Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 33
Hann er spámaðurinn frá Nasaret. Látum oss nota tækifærið! Látum oss heyra, hvort hann dirfist að afneita lögum Móse!“ Nú sá konan tvo hinna skriftlærðu, tvo öldunga með silfurhvítt skegg, skrýdda loðbryddum kápum, ganga til svartklædda, ókunna mannsins og lúta honum. „Meistari,“ sagði annar þeirra, „kona þessi er beinlínis stað- in að því að drýgja hór. Móse hefur nú boðið oss í lögmálinu, að slíkar konur skuli grýta; hvað segir þú nú um hana?“ Maðurinn, sem ávarpaður var meistari, lyfti nú þungum augna- lokum sínum. Hann leit á spyrjend- urna tvo, á föðurinn, eiginmanninn, bróðurinn, mennina neðan úr borg- inni, sem fært höfðu hana til muster- isins, á hina skriftlærðu, faríseana og alla liina, sem héldu til í musterinu og lifðu og hrærðust í andrúmslofti þess. Þegar meistarinn hafði látið augna- ráð sitt renna yfir öll þessi andlit, laut hann niður og ritaði með fingrinum á jörðina, líkt og hann teldi réttast að svara engu. En er hinir tveir skrift- lærðu kröfðu hann svars, rétti hann úr sér og sagði við þá: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana!“ Þegar mannfjöldinn heyrði þetta, rak hann upp skellihlátur. Því hvers virði var slíkt svar? Ef þessháttar yrði gert að reglu, hlyti hver afbrotamaður að sleppa við refsingu. Hórkonan kveinaði lágt. Alveg gagnstætt betri vitund hafði hún von- að, að ókunni maðurinn segði eitthvað, sem yrði henni til bjargar. Nú sá hún að öll von var úti, laut höfði, hnipr- aði sig saman og beið grjóthríðarinn- ar, meðan þeir, sem taka skyldu þátt í að refsa henni, köstuðu af sér yfir- höfnum sínum og brettu upp kyrtl- unum. Hinn ókunni stóð enn í sömu sporum, en virtist ekki lengur veita at- hygli því, sem fram fór. Hann laut niður öðru sinni og ritaði á svartan svörðinn. Faðir hórkonunnar var sá, er fyrst- ur gekk að grjóthrúgunni, því hin seka var afsprengi ættar hans og af þeim sökum fann hann sárast til smán- ar hennar. Hann beygði sig eftir steini, en varð um leið litið til jarðar. Og þar sá hann letraða, ef til vill ekki með bókstöfum, en engu að síður skýrt og greinilega, frásögn um hryllilegt morð, er hann hafði framið fyrir mörgum árum, en tekist að leyna fram að þessu. Við þessa sýn hrökk faðirinn undan í ofboðslegri skelfingu. Hann gleymdi jafnvel að hirða yfirhöfn sína, en æddi á brott með æðisgengnum flýti. Bróðirinn skundaði þá á vettvang að bæta fyrir framferði föðurins, sem hann taldi stafa af viðkvæmni gamals manns gagnvart barni sínu. En er hann beygði sig niður eftir steini til áð varpa að systurinni, sem Hafði smánað hann, varð honum einnig á að líta til jarðar. Og þar stóð skrifað, ef til vill ekki með bókstöfum, en engu að síður skýrt og greinilega, um helgi- spjöll, sem hann einu sinni hafði gerst sekur um í ungæðisskap sínum, og myndu kosta hann borgararétt hans í ísrael, ef uppvís yrðu. Hann varð lostinn skelfingu. Hann tróð letrið fótum í því skyni að þurrka það út, en það var eins skýrt eftir sem áður. Þá lagði hann á flótta og hrinti til hliðar öllum, er stóðu í vegi fyrir honum. Hórkonan rétti lítið eitt úr sér. Hár hennar lafði í rytjum niður á ennið. Hún strauk það aftur og sveipaði að sér sundurrifnum klæðunum. Nú gekk eiginmaður hennar fram. Hann laut yfir grjóthrúguna, fullur gremju vegna veikleika feðganna. Allur líkami hans titraði af hefndar- þorsta. Hann gat ekki ímyndað sér meiri munað en þann að drepa eigin- konu sína. En þá birtist eldlegt letur á sverðinum, eða ef til vill aðeins nokk- ur tákn. Þau sögðu frá samsæri gegn rómverska landstjóranum, sem eigin- maðurinn var flæktur í, og hlytu að koma honum á krossinn, ef uppvís yrðu í ótíma. Hann rétti úr sér, og þar eð hann var vitur maður, setti hann upp með- aumkvunarsvip, umlaði eitthvað um að hann vildi ekki heldur dæma, og gekk leiðar sinnar. Er þetta gerðist, urðu hinir skrift- lærðu, sem ávarpað höfðu meistar- ann, frá sér af undrun og ótta. Þeir hlupu að grióthrúgunni, ekki til að taka upp stein, heklur til að siá hvað skrifað stæði á sverðinum, er hefði svo voldug áhrif. Þar sá annar hinna voldugu manna skrifað standa, að hann einu sinni hefði á ólöglegan hátt fært til landa- merkjasteinana milli akurs síns og ná- búans. Hinn var minntur á að hann hafði dregið sér stóran hluta fjárupp- „Eg sakfelli þig ekki heldur. Far þú og syndga ekki upp frá þessu." hæðar, er hann hafði varðveitt fyrir skjólstæðing sinn. Báðir hneigðu sig djúpt fyrir þeim, sem skrifað hafði, létust vera hrærðir og gengu á brott, mjög virðulegir í fasi. En þegar liórkonan sá þessa tvo menn, sem voru meðal þeirra, sem höfðu dæmt hana, fara leiðar sinnar, reis hún á hné. Straumur nýs hugrekk- is flæddi um hana alla. Hún gerði sér aðeins óljósa grein fyrir því, sem gerst hafði, en hún skildi, að henni mundi verða borgið, að henni var í rauninni borgið nú þegar. Lífsþorstinn gagntók hana og fyllti hana fögnuði. Einkenni- legar, krampakenndar teygjur fóru í gegnum líkama liennar. Það var ótrú- SAMVINNAN 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.