Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 6
Seyðisfjarðarkauptún um síðustu aldamót. Þá var byggðin meira undir Bjólfinum. Stefán Baldvinsson, bóndi í Stakkahlíð Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri hjá og formaður Kaupfélags Austfjarða. Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði. Gunnþór Björnsson, varaform. kaupfél. hafa orðið þær breytingar, að svipmót nútíðarinnar gnæfir liæst. Víst er skemmtilegt að geta haldið svip fortíð- arinnar að einhverju leyti, en þó er ekki líklegt, að þessi svipur eigi framtíð fyrir sér á Seyðisfirði. Staðurinn er nú aftur í uppgangi. Minnsta kjördæmi landsins og fyrrverandi höfuðstaður Austurlands hefur verið síminnkandi í mörg ár, en nú ei' blaðinu snúið við. Þar hefur verið komið upp stórum og dýrum atvinnu- tækjunr og allt bendir til þess, að gömlu húsin víki fyrir öðrum nýjum áður en varir. Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Bæjaryfirvöldin hrintu snemma í framkvæmd margvíslegum velferðarmálum fyrir plássið. Árið 1898 var reist sjúkrahús og það tók til starfa þrem árum síðar. 1908 var lögð bæjar- vatnsveita, 1907 barnaskólahús og 1913 var reist rafmagnsstöð í Fjarðarseli inni í dalnum. Seyðfirðingar höfðu jafnan mikil sam- skipti við erlenda sjómenn og verzlun dafnaði þar fyrir þær sakir. Árið 1922 voru sett lög um fiskveiðar og þau tóku með öllu fyrir það, sem áður hafði við- gengizt, að erlend fsikiskip fengju að hafa bækistöðvar hér við land. Fyrir þann tíma höfðu ýmsar hinna erlendu fisk- veiðiþjóða, svo sem Norðmenn, Eng- lendingar og Frakkar, haft meiri og minni bækistöðvar á Austfjörðum og mikil samskipti við íbúa í sjávarþorp- unum þar. Margir hafa haldið því fram, að þessi samskipti hafi átt ríkan þátt í vexti og viðgangi austfirzku sjávarþorp- anna. Heimsstyrjöldin fyrri dró úr þessum samskiptum í bili, en þau voru í þann veginn að hefjast aftur þegar fiskveiða- löggjöfin kom til sögunnar. Afleiðingar hennar fyrir Seyðisfjörð og bæina á Austfjörðum urðu líkt og skorið hefði verið á líftaug. Atvinnuleg og menningarleg hnignun hélt innreið sína. En þar kom margt til greina, sem lagð- ist á eitt. Rangt væri að segja, að það væri eingöngu fiskveiðalöggjöfinni að kenna. Fyrir þessa þróun fóru helztu verzian- ir og fyrirtæki á Seyðisfirði á hausinn á þriðja tug aldarinnar. Þar voru t. d. Sameinuðu verzlanirnar, verzlun T. L. Imslands, Wathnes verzlun og Stefán Th. Jónsson. Á kreppuárunum eftir 1930 voru miklir erfiðleikar á Seyðisfirði, en þó hefur íbúatalan aldrei verið hærri. Þá var hún um 1000 manns, en nú eru þar um 800 og er aftur farið að fjölga. Sorglegasti þátturinn í sögu Seyðis- fjarðar er snjóflóðið mikla 1885. Frá þeim atburði er sagt nánar hér í blaðinu í grein Guðmundar Bekk Einarssonar, starfs- manns Kaupfélags Austfjarða, en hann var einn af þeim, sem lentu í flóðinu. Það leiðir af sjálfu sér, að mikill snjór hleðst í fjöllin kringum Sevðisfjörð og snjóflóðahætta er þar mikil .Yfir vetur- inn teppist vegurinn yfir Fjarðarheiði langtímum saman og þá er ekki um aðr- ar samgöngur að ræða en af sjó. Árið 1936 var reist 500 mála síldar- verksmiðja á Seyðisfirði. Snemma sumars 1957 var hafizt handa um stækkun verk- smiðjunnar og var sá hluti kominn í notkun um miðjan júlí. Nýja verksmiðj- an er 2500 mála og með þeirri gömlu verða afköstin um 4000 mál. Seyðis- fjarðarbær á 98% í verksmiðjunni. Stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins er fiskiðjuverið nýja. Það var byggt á ár- unum 1952—1958. Fiskiðjuverið á tog- arann Brimnes, sem leggur þar upp afla sínum og var í sumar á Grænlandsmið- um. 6 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.