Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 21
Það kemur fyrir að kollurinn tæmist og hugmyndaflugið verður allt í einu að engu, þegar til þess kemur að velja jólagjafir. Ef þessi fáu atriði, sem hér eru talin, gætu eitthvað bætt úr því, er tilganginum náð. Þarna er til dæmis mjög einfalt en notadrjúgt skrifborð. Það er aðeins plata, ca. 70 cm breið og undir henni einn fótur, sem hægt er að brjóta saman undir plötuna. Plötuna má láta hvíla á örmum stóls eins og myndin sýnir og þá er fengið ágætt lestrar- eða skrifborð. Lítill og þægi- legur leslampi er alltaf góð gjöf, svo ekki sé talað um kertastjaka. Þeir eru hér úr innbrenndu járni, sem nú er mikið notað, og fer vel með nútíma hús- gögnum. Þarna er líka skóhorn svo listilega gert, að lítið þarf að beygja sig niður og það getur stundum komið sér vel. Þá eru hér þrír hlutir, blaðagrind, spaði til að hafa á heitt ílát og statíf fyrir pípusett ásamt öskubakka. Allt er þetta úr innbrenndu jámi og vafið með basti, og fæst í kaupfélagsbúðum og öðrum verzlunum um allt land. JÓLABORÐIÐ Nú er komið að því að skreyta jólaborðið. Ekki er aðalatriðið að hlaða allskon- ar dýrmætu skrauti á það, heldur getur einfaldleikinn og smekkvísin ráðið þar miklu. Fallegast er að skreyta með kertum og blómum, auk þess sem það eykur á hátíð- leik jólanna. Hér birtum við nokkrar fyrirmyndir, sem gaman væri að spreyta sig á. Við tökum fram fallega skál, sem fer vel við matar- stellið, fyllum hana mosa og stingum þar í eilífðarblóm- um eða blómalaukum. Gæta verður þess að vökva mos- ann aðeins svo, að hann harðni ekki. Há og mjó kerti fara vel við. Skreyta má með kornaxi, einnig má nota puntstrá. Klippa má toppinn af nokkr- um þeirra og setja litlar jólakúlur í staðinn. Gild, hvít kerti prýða borðið. Neðsta myndin. Takið eftir diskadúknum, sem Iiggur undir hverjum diski og kem- ur í staðinn fyrir dúk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.