Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 10
FALLINN SAMVINNUFORINGI Dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor Fæddur: 6. desember 1S95 Dáinn: 31. október 1960 Mjög fyrir aldur fram féll frá dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, í manndómskrafti, í mikilli önn. Hans var að verðugu minnzt við andlát og jarðarför og honum heiður sýndur, sem vert var. Hann hafði gefið þjóð okkar dýrmætan arf í starfi sínu. Hitt kom og líka fram í ræðu og riti sem sjálfsagt var, að dr. Þorkell hefði sjálfur í starfi sínu, áhugamálum og lífi öllu verið að ávaxta arf, sem hann hefði viðtekið og vissi sér á hendur falinn til varðveizlu. Sá arfur fólst meðal annars í hugsjón, sem náð hafði óvenjulegum og undraverðum tökum í æskubyggð hans og umhverfi mótunaráranna. Það var samvinnuhugsjónin. Það var engin tilviljun, að dr. Þorkell hverfur að starfi hjá samvinnuhreyfingunni íslenzku strax að loknu há- skólanámi. Dr. Þorkell tók ekki að sér störf til að öðlast af þeim lífsuppihald einvörðungu. í starfi varð hann að fá aðra og meiri svölun en hlotnast getur á þann veg. Hann varð þar sjálfur að geta fengið tækifæri til að gefa af fjársjóði dýpstu lífsskoðana. Einkenni er það á öllu starfi dr. Þorkels, að hann kaus sér ævinlega það hlutskipti að túlka líf og lífshugsjónir þeirra, sem skynjað hafa göfgun vinnunnar. Bændur og verkamenn voru kappar hans og hetjur. Þeim fyrst og fremst helgaði hann sagnfræðirannsóknir sínar svo sem alþjóð er nú kunnugt eftir kynningu verka dr. Þor- keis í blöðum og útvarpi. Fyrir verkamönnum og bændum og þeirra hagsmunum gerðist hann einnig brjóst, er hann tók að sér störf í þágu samvinnuhreyfingarinnar. Það er ekki nógu algengt á íslandi að skynja megi heilt og óspillt samband milli fræðimennsku og lífsskoðunar. Er slíkt kannske afsakanlegt. En harma ber samt þá til- hneiging, að sá vegur sé gerður verðandi fræðimönnum greiðfærastur til embættisframa, að rækta með sér hæfi- leikann að hafa engar skoðanir eða geta skipt um sann- færing. Vill þá svo fara, sem aðeins hefur orðið vart á okkar landi, að fræði- og menntamenn í stað hugsjóna fyllist metnaði að gera líf sitt sem frábrugðnast tilveru alþýðu manna, mælikvarðinn á yfirburði verði margföld laun og lífsþægindi. Dr. Þorkell Jóhannesson var maður mikils námsframa og var sem slíkur valinn til uppfræðslu manna, sem öðrum fremur eiga að standa vörð um íslenzka erfð og íslenzka menning. Þjóðin á vafalaust eftir að reyna, hví- lík gæfa það var, að til slíks starfs skyldi valinn maður, sem skynjaði að milli fræða og lífs á ekki að vera djúp staðfest. Fræði eru einskis nýt, ef þau lyfta ekki og þroska þá þjóð, sem þau eru fyrir unnin og auðga hennar líf. Samvinnumenn vita, að embættisframi spillti ekki manninum Þorkeli Jóhannessyni. Hann bar til hinzta dags hug þess, sem vinnur hörðum höndum, þess sem veit, að „vinnan er eitt form tilbeiðslunnar, — labor- are est arare“ —, leið til þrozka og göfgunar. Því geymist hans minning í virðing og þökk. Guðmundur Sveinsson. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.