Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 2
Móðir og barn. Málverk eftir Carlo Maratta, sem uppi var á árunum 1625— 1713. amvmnan DESEMBER 1960 - LVI. ARG. 12. Útg.: Samband ísl samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Sveinsson. Blaðamenn: Örlygur Hálfdánarson, Dagur Þorleifsson. EFNI: 4. Frá myrkri til ljóss, Guðmundur Sveinsson. 6. Hróðólfur biskup í Bæ, séra Ein- ar Guðnason. 7. Sumar kirkjur messa sjálfar, Dagur Þorleifsson. 8. —9 Kirkjuteikningar. 10. Fallinn Samvinnuforingi, Dr. Þorksll Jóhannesson. Minn- ingargrein, Guðmundur Sveins- son, Jónas Jónsson. 12. Hátíðahöld á Borðeyri, Dagur Þorleifsson. 16. Framhaldssagan, Meyjnrnar frá Martinique. 18. Vestfjarðarför Sveins Björnsson- ar, forseta, 1951, skráð af Birgi Thorlacius, ráðunsytisstjóra. 22. Ævintýri frá Hawaii. 25. Einu sinni var, smásaga eftir eftir Tsekoff. 27. Á Heljardalsheiði, kvæði eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. 29. Dagur Þorleifsson rabbar við yngsta kaupfélagsstjórann. 31. Stjörnuspáin. 32. Letrið á jörðinni, smásaga eftir Selmu Lagerlöf. 37. Karl Kristjánsson, alþ.m. ræðir við Skúla Guðmundsson alþ.m. í tilefni sextugsafmælis hans. Fylgirit: Jólabókin, Arthúr konungur. Fréttabréfið. Blaðið kemur út mánaðarlega. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sam- bandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarslmi er 17080. Verð árg. er kr. 120, í lausasölu kr. 12.00. Gerð myndamóta annast Prentmót hf. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda hf. Kaupfélag Hrútfirðinga opnaði nýlega glæsilegt verzlunar- og skrifstofuhús á Borðeyri. Borðeyri má með réttu teljast nokkurs konar helgistaður í augum íslenzkra sam- vinnumanna. Árið 1869 gekkst Pétur Eggerz, bóndi og verzlunarstjóri á Borðeyri, fyrir stofnun verzlunarfé- lags með bændum á norðvestanverðu landinu. Ásamt Gránufélaginu, sem stofnað var um sama leyti, átti þetta félag ómetanlegan þátt í að ryðja samvinnuhpgsjóninni braut hérlendis. Arthúr konungur og riddarar hringborðsins. Jólablaði Samvinnunnar í ár íylgir í sérstöku riti frásögn af Arthúr kon- ungi og riddurum hringborðsins. Er hér um að ræða fornkeltneskar hetju- sagnir, sem eiga rót sína að rekja til sjöttu aldar e. Kr. Sögusviðið er eink- um England, sérstaklega vestari hluti þess, og Wales. Mótun sína hlutu sagn- ir þessar aðallega á riddarat.ímun- um, enda færðar í letur um það leyti. Þær eru tvímælalaust hinn merkasti arfur, bókmenntalega og þjóðfræðilega séð, sem Keltar hinir fornu hafa látið eftir sig. Margar sagnanna bárust um gervallan hinn kristna heim þegar snemma á öldum, t. d. til íslands,sam- anber danskvæðið um Tristram og ís- old og rímurnar af Flóres og Blansi- flúr. Hvergi hefur þó frægð Arthúrs og kappa hans verið meiri en í hinum engilsaxneska heimi, og um þessar mundir mun vera í Englandi hafinn undirbúningur að töku kvikmyndar um þessar dáðrökku ævintýrahetjur. Vitað er, að töluvert af keltnesku blóði rennur í æðum íslendinga, og oft hefur verið um það rætt og ritað að hin mikla bókmenning okkar að fornu og nýju ætti rætur sínar að rekja til keltneskra erfða. Hér skal enginn dómur á það lagð- ur, en hitt leynir sér ekki, að margt, sem fyrir kemur í hinum keltnesku sögnum á sér hliðstæður í fornbók- menntum okkar. Sir Lancelot, ímynd riddaraskaparins, sem enginn gat jafnast við, hvorki á vígvelli, í kurteisi við konungshirð eða í eðallyndi og manngöfgi, minnir í mörgu á Gunnar á Hlíðarenda, og raunar fleiri persón- ur íslendingasagna. Sir Lancelot vó aldrei að óvini, sem lá fallinn fyrir fótum hans. Kári Sölmundarson æpti að brennumönnum sofandi, því hann vildi ekki vinna á liggjandi mönnum og vega skammarvíg. Jafnvel atgeir Gunnars og fleiri ákvæðavopn ís- lenzkra fornkappa eiga sína hlið- stæðu í Exkalíbúr, sverði Arthúrs. Þessi úrdráttur úr sögunum af Art- húr og köppum hans, er nú birtist sem fylgirit með Samvinnunni, er einkum ætlaður hinum yngri í hópi lesenda blaðsins, en vart er að efa, að margir hinna eldri munu einnig geta haft ánægju af. Benedikt Gunnarsson, listmálari, teiknaði myndirnar með sögunni eftir Selmu Lagerlöí, sem birtist í þessu blaði og er þýdd af Degi Þorleifssyni. Einnig teiknaði Benedikt myndina, sem fylgir áður óbirtu kvæði eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Karl Kristjánsson, alþingismaður, ræðir við Skúla Guð- mundsson, alþingismann, í tilefni af sextugsafmæli hans. Skúli á sæti í stjórn SÍS, auk margs annars, sem hann hefur sér á herðar tekið. Sam- vinnan vill nota tækifærið og árna honum allra heilla með það að vera kominn á 7. hæðina, eins og Karl kemst að orði í viðtalinu. Söluskattsgreiðsla Kaupfélags Héraðsbúa. í septemberhefti Samvinnunnar birtist skýrsla yfir söluskattsgreiðslu kaupfélaganna. Rétt er að geta þess, að þá féllu af vangá niður söluskatts- greiðslur Kaupfélags Héraðsbúa, en félagið hefur greitt kr. 83.023.00 fyrir fyrsta tímabilið. Biður blaðið viðkom- andi kaupfélag afsökunar á þessum mistökum. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, ritar í þetta hefti Samvinnunnar um heimsókn Sveins heitins Björnssonar, forseta, ti! Vest- fjarða sumarið 1951. Samvinnan óskar öllum ☆ lesendum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.