Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 14
Gunnar Pét'ur 1. Nokkrir bændur hittast í stofu á bónda- bæ og ræða um verzlun- arkjör sín og möguleik- ana á því að stofna til samvinnuverzlunar til þess að bæta hag sinn. Samvinnuhugsjónin er þá að byrja að festa ræt- ur í hugum fólksins. 2. Samvinnufélag er stofnað og pöntunar- deild tekur til starfa. 3. Byggður er skúr til móttöku og skiftingar á vörum félagsmanna. 4. Skúrinn verður of lítill og er þá byggt stærra verzlunarhúsnæði. 5. Selstöðukaupmað- urinn gefst upp og býður til sölu verzlunarhús sín. Kaupfélagið bætir enn húsakostinn. 6. Nýtt, glæsilegt verzlunarhús er byggt á 50 eða 60 ára afmælinu. Síðastliðin 10 ár hafði þróunin í starfi kaupfé- laganna verið sérstaklega ör. Ný og glæsileg verzl- unarhús höfðu risið upp, vinnslustöðvar liöfðuver- ið byggðar fyrir fram- leiðslu og afurðir félags- manna, samvinnumenn höfðu komið sér upp skipaflota, byggt verk- smiðjur og tryggingafé- lag þeirra væri hið stærsta og öflugasta hér- lendis. „En þegar þessir mörgu draumar hafa ræzt, verður manni á að spyrja: Eru þá engin ný verkefni framundan fyr- ir samvinnuhreyfing- una? Dreymir okkur ekki drauma um ennþá meiri framfarir eins og forvíg- isntennina forðum? Jú, vissulega. Ef við sjáum ekki ný verkefni fram- undan, þá eiga sam- vinnufélögin ekki langa framtíð á íslandi. Það eru mörg verkefni sem bíða. Nýir tímar kalla á ný verkefni. Hitt er svo 14 SAMVINNAN Kjartan annað mál, að viðhorfin hafa mikið breytzt frá uppvaxtarárum félaganna. Þá var til mjög mik- ils að vinna, verzlunin var í hönd- um erlendra kaupmanna, sem tóku mikinn hagnað af þjóðinni og fluttu úr landi. Verkefnin í dag eru því ekki eins áþreifan- leg og þau voru fyrr á árum. Við höfum nú þegar unnið stóra sigra og því miður virðist þessu fylgja, að víga- móðurinn og félagsáhuginn dvíni frá því sem áður var. Hér er vissulega hætta á ferðum, og það er vissulega hætta í því fólgin ef takmörkin, sem hafa náðst, og óskirnar, sem hafa ræzt, leggja í dróma félagsáhuga og liug- sjónabaráttu. Stærsta verkefni samvinnuhreyfing- arinnar í dag er því að efla félags- hyggju og samvinnuanda meðal ungu kynslóðarinnar. Við þurfum að fá unga fólkið í vaxandi mæli með í félags- starfið. Við vitum, að það verður unga fólkið sem tekur við eftir tiltölulega fá ár. Við þurfum að tengja saman nú- tíð og fortíð, svo að þráðurinn ekki slitni.“ Annað lielzta framtíðarverkefni ís- lenzku samvinnuhreyfingarinnar taldi Erlendur fjárhagsmál hennar. Hún yrði að vera fjárliagslega sjálfstæð, en nú væri skortur á rekstursfé mörgum samvinnufélögum fjötur um fót. Sem þriðja aðalverkefni mætti nefna aukna hagkvæmni í rekstri, og hið fjórða aukna vöruvöndun. Ræðumaður vék síðan máli sínu sérstaklega að Kaupfélagi Hrútfirð- inga, og taldi, að vel hefði verið hald- ið þar á spilunum. Fjárhagur þess væri traustur og öruggur, þrátt fyrir nýafstaðnar framkvæmdir. Félagið hefði staðið vel í skilum við Sambandið og venjulega átt þar innstæður. Þessvegna kvað Erlendur sér hafa verið sér- staka ánægju að stuðla að því að Samvinnu- tryggingar lán- uðu nokkra upphæð til verzlunarhúss- byggingarinn- ar, enda væri og stefna fyrir- Kirkjukórinn syngur. tækisins sú að ávaxta sjóði sína að verulegum liluta úti á landsbyggðinni. Þá tók til máls Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu, fyrrum formaður Kaupfélags Hrútfirðinga. Hann ræddi meðal annars um upphaf samvinnu- hreyfingarinnar í Hrútafirði, byrjun- arörðugleika hennar og framþróun. Taldi hann, að líkja mætti þeirri sögu við ævintýrið af Hassan kaðlara, sem sagt er frá í Þúsund og einni nótt. Hassan þessi fékk tvívegis í hendur mikla fjármuni, en glataði þeim áður en hann fengi hagnýtt sér þá til nokk- urrar hagsældar. Var honum þá gefin blýsakka, er varð honum lykill að auði og allsnægtum. Verzlunarfélögin tvö, Gránufélagið og Húnaflóafélagið, hófu starfsemi sína með miklum glæsibrag, en kollsigldu sig þó innan fárra ára vegna fátæktar og vanskila félags- manna, veltufjárskorts og yfirgangs kaupmanna. En á rústum þeirra risu síðan lítil og fátæk kaupfélög, sem smámsaman þróuðust til að verða vold- ug verzlunarsamtök til hagsældar landi og lýð. Næstu ræðu flutti Skúli Guðmunds- son alþingismaður og formaður Kaup- félags Vestur-Húnvetninga, og færði hann Kaupfélagi Hrútfirðinga árnað- aróskir félags síns. Framhald á bls. 41 Hrútfirðingar hlýða máli ræðumanna, fullir athygli. Þeir eru, sem sjá má, á ölium aldri, æskan í fremsfu röð.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.