Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 8
i3 z 8 SAMVINNAN Bæjarkirkja verður 7.30 m. á breidd og 15,10 metrar á lengd undir einu þaki. Veggir eru lágir með gluggum með allri hliðinni, en risþak bratt og hátt. Þakið er borið uppi af bogum með 120 cm. millibili, og verður klæðning þess skar- súðuð. Turn strýtumyndaður er á kirkju- þaki, og er toppur hans 17.60 m. frá jörðu. Inngangur í kirkjuna er á vesturhlið vinstra megin við miðju, og er það gjört til að söngfólk komist fyrir til hliðar við inngang. Þannig staðsett er söngfólk með- al kirkjugesta, án þess að draga til sín of mikla athygli frá prestinum. Vinstra megin inngangs eru tvö sæti í röð, en sex sæti hægra megin. Kór er lyft um 3 þrep og altari fyrir miðri kirkju einu þrepi ofar. Til hliðar altaris eru lítil skrúðhús. Prédikunarstóll er hægra megin. Kirkjusalurinn tekur 70 manns í sæti með söngfólki. Arkitekt kirkjunnar Halldór H. Jónsson hefir verið öll sumur í Bæ frá 3ja til 12 ára aldurs og hefir því tilfinningu fyrir staSháttum. Hann hefir staðsett kirkjuna sunn- an núverandi kirkju, þannig aS hún í framtíSar byggS sé í betnni röS húsa á hæsta leiti bæjartúns, sem verið hefir séreinkenni byggSar á Bæ. Ætlast er til að kirkjan verði minnis- varði fyrsta biskupsseturs íslands.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.