Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 28
Klæðnaðurinn verður fyrir áhrifum af listinni: Viðhafnarföt í Barokstíl. Þriðja stig þróunarinnar: Barok. Mynd- flöturinn er ofhlaðinn og vfirspenntur. ir listina. Það raunverulega tillag lista- mannsins til verksins hefur aldrei verið minna. Eftir er aðeins tæknin og mjög fallegt og nákvæmt handverk. Sjalfur kjarni málsins er algjörlega horfinn sjón- um, en aukaatriðin skipta mestu máli. Menn Ieggja sig í líma við að komast að því, hvort það hafi verið fura eða eik í krossi Krists og skeggbroddarnir verða þýðingarmikið atriði í andlitsmynd. Þegar síðasta natúralistiska tímabilið stóð sem hæst, héklu menn sig hafa höndlað hina sönnu fullkomnun í list- inni, þegar þeim hugkvæmdist að gera gibsmót af mannslíkama til þess að móta hann sem nákvæmast. Þegar svo er komið fyrir listinni, bendir margt til þess, að langt og merkilegt menningar- skeið muni senn komið að hruni. Menn eygja dagsbrún nýs tímabils mikilla breytinga. Ljósmyndavélin kemur til sögunnar. Það var kaldhæðni örlaganna, að ljósmyndavélin skyldi vera fundin upp á listskeiði hinnar nákvæmu náttúru- stælingar. Þó er það ef til vill ekki vonum framar, þegar þess er gætt, að tilkoma hennar er að einhverju leyti sprottin af ríkjandi löngun til ná- kvæmrar eftirlíkingar. Með tilkomu hennar álitu margir listamenn, að nú væri myndlistin óþörf. Myndavélin hefði endanlega leyst hana af hólmi og gæti gert þetta miklu nákvæmar en mannshöndin. Sem sagt, það var ekki gerður greinarmunur á skrásetningu sýnilegra fyrirbrigða og listrænni sköpun. Það er hinsvegar augljóst mál, að upp- finning ljósmyndatækninnar hefur haft mikil áhrif á myndlistina. Margir sáu strax, að það var hvorki gerlegt né æski- legt að keppa við myndavélina. Þetta átti ekki sízt við um andlitsmyndagerð, sem var snar þáttur í myndlistinni. Það er til dæmis talið að Þórarinn B. Þor- láksson hafi mikið til hætt að mála and- litsmyndir eftir að ljósmvndarar komu til sögunnar hér. Litlu síðar fara nýir straumar að gera vart við sig og menn taka að eygja dags- brún hins nýja tíma. Sá tími, sjálf nú- tíðin, hefur haft í för með sér meiri breytingu fyrir mannkynið en nokkurt annað árabil í sögu þess. Það hefur ver- Fjórða stigið: Natúralismi. Aðeins fallega unnið handverk er eftir. SAMVINNAN ið tímabil alhliða tæknilegra framfara, en um leið styrjalda og umróts. Listamennirnir hafa ekki fremur verið við eina fjölina felldir á þessum síðustu og verstu tímum. Verk þeirra hafa spegl- að aldarfarið. Breytingar og nýjungar á þeim vettvangi hafa verið meiri en nokkru sinni hefur þekkzt. Abstraktlist 20. aldarinnar. ..Nú er hið hefðbundna Ijóðform loks- ins dautt,“ kvað Steinn Steinarr. Hið sama gildir um myndlistina. Natúral- isminn er hruninn og við erum stödd á ný í arkaisku listskeiði. Með öðrum orð- um. það er verið að leita að einhverju nýju í myndlistinni, sem sé í samræmi við líðandi stund og komið geti í stað þess gamla. Sú þróun á væntanlega eftir að halda áfram í langan tíma, áður en finnst sá klassiski stíll, sem eftir sögunni að dæma kemur á eftir. Abstraktlist nútímans hefur ekki orð- ið til á nokkrum dögum fyrir fáeinum árum eins og margir halda. Upphafið má Iíklega helzt rekja til Cézanne og ex- pressíonismans á öldinni sem leið. Þá fór skriðan af stað og þegar fyrir síðustu aldamót voru nokkrir listamenn bvrjað- ir að mála abstrakt. Það er vanalegt að kalla stílfærðar myndir abstrakt, en það er ekki alls- kostar rétt. Orðið abstrakt táknar ein- ungis eitthvað óhlutlægt (non-figura- tiv), það er að segja, myndin er bygg- ing lita og flata, sem fela gildið í sjálf- um sér, en ekki sýnileg eftirmynd neins úr náttúrunni. Innan abstraktlistarinnar hafa komið fram nokkrar ólíkar stefnur. Ein er mjög stíf og „geómetrísk" og hefur stundum verið nefnd „reglustrikukúnst“ af and- stæðingum. Onnur er frjálsari hvað form- in snertir og leyfir betur ljóðræn tilþrif og skáldlegt hugarflug. Svo hafa komið fram alls konar annarleg afbrigði, eins og til dæmis Tatchismi. Hann byggist á því að skvetta litum á léreftið, eða láta þá renna úr dósum á skáhallan mynd- flötinn. Með því móti verður útkoman hrein tilviljun, en þar sem það er haft fyrir satt, að listin sé ávöxtur manns- andans, ætti hún fremur að vera háð ró- legu mati en tilviljunum. Hörð átök og skilningsleysi. Mikil átök og deilur hafa orðið um hina nýju liststefnu og það er mjög eðlilegt. Allur almenningur stendur föstum fótum í því liðna og á í erfið- leikum með að skilja og viðurkenna hana. Mörgum finnst, að hvert bam gæti gert viðlíka kúnstir og það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.