á sínum vettvangi og haldið velli. Enn sem komið er hefur liann einnig haldið velli í glímunni við kerlingu Elli. Hann er ótrúlega unglegur ásýndum, glaður og reifur og hvers manns hugljúfi. Gamlir starfsfélagar Óla Vilhjálmsson- ar þakka lionum liðna tíð, óska honum hjartanlega til hamingju með 70 ára af- mælið og guðs blessunar í framtíðinni. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.