Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 22
féviHtijri foá Hau>aii fiuklelé 0$ lífoihA VatH „Að síðustu muntu finna í bambushylkinu grænt ie-ie lauf, sem mun flæma frá þér hungur og þorsta, ef þú snertir það með vörum þínum. í æsku minni þjónaði ég um tíma töframanninum Kamohoali, sem býr í landi handan átta úthafa og hefur í umsjá sinni hið nafnfræga Kanévatn, er vekur dauða til lífsins. Frændur mínir tveir, Kananai og Haveve og frændkona mín Luahinekai þjóna honum ennþá. Af honum nam ég töfra mína, og kjarna vísdóms míns hef ég komið fyrir í þessum þremur hlut- um, skurðgoðinu, skinnpjötlunni, sem ég fló af mér sjálfri, og ie-ie laufinu. Þetta þrennt gef ég þér nú ásamt blessun minni. Vel fer á því að þú, er móðir þín fæddi síðastan sona sinna, farir nú yfir hafið ásamt bræðrum þínum, því með gerningum mínum hef ég orðið þess vísari, að hingað liggja örlagaþræðir þínir ekki, heldur til lands, er Lalake heitir, þar sem stjörnur stíga dans á tindum fjallanna. Drottningin þar heitir Namaka, og hana skaltu taka þér fyrir konu, ef þú þorir. Treystu þá fremur skurðgoðinu litla en bræðrum þínum.“ Hann þakkaði henni og steig um borð í kanóinn. Seglið var undið upp og báturinn skreið til hafs, með bræð- urna ellefu og sveininn unga innanborðs. í fjóra tunglmánuði sigldu þeir án þess að sjá svo mikið sem eitt einasta tré, og áttu ekki annað eftir til næringar en eitt grasker með sætu vatni og lítið eitt af öðrum vistum. Enn sigldu þeir fjóra mánuði, og höfðu þá ekki annað til matar en sæsnígla og flugfiska, sem einstaka sinnum rákust á segl bátsins og féllu þá niður í hann. Til að slökkva þorsta sinn höfðu þeir nú einungis regn og dögg. Tíu bræðranna voru þá orðnir álíka grannir og sveltandi krákur og lágu á botni bátsins nær dauða en lífi. Með Auklelé gegndi öðru máli. Hvert kvöld, er dimmt var orðið, opnaði hann bambushylkið, tók ie-ie laufið fram og bar það að vör- um sínum og systursonar síns. Varð þeim þá svo við sem þeir hefðu etið og drukkið nægju sína. Loks bar svo við einn dag, að árin hraut úr höndum stýrimanns, sem síðan hné magnlaus nið- ur og lá síðan líkt og hinir, of veikburða til að geta komið upp orði. Þá mælti Auklelé við sjálfan sig: „Hvað sem öðru líður, eru þeir bræður mínir, og þó að þeir hati mig, get ég ekki látið þá deyja í höndum mínum.“ Og hann tók laufið og snart með því varir þeirra, með þeim afleiðingum, að þeir náðu sér jafnskjótt og risu upp frískir og sterkir. „En hve þetta er furðulegt," sögðu þeir. „Nú finnum við hvorki til hungurs eða vanmáttar. Það hlýtur að stafa af því að við erum í nálægð lands, sem er svo auðugt af korni og ávöxtum, að jafnvel vindurinn, sem blæs af því, veitir okkur hressingu." Og þeir kváðu við raust er þeir tóku til áranna. Næsta dag hittu þeir mann á báti við fiskveiðar og köll- uðu til hans: „Hó, fiskimaður, hvert er land þitt? Og í hvaða átt liggur það?“ Fiskimaðurinn svaraði. „Ég er frá Lalake, og ef þið siglið áfram í sömu átt og nú, verðið þið tvo daga á leiðinni þangað.“ Þegar Auklelé heyrði þetta, gerði hann sér ljóst, að þeir voru nú í nágrenni lands þess, er amma hans hafði sagt honum frá, og varð glaður við. Hann tók að hugleiða, hvort honum tækist í raun og veru að fá Namöku drottningu fyrir konu, og hvort hún væri svo fögur sem drottningu ber. Þá varð honum hugsað til skurðgoðsins í bambushylkinu. Þegar dimmdi, tók hann það fram, setti á kné sér og hvíslaði að því: „Líttu á mig, Lono, ljá mér eyra, Lono, Lono, mæltu máli!“ Þá hrærðist goðið í hendi hans og mælti lágri röddu, er líktist suði í moskítóflugu: „Hvað fýsir þig að vita, hús- bóndi?“ „Seg mér eitthvað um landið Lalake og Namöku drottn- ingu þess,“ svaraði Auklelé. „í því landi stíga stjörnurnar dans á tindum fjallanna,“ svaraði goðið. „Þangað má enginn útlendingur koma, og er dauðarefsing lögð við. Sandurinn á ströndu þess er stráður hvítum beinum stórhöfðingja þeirra, er lagt hafa þangað leið sína, ákafir í að fá drottninguna sér fyrir konu, vegna mikillar fegurðar hennar.“ Framhaldssaga fyrir börn „Er fegurð hennar þá slík?“ spurði Auklelé, og goðið svaraði: „Hin yndislegasta af dætrum allra höfðingjanna, sem ríkja á öllum þeim eylöndum, er rísa úr marglitum svelg úthafsins, yrði að vera áttatíu sinnum fegurri en hún er til að komast í samjöfnuð við hana. Bak hennar er beint eins og þverhníptur hamar, andlit hennar er sem tungl í fyllingu, húð hennar ber lit ungrar greinar af bananaviði og augu hennar ljóma sem stjörn- ur.“ Þá spurði Auklelé: „Hvernig get ég náð fundi hennar og talað við hana?“ Skurðgoðið mælti: „Að- eins með því að yfirbuga lífverði hennar. Þeir eru sjö að tölu, þjónustu- 22 SAMVINNAN „Líttu á mi'g Lono . . .

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.