Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 19
LITLAKAFFI Framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson „Það er um að gera að auglýsa,“ hélt Gunnar Berg áfram. „Það er nýi tím- inn, skilurðu. — Svo þyrfti að mála hérna og veggfóðra, gera allt vel í stand, líttu á. Það hefur sitt að segja. Svo skaltu raða betur í hillurnar.“ Napóleon Jónsson leit vandræðalega í kringum sig. Hann hafði verið stórhrif- inn af þessu öllu um morguninn og treysti sér ekki til að bæta um það. Að sönnu var loftið orðið dökkt og vegg- fóðrið slitið, en allt var hreint og fágað. Hann hafði keypt óhemju af glösum og bollum, sex stór borð. tuttugu stóla og gífurlega fína kaffivél, sem ekki þurfti að hreinsa nema einu sinni á dag. Þá hafði hann líka fengið öll eldhúsáhöldin í kaffistofunni hans Jóns heitins og stóra mvnd af nafna sínum, þar sem hann var, ásamt fjölda manna, á ferðinni yfir snævi þakin fjöll. Myndina hafði hann hengt upp á annan langvegginn miðjan, og var mikil híbýlaprýði að henni. „Raða hvernig betur?“ spurði hann heimóttarlega og leit á myndhöggvar- ann. „Jú, sjáðu til!“ — Gunnar Berg stóð upp og gekk inn fyrir afgreiðsluborðið. „Þú hefur héma fullt af hillum, alveg upp í loft, en ölið og gosdrykkina læt- urðu vera á gólfinu. Settu nú allar flösk- urnar þarna upp, svo að þær sjáist: — og þessa vindlakassa, maður! Um að gera að láta allt sjást, fylla hillurnar. svona. — Og bíðum nú við.“ — Myndhöggv- arinn leit í kringum sig, gretti sig vfir myndinni af Napóleoni á leið yfir Alpa- fjöllin og hélt áfram: „Uss, þetta er glansmvnd, alveg hræðilegt! — Eg þarf að búa til nokkur skilirí handa þér. Þú skalt fá þau ódýrt. — En segðu mér, — áttu ekki eitthvað af kunningjum?“ „Jú, — kunningja?" Napóleon Jóns- son glápti á myndhöggvarann og var ekki sérlega greindarlegur á svipinn þá stundina. „Nú, þú hefur náttúrlega látið þá vita, Þetta er sagan um herra Napóleon Jónsson, veitingahúsrekstur og kvennamál hans Halldór Pétursson teiknaði myndirnar að þú sért búinn að opna kaffihús? Hverjir eru þessir kunningjar þínir?“ Napóleon Jónsson hikaði við. Að bankastjóranum frátöldum þekkti hann aðeins verkamenn, og honum var ekki vel við að láta þennan nýja, fína vin sinn komast að því. „Þekkirðu ekki eitthvað af verka- mönnum?" spurði mvndhöggvarinn, en hélt áfram án þess að bíða svars: „Það er nefnilega fundur í þessari komma- samkundu í kvöld, „Frelsis- og framfara- hvað það nú heitir“, og vinur minn hef- ur boðið mér þangað með sér. Ég gæti, sko, sett upp fvrir yður auglýsingu þar við dymar?“ „Já, — já, þakka þér fyrir,“ stamaði Napóleon Jónsson. „Það stendur nú ein- mitt svoleiðis á. að ég er meðlimur í því félagi. og þeir kannast við mig, strák- arnir; ja, svoleiðis, — ég hef komið þar stundum, — skilurðu.“ „Nú, það var svei mér gott! Þá skrif- um við bara auglýsinguna. Áttu pappír þarna?“ Gunnar Berg hugsaði sig um, horfði út í loftið með spekingssvip og fór svo að skrifa. Þegar verkinu var lokið, rétti hann vertinum auglýsinguna og spurði, hvoi-t þetta mætti ekki vera eitthvað á þessa leið. Napóleon Jónsson las blaðið með að- dáun. Þar fór saman skrautleg rithönd og snilldarlegt orðalag. Hann fékk myndhöggvaranum auglýsinguna aftur og sagði klökkum rómi: „Þetta er stór- fenglegt! Ef það dugir ekki, þá dugir ekkert. Þakka þér margfaldlega fyrir.“ — Hann stóð hokinn og hjólbeinóttur fyrir framan myndhöggvarann, sem brosti hefðarlega og mælti: — „Þetta er nú svo sem ekki neitt. Ég tek út á það kaffi hjá þér. — En það er um að gera að koma sér vel við verkamennina, því að það eru þeir, sem bera uppi svona knæpur.“ m. Auglýsingin vakti stórkostlega athygli meðal „frelsis- og framfarasinna“ um kvöldið. Hún var skrifuð með rauðu bleki og fallega flúruðum stöfum og hljóðaði svo: Herra Napóleon Jónsson handleggsbrotnaði og hætti að vinna við höfnina. Kvölð eitt hitti hann hífaðan bankastjóra á Arnarhólstúninu og hann lofaði að koma fót- unum unðir Napóleon. Hann lánaði honum 200 krónur og Napóleon innréttaði kompu á Laugaveginum fyrir kaffistofu. Fyrsta daginn kom enginn nema lista- maðurinn, Gunnar Berg, sem segir Napoleon að hann verði að auglýsa fyrirtækið. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.