Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 27
Á Helj ardalsheiði Eitt nafnið vekur oss napran geig um neyð og þjáning: Hér margur örmagna út af hneig. En annan töfraði sólar veig, og öndin varð bœði frjó og fleyg með fegins tjáning. Á brúninni tóku allir áning. Af fjallsins tindi um farna leið og fram á veginn menn hvesstu sjónir, þótt nekt og neyð og nepjan mögnuðu ramman seið. En yfir glitruðu hvolfin heið, og heilög regin þeim vöktu trúna á mátt og megin. Hér fóru kynslóðir öld af öld í auðn og tómi með sönn og ímynduð syndagjöld, jafnt svikna vöru og hreinan skjöld og bölvun þunga sem blessuð völd í biskupsdómi, er signuðu stjörnur og sólarljómi. í hörkufrosti og hríðarbyl á heiðarbungu fékk margur sollna og sára il og svima við þessi hamraþil, en aðrir hurfu í gróf og gil. Þá grafljóð sungu þeir svölu vindar á sinni tungu. Um þessa heiði í þúsund ár lá þjóðar gata, þótt ógnuðu henni hel og fár og hlyti því margur blóðug sár, en aðra blinduðu tregatár, þeim tókst að rata og öruggri stefnu aldrei glata. Sem vindur fjallanna var hún frjáls í vá og þrautum við segulstrauma hins yzta áls og óm af stefjum vors dýra máls, er hófu sig tungur heilags báls með himinskautum og leiddu hana á Ijóssins brautum. Hvort dvelst oss eða vér flýtum för, jafnt fljóð sem gumar, þótt glúpni hugur og gráni skör og gangi til þurrðar æskufjör, en vetur ógni með kuldakjör, mun koma sumar, þá lífsins yngjandi baðmur brumar. Kvœði þetta er eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Það hefur hvergi birzt áður. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.