Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 51
Sara og Napóleon Jónsson voru komin fram í eldhúsið, og þangað fór Gunnar með Imbu litlu. Hann var enn ekki bú- inn að ná sér, en byrjaði samt að tala með sannfærandi rómi: — ,.Hér er kom- in önnur stúlka,“ sagði hann, „og það er alveg tilvalið. Þér nægir ekki minna en tvær, og svo geturðu byrjað að selja mat, — að minnsta kosti smurt brauð og hafragraut. Það er svo oft spurt eftir slíku.“ Ungfrú Sara, er leit þegar á sig sem ráðskonu fyrirtækisins, var Gunnari sammála. Hún lét þau orð falla, að hér væri hægt að gera mikið og margt, og auðvitað væri nauðsynlegt að fá aðstoð- arstúlku. Napóleon Jónsson horfi á hana aðdá- unaraugum og kinkaði kolli í ákafa. — „Já,“ sagði hann, „hér er hægt að gera margt og mikið —.“ Hann kafroðnaði og bætti stamandi við: ,,Ja, ég meina — í kaffihúsinu — svona.“ „Mér sýndist litla herbergið þarna vera autt?“ sagði ungfrú Sara og var þegar tekin að skipa málum. „Ingibjörg getur sofið þar, en ég verð fyrst um sinn hjá frænku rninni hérna niðri á Hverfis- götu. Auðvitað þyrfti ég að borga henni eitthvað fyrir það.“ „Já, sjálfsagt, — náttúrlega!“ sagði Napóleon Jónsson, og rödd hans var loð- in af gleði. Það kom upp úr kafinu, að Imba átti hvergi höfði sínu að að halla, og varð því að ráði, að hún flyttist þangað strax um kvöldið. — „Eg skal hjálpa þér að ná í farangurinn þinn,“ sagði Gunnar Berg. En hún fór öll hjá sér og stundi því loks upp. að hún hefði ekkert meðferðis nema dálítið knýti, sem hún enn hélt á. VII. A annarri hæð yfir Litlakaffi bjó Jón- mundur brennivínssali. Hann var um þær mundir landskunnur fyrir dugnað sinn og hagsýni í þessari viðskiptagrein. Jónmundur var smávaxinn maður og fölleitur. ljúfur á manninn með lymsku- legt augnatillit. En allir vissu, að góð- mennskuútliti hans var lítt treystandi, því að hann sveifst einskis, ef í það fór, og gat þá orðið beinlínis hættulegur. Lögreglan bar mikla virðingu fyrir hon- um, því að enn hafði henni aldrei tek- izt að standa hann að verki. Hann hafði komið nokkrum sinnum inn í kaffistofuna og litazt þar um, en ekki neytt neins. Gunnar Berg virti hann ávallt vandlega fvrir sér, og þar kom, að hann settist hjá honum, bauð upp á kaffi og spurði fjarska ljúfmannlega, hvort myndhöggvarinn vildi ekki þiggja Dag einn kom Jónmundur brennivínssali og bauff Napóleoni vindil og einn gráan. út í það. Gunnari kom fátt betur þá stundina, því að hann var í illu skapi út af því, að einhver hafði orðið til þess að kæra hann í stúkunni fyrir víndrykkju. Auk þess hafði Fríða verið óvenjulega köhl og hörð við hann, síðast er þau hittust. Hún hafði jafnvel haft á orði, að í framtíðinni gæfist henni varla tími til að vera svona oft með honum. Hann þáði því út í kaffið hjá Jónmundi, sem var óspar á dropann og fyllti bolla hans aftur og aftur. Fannst honum mikið til um þennan alúðlega mann, og urðu þeir þegar beztu kunningjar. — Það var mikil breyting á orðin í Litla- kaffi, eftir að Sara kom til skjalanna. Nú var farið að selja hafragraut, lafs- kássu og smurt brauð með ofanáleggi auk fyrri veitinga, og stóð hún fyrir því öllu af miklum skörungsskap. Þegar mikið var að gera, kom hún fram úr eldhúsinu í bláum léreftskjól með hvíta svuntu og hjálpaði Napóleoni Jónssyni við afgreiðsluna. Ilún var feikna mynd- arleg á velli og levfði engum að vera með neinn ærslagang, en var annars bæði kát og skemmtileg í umgengni við gestina. Leið ekki á löngu, áður en hún stjórnaði öllu þar innan stokks, og gerði það af mestu rausn og prýði. Innkaup öll og reikningshald tók hún að sér frá byrjun, og létti við það miklum þunga af hcrðum Napóleons Jónssonar, sem var til margs annars betur fallinn en and- legrar áreynslu. Var nú svo komið, að hann þurfti lítið á sig að leggja. en gat verið raunverulegur vert og staðið löng- um stundum við afgreiðsluborðið með draumlyndislegum spekingssvip. Imba litla var í eldhúsinu og gerði þar allt óaðfinnanlega undir handleiðslu Söru. Nú var. heitur matur á borðum tvisvar á dag handa Napóleoni Jóns- svni og Gunnari Berg, en alloft tók Rauðkollur stúdent einnig þátt í mál- tíðunum. Lét Sara það óáreitt í fyrstu, en þegar frá leið, hafði hún orð á því við Napóleon, að það væri talsverður aukakostnaður að gefa tveim mönnum fæði. Napóleon Jónsson eyddi því með hægð, kvað Gunnar Berg eiga þetta hjá sér fyrir hjálp og aðstoð og Rauðkoll vin sinn. — „Þetta eru fínir menn og gott að eiga þá að,“ sagði hann í afsök- unarskyni. Féllst Sara á það með nokkr- um semingi. Svo stóð Napóleon Jónsson við af- greiðsluborð sitt með sælubrosi á vör, meðan dagarnir liðu og haustið varð að vetri. I liuga hans ríkti logn og kyrrð hamingjunnar, því að lífið var nú orðið honum svo gott og þægilegt, að aðeins eitt vantaði á, að það yrði fullkomið. Ilann horfði í laumi út undan sér á ung- frú Söru, sem gekk frá borði til borðs í hans eigin restaurasjón og afgreiddi við- skiptavinina með vingjarnlegum mynd- ugleika. — Hversu unaðsleg var hún ekki í augum hans! Þessir rósrauðu hand- leggir, sem erfitt myndi að spanna, svo digrir voru þeir, breiðleitt og brosmilt andlitið, munnurinn rjóður og brjóstin eins og fimmtíu punda hveitipokar vfir stæðilegum mjöðmum! Aldrei hafði hann áður séð slíka kvenveru. Hún tók jafn- vel óskum hans fram. Og hvernig átti hann nú að fara að því að láta hana skynja tilfinningar hans? Það olli honum dálítilli órósemi, en þó var liann sann- færður um, að allt myndi fara vel. Hann bar jafnvel þá von í brjósti, samkvæmt þeirri reynslu, er hann þegar hafði af henni, að hún mundi með tímanum taka þessa hlið málsins í sínar hendur, svo að hann þyrfti ekki mikið fyrir því að hafa. Og það eitt, að sjá hana ganga um húsa- kynnin, var sælt og fagurt; honum nægði það fyrst um sinn. Dag einn kom Jónmundur brennivíns- sali til hans, þar sem hann stóð hjól- beinóttur og spekingslegur á bak við af- greiðsluborðið, bauð honum vindil og fór að tala við hann um alla heima og geima. Einhvern veginn atvikaðist það þannig, að þeir fóru inn í eldhúsið og settust þar við borð. Þá tók Jónmundur fulla kon- íaksflösku upp úr vasa sínum og spurði, hvort vertinn vildi ekki þiggja einn grá- an. Napóleon Jónsson leit blíðlega til flöskunnar og þáði hálft staup. Hann hafði annars gert mjög lítið að því að fá sér ,.pinna“, síðan hann setti á stofn Litla kaffihúsið. SflMVINNAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.