Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 30
BLINDIR ATHAFNAMENN III. ur er aðeins farinn að tapa minni. — og eins er heyrnin að byrja að gefa sig. — Já, ég er orðinn gamall eins og þú sérð, 84 ára. Fæddur hér á Mófellsstöðum þjóðhátíðarárið 1874 á Pétursmessu og Páls. Faðir minn bjó hér og sömuleiðis afi rninn og langáfi. Mér er sagt, að ég hafi haft fulla sjón í tæpt ár og örlitla skímu til 7 ára aldurs. Aðeins örfáir hlutir eru mér minnisstæðir enn þann dag í dag, frá þessum árum. Ég man til dærnis eftir mismun á degi og nóttu, ég sá sólina og ég sá líka stjörnurnar og líkti þeim við bólur í hnakk. Ég man líka eftir því, að fífa var öðruvísi en annað gras. Himinblámanum man ég óljóst eftir, en svart og hvítt finnst mér ég sjá greinilega fyrir mér. Orlitla hug- mynd hef ég um rautt og það stendur í sambandi við rauða meri, sem ég hélt mikið upp á. En mannsandlit get ég ómögulega munað eftir, að ég hafi séð, aldrei nokk- urntíma. — Ég fór upp að Gilsbakka með föð- ur mínum, þegar ég var sjö ára — ríð- andi auðvitað. Það átti að láta séra Magnús á Gilsbakka líta á augun í mér. „Ég kiappaði saman lófunum og bergmálið hjálpaði mér að rata" Rætt við þjóðhagann Þórð á Mófellsstöðum — Til hvers væri að vera með æðrur — Skorradalurinn hefur j)að orð á sér, að vera með fegurri sveitum þessa lands. Þar er mjög hlýleg náttúrufegurð, skóg- urinn, vatnið og Skarðsheiðin leggjast á eitt. Þegar ég var þar á ferðinni í sumar til þess að heimsækja Þórð á Mófells- stöðum, var ilmur í loftinu af skógi og töðu. Það er farið vfir dalinn rétt fram- an við Skorradalsvatn og þá blasa Mó- fellsstaðir við með Skarðsheiðina að baki. Enn er talsverður snjór í henni, þótt komið sé fram á mitt surnar. Tún- inu hallar lítilsháttar upp að bænum. Þar er snyrtilega umgengið, jámvarið timburhús, steinsteypt útihús, jeppi og dráttarvél á hlaðinu. A Mófellsstöðum býr Vilmundur Jónsson, bróðir Þórðar, og kona hans Guðfinna Sigurðardóttir. Þau vory bæði heima við og mér var boðið til stofu. Þar voru svo falleg húsgögn, að unun var á að horfa: Borðstofuborð, stólar og skápur. Það var í nýjum og léttum stíl, en þó minntist ég þess ekki að hafa séð svipuð húsgögn í búðum. Enda kom það á daginn, að slíkt mundi vandfundið í búðum, því hér var um að ræða heim- ilisiðnað á Mófellsstöðum. Þórður hafði Grein og myndir: Gísli Sigurðsson smíðað skápinn, en sonur þeirra hjóna hafði smíð- að borðið og stól- ana. Þótti þeim augljóst, að hann hefði svipaðar hagleiksgáfur og Þórður, frændi hans. Litlu síðar snai'- aðist Þórður inn úr dyrunum,kvik- ur í hreyfingum, teinréttur oghvít- hærður. Hann er maður fremur hár vexti og enn sindrar af honum lífsfjörið. — Sæll veri maðurinn. — Ja, það er nú það, kominn til að skrifa. Gestur Þor- grímsson kom nú til mín í vetur — al- deilis fyrirvaralaust, eins og þú nú. En látum okkur sjá, það ætti að vera hægt að rifja þetta upp. Það er verst, að mað- Mófellsstaðir í Skorradal. Skarðsheiðin og Heiðarhom að baki bænum. 30 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.