Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 20
Trjágarðurinn Skrúður að Núpi. að Ellefsen gaf Hannesi ráð- herra Hafstein húsið. Var það síðan flutt til Reykjavíkur og er nú nr. 32 við Tjarnar- götu. Bjuggu forsætisráð- herrar landsins þarna hver fram af öðrum til ársins 1942, en síðan hefur húsið verið notað fyrir opinberar veizl- ur. Þjóðhöfðingjar þeir, sem sótt hafa ísland heim á síð- ustu árum, hafa búið í húsi þessu meðan þeir hafa stað- ið hér við. Þótt húsið hafi að vísu verið endurbætt veru- lega, meðal annars árið 1956, þá hefur það verið stórhöfð- inglegur bústaður á sinni tíð, og er reynda enn, miðað við íslenzkan húsakost. Flestir ís- lenzkir valdamenn, aðrir en (Ljósm.: V. Sigurgeirsson). Jónas Jónsson, hafa verið furðu tómlátir um stjórnar- byggingar og hugga sig vænt- anlega við að klæðin geri ei kappann. Frá Flateyri var haldið að Núpi í Dýrafirði með stuttri viðkomu að Holti í Önundar- firði. Að Núpi liggur leiðin skammt frá Kirkjubóli í Bjarnardal, þar sem skáldið Guðmundur Ingi Kristjáns- son býr. Virðist hann ekki liafa látið við það eitt sitja að yrkja fagurt um gróður jarð- ar, heldur látið liendur standa fram úr ermum í um- bótum á jörð sinni: „Þó vinn ég ei arðsins vegna, þá veldi ég aðra leið. En órœktin hefur hrópað svo hátt að mér sveið,“ segir hann einhversstaðar. Á Núpi tók hinn aldni staðarhöfðingi, síra Sig- tryggur Guðlaugsson á móti forseta, ásamt síra Eiríki J. Eiríkssyni, skólastjóra og var margmenni þar fyrir úr hér- aðinu. Núpur hefur oft kom- ið við sögu og nú er hann menningarmiðstöð héraðs- ins. Trjágarðurinn Skrúður er landsfrægur og á öllum staðnum var hinn mesti myndarbragur. Var setið þarna lengi kvölds í góðum fagnaði, en síðan haldið um borð í Ægi, sem kominn var frá Isafirði, og skyldi flytja forseta til Þingeyrar að morgni. Um borð í Ægi var oft setið fram eftir kvöldum og rabbað við Þórarin Björnsson, skipiierra, og menn hans. Forseti var ó- venju hraustur og hress í þessari ferð og kunni vel við sig á sjó. Farið var í land á Þing- eyri um morguninn og höfð þar nokkur viðdvöl, m. a. komið á heimili Guðmund- ar Sigurðssonar, vélsmiðiu- eiganda. Síðan var ekið í bif- reið út í Haukadal og stað- urinn skoðaður undir leið- sö<rn Ólafs Ólafssonar, skóla- stjóra. Óskaði forseti að líta þar á grafreit frakkneskra sjómanna. Hafði lengi farið orð af, hve alúðlega heima- menn hefðu hirt um grafreit hinna ókunnu, erlendu sió- manna er þarna báru bein- in. Þessa stundina var graf- reiturinn bó í nokkurri van- hirðu og bað forseti mis- að minna sig á þegar til Revkia- víkur kæmi, hvort ekki væri ástæða til að s^na frönsku bíóðinni sóma á bann hátt að láta endurbæta grafreit- inn í Haukadal. Var mál betta rætt við Steingrím Steinþórsson, forsætisráð- lierra, þegar til Revkiavíkur kom og síðan sendiherra Frakka, H. Voillery. Féllst ríkisstjórnin á að veiða við tilmælum forseta og sendi- herrann tók hugmyndinni vel. Lengra var málið ekki komið er forsetinn andaðist snemma á árinu 1952. Nokkru seinna kom Voill- ery sendiherra með þá til- lögu, að í stað þess að endur- bæta grafreitinn í Haukadal, yrði grafreitur Frakka í kirkjugarðinum við Suður- götu í Reykjavík lagfærður. Var fallist á það og fól for- sætisráðherra Sigurgeiri biskupi, Gunnlaugi Hall- dórssyni, húsameistara, og mér að gera tillögur í málinu. Lögðum við til, að reiturinn yrði sléttaður, gerður að gras- flöt og afmarkaður með trjágróðri. Tré- og járnkross- ar, sem voru við sum leiðin, teknir burtu, en minnisvarða komið fyrir í staðinn. Var þetta framkvæmt og fór fram látlaus, en hátíðleg athöfn við minnisvarðann á þjóð- hátíðardegi Frakka, 14. júlí 1954, þar sem þeir fluttu ræður Ólafur Thors, forsæt- isráðherra, og H. Voillery sendiherra. Höfðu þeir Gunnlaugur Halldórsson, Ársæll Magnússon, stein- smiður og Sigurbjörn Þor- kelsson, framkvæmdastjóri kirkiugarðanna, borði hita og þunga af framkvæmd verksins oe farist það eink- ar vel úr hendi. — Ég get bessa hér. vegna bess að framkvæmdin öll er bein af- leiðine af komu forsetans í grafreitinn í Haukadal. Frá Þingeyri var haldið í bifreið til Hrafnseyrar í Arnarfirði. Þar var fyrirhug- uð samkoma. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps kom að hreopamörkum til móts við forseta og fyledi honum á staðinn. Á Hrafnsevri er minnisvarði um Tón Sigurðs- son. — eirmvnd felld í stein. Hafði vev’ð komið fyrir lauf- skrvddum heiðursboqa fvrir framan minnismerkið. Söfn- uðust menn barna saman og flutti Þórður Njálsson, Séra Sígtryggur Guðlaugsson og Sveinn Björnsson. (Ljósm.: V. Sig.) 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.