Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 26
— Ekkert er nýtt undir sólinni — ABSTRAKTLIST AÐ FORNU OG NÝJU Eftir Gísla Sigurðsson Því hefur ævinlega verið líkt farið um ungdóminn og listina á hverjum tíma, að dómi þeirra, sem komnir eru til „vits og ára.“ Hvorttveggja hefur jafnan ver- ið á hraðri leið til glötunarinnar. Þó er það svo, að mannkynið er víst hvorki verra né betra að innræti né gáfum heldur en var fyrir þúsundum manns- aldra. Um listina er svipað að segja. Allt frá því er maðurinn hlaut þá náðargjöf, sem nefnd hefur verið fegurðarskyn, hefur hann ekki getað lifað á brauði einu sam- an. Hitt getur svo verið vafamál, hvort listsköpun síðari tíma taki fram ýmsu því, sem liggur eftir fornöldina. Sumir kunna að hrista höfuðin í hneykslun og spyrja: Til hvers hefur þá verið barizt? Því er til að svara, að framför er mjög afstætt hugtak og það sem einn kann að nefna því nafni, mundi annar telja hið gagnstæða. List hefur jafnan verið sett í samband við hæfileika til vissra hluta, sem tiltölulega fáum er gefið. En algildur mælikvarði fyrir list eða fegurð hefur aldrei fundizt og finnst sjálfsagt aldrei. Þar af leiðir, að oft getur verið mjög erfitt að ákveða, að eitt sé list en annað ekki. Venjulega kemur það í ljós, þegar frá líður, hvers virði listsköpun liðins tíma er. Sam- tíðin getur aldrei að fullu um það dæmt. íslenzk Þórsmynd frá 10. öld. Myndin minnir að mörgu leyti á nútímalist. Hin eilíja hringrás. Brezki sagnfræðingurinn Arnold Toyn- bee var hér á ferðinni fyrir nokkru. Bæði þá og áður hefur hann iátið þá skoðun í Ijós, að fjölmörg fyrirbrigði mannlegra athafna sé fróðlegt að skoða af sjónar- hóli sögunnar. Sagan endurtekur sig bæði í smáum og stórum atriðum. Það er eins og lífið byggist á hringrás, allt frá gangi sólkerfanna til smæstu atvika í daglegu lífi. Þegar litið er á listasöguna, kemur einnig í ljós þessi furðulega hringrás. í stórurn dráttum skiptast þar á fjög- ur stig. Þau endurtaka sig með mis- jafnlega löngu millibili og að sjálf- sögðu eru engin greinileg takmörk milli þeirra. En gangur þróunarinnar er alltaf á sama veg. Listin er ávöxtur mannshugans og þessvegna eðlilegt, að hún breytist með breyttum lífsskoð- unum og kjörum. Mannkynssagan greinir frá allmörg- um aðgreindum menningarskeiðum. Þar má nefna mesópótamíska, egipzka, gríska og rómverska menningu. A þessum menningarskeiðum hefur listin breytzt samkvæmt áður sögðu lögmáli og skal reynt að gera nánari grein fyrir því. Þegar listformið breytist, er vanalega hægt að setja það í samband við ein- hvers konar umrót á öðrum vettvangi. Það geta verið þjóðfélagslegar breyting- ar, það getur verið í sambandi við breyt- ingar á trúarlegum viðhorfum, stjórn- málum, tæknilegum framförum eða breyttum lífsskoðunum. Þegar listasag- an er athuguð á þennan hátt, kemur í ljós, að hún er ekki aðeins annáll þess, 26 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.