Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 20
henni. Þegar belgurinn er kreistur opn- ar loftið fyrir ljósopið. — Það sagði einu sinni kona, sem sá svona vél: — Nú, það er ekki mikill vandi að taka mynd. Það er ekki annað en kreista punginn. Vinnustofan er þarna alveg við lilið- ina. Hún er stór og ílöng og meðfram veggjunúm eru vinnuborð og hillur. Þar er ákaflega heimilislegt um að litast og margt að sjá. A borðunum eru álnar- þykkir staflar af stækkuðum ljósmynd- um og verkfærum. I hillurnar er raðað kössum, sem ég geri ráð fyrir að séu á- teknar plötur og undir borðunum eru bunkar af pappírskössum. Kaldal er að „redúsera“ plötur og ég fer að blaða í myndum á borðinu. — Þú færð mikið af fallegu kvenfólki til þín. Hér eru bæði fegurðardrottning- ar úr Vatnsmýrinni og aðrar ókjörnar. — Já, blessaður, þær koma allar til mín. Hér er ein, sem á að fara utan á bók um ísland. Afburðafrítt andlit, finnst þér ekki? Sakleysið uppmálað. — Já, ég held mig mest við andlitsmynd- irnar og hef alltaf haft mest gaman af þeim. Og svei mér ef mér finnst ekki, að mér hafi aldrei þótt eins gaman að eiga við þær og nú. — En hvað kom til, að þú sem ungur drengur fékkst áhuga á ljósmynda- gerð? — Já, það er saga á bak við þá sögu. Ég er að norðan, fæddur í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1896. For- eldrar mínir voru þau Ingibjörg Gísla- dóttir og Jón Jónsson, bóndi þar. Þeg- ar ég var innan við tíu ára aldur dóu allir mínir aðstandendur þar á bænum, skemmst frá að segja. — Mikil rauna- saga það og óþarft að rekja hana hér. Við systkinin fórum þá að Löngumýri í Blöndudal til Pálma Jónssonar, föður- bróður okkar, bónda þar og föður Jóns alþingismanns. Ég ólst upp hjá honum og konu hans, Ingibjörgu Eggertsdóttur, mikilli ágætiskonu. Þá er ég nú eiginlega fyrst kominn að því, sem þú spurðir mig um, en því var þannig varið, að þegar ég var 15 ára kom þangað í sveitina piltur, sem hét Jón Pálmi. Hann var úr Ásunum og ég þekkti hann. Hann hafði lært Ijósmynd- un hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri. Jón var að taka myndir á vegum Hall- gríms þarna í sýslunni. þegar ég sá þetta fyrst. Ég varð óskaplega hrifinn og fannst þetta algjörlega yfirnáttúrlegt. Upp úr því fór það að brjótast í mér að læra ljósmyndun. Ég var að melta það með mér í 2—3 ár og þá var það ákveð- ið mál, að ég færi suður og lærði hjá Carli Ólafssyni ljósmyndara. Það var árið 1916 og samgöngurnar voru eitthvað lakari en nú. Við gengum alla leið suður um haustið, fjórir saman. Leifur bróðir minn var með mér. Hann var þá að fara til gullsmíðanáms, og auk hans voru tveir aðrir piltar, sem líka voru að fara til náms. Ég man nú, að allur fjöldinn fyrir norð- an leit á þetta sem hálfgert flan og von- lítið fyrirtæki. Það var litið þannig á flest, sem ekki tilhcyrði búskap og sjó- sókn. — En sem sagt, við komumst suð- ur og það var i fyrsta sinn sem ég kom til Reykjavíkur. Hjá Carli var ég í liðlega tvö og hálft ár og þar tók ég fyrst mynd á ævinni og ég man ekki betur en það tækist sæmi- lega. Þá var unnið á sunnudögum og mér er eitt atvik minnisstætt. í því sam- bandi. Það var rétt eftir að ég byrjaði. Ég var kominn á stofuna snemma á sunnudegi og þá kom hópur af skóla- fólki úr Flensborg í Hafnarfirði. Ég var þá með öllu óvanur myndatökum, en Carl var ekki kominn og ég lét það hafa það að revna. En allt fór vel og mynd- irnar voru í bezta lagi. — Já, Carl var mjög flinkur myndasmiður og ég lærði mikið hjá honum. Um vorið 1918 sigldi ég til Hafnar til frekara náms. — Nei, góði minn, það var ekkert víst framundan og ég þekkti þar ekki nokkurn mann. Og danskan. ja, ég hafði verið í gagnfræðaskóla á Akureyri, meðan ég átti heima fyrir norðan og þar lærði ég eitthvað í málinu. Ég byrjaði á því að leigja mér her- bergi og siðan gekk ég á milli Ijósmynda- stofanna og spurði eftir vinnu. En það var allsstaðar sama svarið: Það var ekk- ert að gera. Einn af þeim þekktari hét Neuhaus og var á Strikinu. Ég kom til hans og hann spurði mig hvaðan ég væri og sagði ég sem var um það. „Þá getið þér ekki neitt,“ svaraði hann með þjósti, en ég fór út og var hinn reiðasti. Þegar ég hafði gengið á milli þeirra í viku og var orðinn fremur svartsýnn, þá fékk ég vinnu hjá Emil Clausen, sem var með stofu á Strikinu. Ég kynnti mig þá sem útlærðan í faginu og leit þannig á sjálfur, þó að mér finnist nú, að all- mikið hafi vantað þar á. Emil Clausen var afbragðs karl og svo fljótur að vinna, að það var alveg ein- stakt. En það verkefni, sem ég leysti þar af hendi var þess eðlis. að ég lærði ekk- ert af því. Þessvegna hætti ég hjá karl- inum og komst að hjá Elfeldt, sem var mjög þekktur Ijósmyndari i Höfn. Þar kom maður í nýjan heim og þar sá ég margt, sem ég hafði ekki einu sinni hevrt getið um að væri til. — Ég var svo lijá Elfeldt í þrjú ár og á þeim tíma var það, að ég ákvað ásamt Svía, sem vann þar. að segja upp og ferðast út um lönd. Við ætluðum að vinna fyrir okkur með myndatökum. Á síðustu stundu gugn- aði Svíinn, en þá réði ég mig hjá konu sem átti ljósmyndastofu. Ég átti að veita stofunni forstöðu og gat fengið þar all- gott kaup. Stuttu seinna kallaði Elfeldt mig til sín og harmaði mjög, að ég væri að fara. Vissi hann um ráðningu mína hjá kon- unni og sagðist hafa talað við hana og hún hefði gefið eftir, að ég yrði kyrr. — Seinna komst ég að því, að þetta var góð vinkona Elfeldts, en hann var mik- ill kvennamaður. — Seinna fór ég svo frá honum og vann hjá mjög þekktu amatörfirma og líka var ég í læri í Ijós- myndaskólanum og hjá prófessor Winter i Teknologisk Institut. Þú sérð, að mað- ur var ekki við eina fjölina felldur. — Langaði þig ekki heim á þessum árum? — Ojú, alltaf langaði mig heim og einu sinni sigldi ég til Islands á þessum tíma. Þó var það nú svo, að ég hugsaði mér helzt að setjast þarna að. Mér fannst það tryggara en setja á stofn Ijósmyndastofu heima og annað var það, að ég hafði ekki nokkurt fé handa á milli til þess. Svo var það kvöld eitt, að ég var á gangi með Leifi bróður mínum og þegar við komum á hornið hjá Politiken varð mér það á að rekast harkalega á mann. Auðvitað baðst ég afsökunar á dönsku, en þá gerðist það, að þeir lustu upp fagnaðarópum, Leifur bróðir minn og þessi maður. Hér var þá kominn Árni B. Björnsson, gullsmiður, bróðir Haraldar Arnasonar kaupmanns. Þeir voru kunn- ingjar, Leifur og hann og við fórum út með honum um kvöldið. Honum fannst óhæfa að ég væri að vinna þar í Höfn og kvaðst hann mundi reyna að útvega mér húspláss fyrir mvndastofu, þegar heim kæmi. Ég tók þessu ekki sem verst, en nokkru seinna, þegar hann var kominn heim, fékk ég skeyti frá honum, þar sem hann sagðist vera búinn að festa kaup á stofu fyrir mig. Ja, — ég fékk nú bara hálfgert „sjokk“ í bili, en auðvitað dreif ég mig í þetta. Ég keypti slatta af efni, en eina mynda- vél átti ég og notaði hana í myndatök- ur fyrir blöðin. Og hér er ég, og hef verið síðan — nú er komið á fjórða áratuginn síðan ég kom heim, það var árið 1925. Þá fékk ég vélina mína, blessaða, sem ég hef not- (Framh. á bls. 57) 20 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.