Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 16
Snjókristallarnir í loftinu og frostrósirnar á ghigganum myndast í fyrstu út frá kjama, það er að segja rykkorni eða einhverskonar ögn. Verða hvít eða auð jól? Um það spyrja margir, þegar jólahátíðin nálgast og flest- um finnst ögn viðkunnanlegra að hafa eitthvert föl. Það boðar líka auða páska og þar með líkur fyrir góðu veðri þá. Regluleg „póstkortajól“ eru fremur sjaldgæf hér á landi. Þau eru eins oft auð. Af hverju hafa menn þá sett jólin í samband við mikið fannfergi? Menn hafa þótzt sannprófa, að það sé bókmenntaleg uppfinning eftir sjálfan Charles Dickens. Veðurfræðingar hafa rannsakað. að i ungdæmi hans kom hver snjóaveturinn á eftir öðrum. Þegar skáldið þurfti á rómantískri jólastemningu að halda, hef- ur honum orðið hugsað til jólanna á æskuárunum með bjöllusleðum og göml- um kirkjum, sem voru að sligast af snjó. Hvar snjóar mest á jörðinni? Flestir mundu nefna Grænland og svæðin við Norðurpólinn. Því er þó ekki þannig varið. A pólunum er ekki svo mikill raki Þegar skíðamaðurinn brunar á fleygi- ferð niður brekku, myndast núnings- hiti og vatnshimna undir skíðunum, sem kristallast eftir nokkur augnablik. í loftinu, að mikil snjókoma geti orðið. Þegar frost er orðið meira en 20 stig, hefur það hamlandi áhrif á myndun snjó- kristalla. En engin regla er án undan- tekningar: Vði Jakutsk í norð-austur Sí- beríu hefur gert hríðarbyl í 46 stiga frosti. Látum okkur athuga eitt snjókorn ögn nánar, þar sem það fellur á frakkaerm- ina. Hver einasti snjókristall er heil ver- öld af fegurð, heil opinberun. Þar eru sexkantaðar stjörnur, sexkantaðar súlur og nálar, pýramídar og keilur, já, allir gimsteinar snjódrottningarinnar, sem kastað er fram til að blinda mannfólkið. En þó að hvert einasta snjókorn á heil- um ferkilómetra væri sett undir smásjá, þá kæmi í ljós, að ekki svo rnikið sem tvö eru eins. Og þar stöndum við frammi fyrir gátu, sem engum hefur tekizt að finna svar við. Það er annars merkilegt, að náttúran skuli geta gert slik undur með jafn algengu efni og vatn er. Fyrir 300 árum byrjuðu menn að at- lniga snjókristalla vísindalega og það eru einkurn Japanir og Bandaríkjamenn, sem hafa lagt stund á þær rannsóknir. Jap- Við viss skilyrði er hægt að fram- kalla snjókomu með því að dreifa fín- muldum ís úr flugvél yfir snjóhlaðin ský. SAMVINNAN aninn Nakaya komst að raun um. að sumir snjókristallar voru hlaðnir já- kvæðu rafmagni, en aðrir neikvæðu. En hvorki hann né aðrir hafa fengið vissu um, hvort rafmagnið er úr sjálfu and rúmsloftinu, eða hvort það myndast við núninginn í fallinu. Hvert snjókorn er heimur út af fyrir sig. í hverjum kristal er net af sameind- um. Þegar viss veðurfræðileg skilyrði eru fyrir hendi, raða sameindir vatnsguf- unnar sér í þríhyrndar og sexhyrndar myndanir. Þannig verður til „grind“ í sexhyrnda stjörnu eða þríhyrnda nál. Vísindamenn telja fullvíst, að þetta ger- ist fyrir áhrif rafmagns. Maður skvldi ætla, að allir snjókristallar vrðu nákvæm- lega eins, þar sem sörnu skilyrði eru fyr- ir hendi. En það leyndardómsfulla er, að náttúran skuli geta með svo fábrotnu efni skapað svo að segja óendanlega fjöl- breytni. Það er vitað með vissu. að dropar og snjókristallar myndast aðeins utan um einhvern kjarna, það er að segja rykkorn eða eitthvað þvíumlíkt, sem svífur í and- rúmsloftinu. Slíkt ryk berst auðveldlega upp í loftið með uppstreymi og vindum. En hvernig komast vatnssameindirnar í samband við þessi korn, þegar allt í einu byrjar að snjóa eða rigna? Nú hafa marg- ir kunnáttumenn talið, að í sjálfum skýj- unum væri ekki svo mikið um ryk. Hvarvetna blasa við gátur, sem ekki hefur tekizt að leysa. Myndun snjókristallanna tekur um það bil fimmtán til þrjátíu mínútur. Þá byrja kornin að falla til jarðar. Á leiðinni rekast þau hvert á annað og vindurinn hrekur þau til og frá. Þau reka skarpa „olnbogana“ hvert í annað og aðeins sárafá falla óbrotin á frakkaermina. (Framh. á bls. 34) Jöklar þekja 12% af yfirborði jarðar. Á Grænlandi einu er svo mikill ís, að hvert mannsbarn á jörðinni gæti feng- ið þaðan 2 tonn í hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.