Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 47
— Nú vilja menn bafa þetta einfaldara. Þórður á Mófellsst. (Framh. aj hls. 31) hættir að nota. Sögin er i bezta lagi enn- þá. Ef þú labbar með mér niður í kjall- arann, þá skal ég saga svolítið fyrir þig. Annars er ég nú alveg hættur þessu. Svo gengum við niður í kjallarann. Þar var sögin á sínum stað og Þórður tók fjalarbút, stillti sögina á nákvæma breidd og steig á fótskemilinn. Við það snýst stórt hjól og af því liggur reim á miklu smærra hjól, svo að snúningshrað- inn á sjálfu sagarblaðinu verður mjög mikill. Annars ætla ég ekki að lýsa sög- inni nánar, en vona, að myndin segi eitthvað til um útlit hennar. í kjallaranum var mikið af allskonar smíðaáhöldum og ég spurði Þórð, hvort hann hafi smíðað sér fleiri áhöld en sög- ina. -— Ég smíðaði mér hefla hér áður fyrr, en kevpti auðvitað í þá tönnina. Onn- ur áhöld man ég ekki eftir að ég hafi smíðað. I seinni tíð eignaðist ég ágæt verkfæri, til dæmis maskínu til að bora járn og með henni var líka hægt að bora tré. Þó notaði ég oftast venjulega hjól- sveif við það. Húsið hérna á Mófellsstöðum var smíðað 1926 og ég hjálpaði talsvert til við það. Þá átti ég orðið algengustu áhöld og smíðaði alla gluggana í húsið og eitthvað af hurðum og innréttingum. Og það er eins og þú sérð með gluggana, að það er miklu flóknara smíði á þeim heldur en vanalegt er að hafa það nú til dags. Nú vilja menn hafa þetta einfalt og laust við allt útflúr. Já, smekkurinn breytist, maður lifandi. — Mig minnir, að ég liafi séð mynd af skáp með snúnum súlum á hornunum, sem þú hefur smíðað. — Já, það er rétt, — það var mikið verk. Ég gerði snúninga á súlurnar eins og á tappatogara og tálgaði það nálega eingöngu með vasahníf. Snúningarnir urðu að vera nákvæmlega jafnmargir á livorri súlu og ég fékk það til að passa nákvæmlega. Reyndar bjó ég mér til verkfæri, sem gerði mér ögn hægara fyr- ir með snúningana, — ég held að það sé til ennþá. Ég smíðaði tvo svona skápa, annar er á Svarfhóli, en hinn hjá systur minni í Reykjavík. Svo smíðaði ég heil- mikið af hlut, sem kallaður er „dægra- dvöl“. Það er einskonar gestaþraut úr koparvír. Nú, og allt mögulegt annað, borð, stóla og allskonar skápa. Ég fékk að þreifa á þessum hlutum á verkstæð- um í Reykjavík og mundi þá alveg, þeg- ar að því kom að smíða þá. — Hefur þú ekki yndi af tónlist eins og margt blint fólk? — Ég hafði ákaflega gaman af söng og músík, áður fyrr spilaði ég á orgel, eftir eyranu auðvitað. Ekki var nú um annað að ræða. En nú er ég alveg hætt- ur því. — Heyrnin er farin að bila eins og ég sagði þér. Þó get ég hlustað á út- varp og hef gaman af því. Messunum sleppi ég aldrei, hef mikið yndi af söngn- um og ræðunum og þekki prestana á röddinni. Við eigum kirkjusókn að Hvanneyri héðan. Þar fermdist ég og hef oft farið þangað til kirkju. — Trú- maður? Já, það hef ég alltaf verið. — En hvað um bækur og blöð? — Ég hef alltaf látið lesa fvrir mig bækur og blöð, já, mikil lifandis ósköp. Og mikið hlakkaði ég til þess, þegar blöð- in komu — á þriggja vikna fresti. Það var nú áður en útvarpið kom. Hafði líka ákaflega gaman af skákl- skap og lærði mikið af rimum í gamla daga — og kvað þær. Ég kunni líka mik- ið af Ijóðum og hafði afskaplega gaman af því að heyra íslendingasögurnar lesn- ar. Ég trúi nú ekki öllu sem stendur í þeim, en þær eru jafn vel skrifaðar fyr- ir því. Og Einar Kvaran, ég var hrifinn af honum. Líka Gesti Pálssyni og Jóni Trausta. — En Kiljan? — O-jú, víst er ég það. En fremur því, sem hann hefur skrifað nú í seinni tíð. Svo gengum við út á hlaðið. Þórður var svolitla stund að átta sig og segir ratvísina fara þverrandi með aldrinum. — Eg átti mjög liægt með að rata áð- ur fyrr. Já, blessaður góði, ég gat farið um allar trissur hér heimafyrir. Þegar ég fór um túnið og var ekki alveg örugg- ur, þá klappaði ég saman lófunum og bergmálið sagði mér, livar ég var stadd- ur. — Og nú er klukkan kortér yfir tvö, sagði Þórður og tók upp vasaúr og þreifaði á því. Vísarnir eru berir og upp- hleyptir punktar í stað talna. — Eg hafði gaman af að láta kunn- ingjana sjá festina á úrinu eftir að ég fékk það. Þeir furðuðu sig á þessu monti í kallinum. En svo tók ég það upp og sagði þeim, hvað klukkan var. — En tíminn í heild sinni. Hefur hann verið fljótur að líða? — Já, blessaður vertu, þetta hefur verið ákaflega fljótt að líða. Mér hefur alltaf liðið svo vel. Engar æðrur, nei, til hvers væri líka að vera að kvelja sig með því. Svo kvaddi ég öldunginn, og þegar bíllinn kom út á þjóðveginn fyrir neð- an Mófellsstaði, stóð hann enn á hlað- inu og silfurhvítar hærurnar báru við dimmbláan litinn í Skarðsheiðinni. Framtíð .... (Framh. af bls. 22) sumra húsameistaranna, einkum þeirra yngri, gefa þó nokkra von. Því skal ekki trúað fyrr en á reynir, að landinn ætli að gefast upp við að að- lagazt skammlaust fjörðum og fjöll- um. Skálholtsbyggðina hygg ég bezt setta sem næst Iðubrúnni og jafnvel beggja vegna, en skal annars ekki ráð gefa, nema hvað mér virðist æskilegt að gróðursettir yrðu sem allra fyrst lundir að minnsta kosti á báðum biskupsstólum, og það garðar sem um munar. Jón biskup Arason og synir hans — sem ekki voru nefndir á nafn á Skálholtshátíðinni — ættu fyrir því, að aftökustaðurinn yrði girtur og fáein tré gróðursett til minningar um einu trúar- og frelsishetjur landsins. Það ætti ekki að þolast að það end- urtæki sig, að framferðið gegn þeim sé feimnismál. SAMVINNAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.