Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 25
EINU SINNI VAR Smásaga eftir A. P. Tsékoff Dagstofa Sjaramykins ríkisráðs er hjúpuð þægilegu hálfrökkri, sem við og við er rofið af rauðum bjarma arin- eldsins, sem fellur á veggina, húsgögn- in og andlit viðstaddra. Við arininn situr ríkisráðið, eldri maður með hvítt vangaskegg og góðlegt andlit, og spjall- ar við varalandstjórann, fríðan og karl- mannlegan mann um fertugt. Við píanóið leika börn ríkisráðsins sér: Nína, Nadesja, Nikolaj og ívan. í innri stofunni situr frúin við skrif- borð. Hurðin á milli stendur í hálfa gátt. Frúin er fögur og eggjandi kona um hálffertugt. Hún les af ákefð nýja, franska ástarsögu og er reiðubúin að stinga henni undir bréfabindið, ef herrarnir skyldu koma inn. „Já, áður fyrr var meira um að vera í þessum bæ,“ segir Sjaramykin og rýnir nærsýnum augum í deyjandi eldinn. „Varla leið sá vetur, að ekki kæmi hér einhver hinna ágætustu listamanna. Þá komu hér frægir söng- varar og leikarar, en nú verðum við að láta okkur nægja loddara og lírukassa- spilara. Nei, þetta er eins og í eyði- mörk. Man vðar hágöfgi eftir ítalska skapgerðarleikaranum? Hann var há- vaxinn og glæsilegur maður með leiftr- andi brún augu — hvað hét hann nú aftur? — Tá, nú man ég bað: Luigi Ernesto de Ruggiero. — Já, hann var mikill listamaður. Hann hafði svo mikla rödd, að leikhúsið skalf, þegar hann onnaði munninn. Anjúta var mjög hrifin af honum; hún kom því til leiðar, að hann fékk afnot af leikhús- inu. og að launum kenndi hann henni bæði framsögn og svipbrigði. Mikill ágætismaður í alla staði. Ég man bann svo greinilega, þótt nú séu senn liðin tólf ár síðan hann var hér. — Nei — bað er ekki rétt — það eru eng- in tólf ár síðan. líklega ekki nema tíu. Aniúta, hvað er Nína gömul?“ ,.Hún verður tíu ára í september", svaraði frúin innan úr litlu stofunni. En hví spyrðu?" „Það var ekkert, góða mín. — Nú, ekki vorum við heldur afskiptir með góða söngvara. Munið þér eftir Prilipt- sín tenórsöngvara? Hann var sannar- lega söngvari af guðs náð. Og stór- glæsilegur á sviði: Mikið, ljóst hár og svipmikið, vel lagað andlit. Og röddin — mikil og fögur — en aðeins of væm- in að minni hyggju, en það er sjálfsagt af því að hann lærði hjá Tamberlick. Við Anjúta útveguðum honum stóra konsertsalinn hjá Aðalsklúbbnum, og í þakklætisskyni kenndi hann Anjútu að syngja. Eg man ennþá, hvernig hann söng, þótt nú séu tólf ár síðan — nei, hvað er ég að segja: Tólf —• það hlýtur að vera lengra síðan; það var á föstunni, sem hann kom. — Já, minnið, það bregst mér alltaf. — Anjúta, hvað er hún Nadesja gömul?“ „Tólf ára“, var sagt innan úr litlu stofunni. „Já, það eru þá tólf ár og tíu mán- uðir — um þrettán ár — síðan. Hér ríkir stöðnun á öllum sviðum. Og þeg- ar ég hugsa um hljómlistarkvöldin í gamla daga, eykst gremja mín um allan helming yfir þessari lognmollu, sem nú hvílir eins og mara á borginni. Já, það voru yndisleg kvöld. Og ekki vantaði fjölbreytnina. Þá var sungið, dansað, leikið á hljóðfæri og lesið upp. Munið þér eftir góðgerðarskemmtun- inni, sem Anjúta hélt fyrir tyrknesku stríðsfangana, sem voru hér í borg- inni? Hagnaðurinn var yfir 1100 rúbl- ur, og tyrknesku liðsforingjarnir voru svo hrifnir af söng hennar, að þeir komu hver á fætur öðrum til að kyssa á hönd hennar. Já, það var stórkostlegt. — Var það ekki um jólin ’76? Nei — eða var það kannske ’77? Nei, ekki heldur. Æ, hvenær var það nú aftur, sem tyrkirnir voru hérna? Anjúta, hvað er hann Nikolaj gamall?“ „Ég er sjö ára, pabbi“, segir Nikolaj, laglegur hnokki með kaffibrúnt andlit og kolsvart hár. „Já“, segir varalandstjórinn, „við höfum elzt, og þeir yngri hafa ekki manndóm í sér til að taka upp merkið. Þegar ég var yngri, vildi ég hafa glaum og gleði í kringum mig, og var konu yðar nokkur hjálparhella, hvort sem um var að ræða tónlistar- kvöld eða velgerðarsamkomu. Já, það gekk svo langt, að ég lét allt annað sitja á hakanum, þegar listin var annars vegar. Einn veturinn gekk ég svo nærri mér við undirbúning skemmtana og sífelld hlaup milli manna, að ég lagð- ist rúmfastur af ofþreytu. Það var þennan minnisstæða vetur, þegar við konan yðar sömdum leikritið, sem var uppfært á velgerðarsamkomu fyr- ir fólk, sem hafði misst allt sitt í elds- voða.“ „Já, alveg rétt. Hvenær var það nú aftur?“ „Mig minnir. að bað hafi verið 1879 — eða öllu heldur ’80. Segið mér, hve gamall er hann Ivan yðar?“ „Fimm ára“, kallar frúin úr innri stofunni. „Nú. bað eru þá sex ár síðan. Já, þá var nú glatt á hjalla, en það er af sem áður var. Það vantar neistann, ef svo mætti segia“. Varalandsstiórinn oa: ríkisráðið féllu í bun<ra þanka. Deyjandi eldurinn fuðraði uop einu sinni og faldi sig síðan undir öskunni. Endir. Jón Ásgeirsson þýddi. ★ SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.