Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 19
Frá Vestfjörðum (Ljósm.: V. Sig'urgelrsson). Á Skarði var okkur fagnað af einstakri alúð og gestrisni. Vorum við strax leidd í stofu og framreiddar einhverjar mestu krásir af íslenzkum mat, sem fyrir mín augu hafa borið. Hélt húsbóndinn uppi skemmtilegum samræð- um meðan á máltíð stóð og ræddust þeir forseti við um margt frá fornu og nýju. Sýndi hann okkur síðan staðinn, þ. á. m. kirkjuna, sem á ýmsa góða gripi. Þegar við reikuðum þarna um, tók Kristinn mig á eintal undir kirkjuvegg og segir í glettnis- legum tón: Ja, frændi, það var mikið að ekki skyldi verða hjónaskilnaður á Skarði þegar ævisagan hans langafa þíns kom út! — Hló hann dátt að erjum þeim, sem verið höfðu með Skúla Magnússyni á Skarði og sr. Eggerti Jónssyni á Ballará og sonum þeirra, — en sr. Eggert var kvæntur Guð- rúnu systur Skúla. Segir sr. Friðrik Eggerz frá samskipt- um þessum í ævisögu sinni, er gefin var út fyrir nokkrum árum og er ekki myrkur í máli, — enda hefur sitt hvað verið um hann sjálfan sagt fyrr og síðar, svo að eigi var vonum fyrr að heyrðist, hvernig mál horfðu við frá lians bæjardyrum. En hvað sem um það er, — ekki galt ég „ættaróvildarinnar" á Skarði. — Skarð mun vera það býli á íslandi, sem lengst hefur verið setið af sömu ættmönnum og á von- andi enn eftir langt blóma- skeið. Næstamorgun, 1. septemb- er, var förinni haldið áfram vestur að Arngerðareyri, með stuttri viðkomu í Króksfjarð- arnesi og að Bjarkarlundi, þar sem snæddur var hádegis- verður. Við Arngerðareyri beið varðskipið ÆGIR, svo sem ráð hafði verið fyrir gert. Var ætlunin að það flytti for- seta yfir að Reykjanesi, og síðan í Æðey, Vigur og víðar um Vestfirði, og að lokum til Reykjavíkur. Var þegar haldið um borð í skipið og yfir að Reykjanesi, en þar var fyrir margt héraðs- manna til að fagna forseta. Var honum haldið þarna hið bezta samsæti, — ræður flutt- ar og rausnarlegar veiting- ar fram bornar í húsi héraðs- skólans. Síðan var dvalið um hríð á heimili skólastjórans, Aðalsteins Eiríkssonar, og konu hans. Allt var þarna með miklum snyrti- og mynd- arbrag. Páll sýslunefndar- maður Pálsson í Þúfum hafði orð fyrir héraðsmönnum, en forseti svaraði með stuttri ræðu. Kom þar glöggt fram Minnisvarði franskra sjómanna í Reykjavík. (Ljósm.: P. Thomsen). hiim mikli áhugi hans á bún- aðarmálum og trú hans á framtíð íslenzks landbúnað- ar. — Þegar fagnaðinum lauk, var farið um borð í Ægi og gist þar um nóttina. Morguninn eftir var ráð- gert að fara til Æðeyjar, en þá hafði hvesst svo, að hætt var við þá fyrirætlan. Hins- vegar var farið í land í Vigur og höfð þar löng viðdvöl. Bjarni hreppstjóri fylgdi okkur um eyjuna og sagði okkur frá hinu landsfræga æðarvarpi í Vigur og Æðey, en þar og á Mýrum í Dýra- firði mun nú mest æðarvarp á íslandi. Nú var komið und- ir haust og æðarfuglinn bú- inn að yfirgefa varpstöðvar sínar að þessu sinni. Móttökurnar í Vigur voru hinar höfðinglesrustu, enda heimilið annálað fyrir mynd- arskap. Húsfreyian er systir Þorbiarnar á Geitaskarði, — en á það bvli verður manni jafnan starsýnt þegar fram- hjá því er farið, svo mjög sker það sig úr velflestum öðrum um snyrtilega um- gengni. Leitt þótti forseta að geta ekki komið í Æðev og minntist hann bess iafnoft og komunnar í Vigur. Siálfur hafði hann mikinn hug á að auka æðarvaroið á Bessastöð- um og ræddi iðulega um, að þesrar fvn’rÞuguð stífla yrði gerð í ós Bessastaðatiarnar, myndi mega stækka Bessa- hólma og auka með því varp- skilyrðin. Var þetta síðar gert og mun hafa gefizt vel. Frá Vigur var haldið til ísafjarðar og þaðan í bif- reið um Breiðadalsheiði til Flateyrar. Komu forystu- menn sveitarinnar á móti for- seta að hreppamörkunum og fylgdu honum til þorpsins, en þar var honum búin ágæt og fjölmenn veizla. Hafði ekki verið gert ráð fyrir að standa við á Flateyri nema örstutta stund, en hrepps- búar tóku sig saman um að undirbúa þar móttökur og mun Ásgeir Torfason hafa átt þar drjúgan hlut að máli. Skátar, stúlka og piltur, stóðu heiðursvörð sitt hvoru megin við dyr samkomuhússins og lítil, falleg telpa afhenti for- seta blómvönd. Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri, ávarpaði forseta og bauð hann velkominn, en forseti þakkaði. Var síðan gengið í veizlusalinn og unað þar lengi við veitingar og viðræð- ur. Síðan voru skoðuð at- vinnufyrirtæki í kauptúninu. Á Vestfiörðum og Aust- fjörðum höfðu Norðmenn um síðustu aldamót miklar hvalveiðistöðvar. Ein slík var í Önundafirði, og hét sá H. Ellefssen, er fyrir réði. Hann reisti stórt timburhús, er mun hafa komið tilhögsrvið frá Noregi. Hefur það síðan komið nokkuð við sögu, því SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.