Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 18
Birgir Thorlacíus, ráðuneytisstjóri: Vestfjarðaför Sveins Björnssonar, forseta, 1951 Blómsveigur lagður að minnisvarða Jóns Sigurðssona á Hrafnseyri við Arnarfjörð. (Ljósm.: V. Sigurgeirsson). Sveinn Björnsson heim- sótti flest héruð landsins eft- ir að hann tók við forseta- embætti, þótt honum tækist ekki að koma á alla þá staði, er hann hafði ætlað sér, enda háði heilsuleysi honum síð- ustu árin og það miklu meir en menn almennt grun- aði, því að hann vildi sem minnst láta á því bera. Þótt heilsa hans væri eng- anvegin góð sumarið 1951, ákvað hann að fara í opin- bera heimsókn til Vestfjarða. Bað hann mig sem forseta- ritara að skipuleggja förina í samráði við sýslumennina á ísafirði og Patreksfirði, þá Jóh. Gunnar Ólafsson og Jó- hann Skaptason. Gekk það greiðlega og mæddi raunar meir á þeim og öðrum hér- aðsbúum en mér. Var förin ákveðin 31. ágúst til 4. sept- ember. Þátttakendur voru auk forseta, Henrik sonur hans, frú Gróa Torfhildur Björnsson, Vigfús Sigur- geirsson, ljósmyndari, sem jafnan fylgdi forseta á ferð- um hans, við Jóhann Gunn- ar Ólafsson, sem staddur var í Reykjavík, og Kristjón Kristjánsson, hinn óþreyt- andi bifreiðastjóri forseta. Get ég ekki stillt mig um að skjóta því hér inn í, að ég hef jafnan minnst með sér- stakri aðdáun þeirrar um- hyggju og lipurðar, sem Kristjón ávalt sýndi í starfi sínu fyrir forsetahjónin. Kom hin sívakandi umhyggja hans fyrir forsetanum vel í ljós á ferðalögum eftir að forsetinn var orðinn heilsuveill. Við lögðum af stað í bif- reið frá Reykjavík í fögru veðri, föstudagsmorguninn 31. ágúst. Var haldið sem leið liggur upp í Borgarfjörð og nesti snætt rétt áður en kom- ið var að Hreðavatni. Var hópurinn hinn glaðasti og sagði forseti frá ýmsu er á daga hans hafði drifið inn- an lands og utan, — meðal annars frá Sigríði í Bratt-- holti og baráttu hennar gegn Jdví að fegurð Gullfoss yrði spillt með virkjun. Ríkarður Jónsson gerði fyrir nokkru vangamynd af Sigríði og hefur verið rætt um að fella eirsteypu af myndinni í bergið við Gull- foss til minningar um land- vörn Sigríðar. Forseti sagði okkur margt frá Skarðverj- um, sem hann hafði annazt málarekstur fyrir og var eink- ar hlýtt til. En ætlunin var að gista fyrstu nóttina að Skarði á Skarðsströnd hjá Kristni bónda Indriðasyni og konu hans, frú Elínborgu Boga- dóttur. Á leiðinni var staðnæmst í Búðardal hjá Þorsteini sýslu- mann og frú Áslaugu. Voru þar fram bornar hinar beztu veitingar og dvalið um stund við að skoða hið mikla bókasafn sýslumanns og hlýtt á hann skýra frá, hvar og hvenær hann hefði aflað sumra hinna torfengnustu bóka, um leið og hann hand- lék þær með umhyggju bóka- mannsins. Forseti hafði mik- inn hug á að koma upp góðu bókasafni að Bessastöðum og átti sjálfur, eins og að líkum lætur, mikið safn. Og ekki virtist mér Jóhanni Gunn- ari leiðast innan um bækurn- ar. Fannst forseta hann fróð- ur og góður leiðsögumaður um Isafjarðarsýslur. Eftir dvölina í Búðardal, var haldið að Skarði, um Fellsströnd og Skarðsströnd. Voru það nýjar slóðir fyrir mig, — og þó nálega við hvern bæ bundnar minning- ar um frásagnir móður minn- ar frá æskudögum hennar í Akureyjum á Breiðafirði, sem á dögum Péturs Egg- erz, föður hennar, voru stór- býli, þótt nú muni eyjarnar í eyði. Ég hafði því skapað mér ákveðna hugmynd um umhverfið og stundum getur verið næsta erfitt að sam- rýma drauminn veruleikan- um. En í þetta sinn reyndist það auðvelt, því að umhverfi Breiðafjarðar svarar til beztu drauma. Fellsströnd og Skarðsströnd eru með feg- urstu stöðum, vogskornar með eyjum og skerjum fyrir landi. Lágu þar selir í sól- skininu og teygðu upp haus og afturhreifa eftir því sem sjór féll að, tregir að yfirgefa skerin fyrr en aðfallið gerði það óhjákvæmilegt. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.