Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 37
Rökhyggjumaður og reiknings- grapur, en líka skáld Karl Kristjánsson, alþingismaður, ræðir við Skúla Guðmundsson, alþingismann, sextugan Skúli Guðmundsson stjórnarnefnd- armaður Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og alþingismaður varð sextugur 10. okt. s.l. Hann fæddist þennan mánaðardag á síðasta ári nítjándu aldarinnar. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, sem þá bjuggu á Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Skúli var í Verzlunarskóla tslands tvo vetur. Lauk prófi þaðan 1918. Var kaupfélagsstjóri á Hvamms- tanga 1934—1948. Hefur síðan verið formaður þess félags. Hefur setið á Alþingi 29 þing og tvisvar gegnt ráðherrastörfum um skeið. Skúli er tvíkvæntur. Árið 1929 gekk hann að eiga Hólmfríði Jakobínu Hallgrímsdóttur frá Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún andaðist 1930. Árið 1940 giftist hann Jósefínu Antoníu Helgadóttur Zoega, kaup- manns í Reykjavík. Þau eiga heima að Laugarbakka í Miðfirði. Samvinnan bað mig að segja nokk- ur orð fyrir sig um Skúla. Af því að Skúli er vel máli farinn, fannst mér skemmtilegra fyrir lesendur Samvinnunnar að hann stæði sjálfur fyrir máli sínu. Gekk því heim til hans á Amtmannsstíg 1, þa,r sem hann heldur til um þingtímann, og spurði hann: — Hverniff þykir þér aö vera orö- inn sextuffur? — Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir skeytið, sem þú sendir mér á af- mælisdaginn. Þar bauðst þú mig vel- kominn á siöundu hæðina. Enn sem komið er líkar mér vel vistin á þeirri hæð, svo vel, að ég gæti eins nefnt hana siöunda himin. Ég þakka þér lika fyrir vísuna, sem ég fékk hiá þér þegar ég kom bingað suður. Það er réttast að lofa lesendum Samvinn- unnar að sjá hana. Hún er svona: Velkominn. Skúli, í hópinn á sjöundu hæðinni. Hérna er víðsýnt o? áeætt að kasta mæðinni. Svo fá menn borgun fyrir að lifa hér lengi. Og lífið setur á hörpuna viðbótarstrenei. Ég er þakklátur öllum, sem sýndu mér vinsemd á afmælisdaginn, með heimsóknum, góðum gjöfum og á annan hátt. Ég fékk mörg símskeyti, og sum voru í bundnu máli. Ég þakka líka símakonunum þeirra vinnu við að koma skeytunum til skila. Ég skal segja þér, að símakonur eru góðar konur, það er mín reynsla. Það verð- ur þokkalegt, eða hitt þó heldur, ef vélanotkunin verður einhverntíma svo mikil hjá landssímanum, að þar verð- ur ekki þörf eða rúm fyrir símakonur. — Hvers vegna ert þú samvinnu- maður? — Vegna þess að mér finnst sam- vinnustefnan heilbrigð. Hún eykur farsæld manna. Snemma á ævinni komst ég í kynni við samvinnufélagsskap. Ég var 8 ára þegar kaupfélagið í Vestur-Húna- vatnssýslu var stofnað. Faðir minn var fyrsti formaður og framkvæmda- stjóri þess. Fyrstu árin var það pönt- unarfélag, og faðir minn hafði þá forstöðu þess sem aukastarí með búskapnum á Svertingsstöðum. Ég var ekki nema 10—12 ára þegar ég fór að frýnast í reikninga félagsins og fylgjast með því, sem gerðist í fé- lagsmálunum. Ég vissi þá þegar nöfn á öllum félagsmönnunum og hvar þeir áttu heima. Félagið nær yfir alla sýsluna að einum hreppi undanskild- um, og frá upphafi voru flestir bænd- ur á þessu svæði félagsmenn. — Hvernig heldur þú aö vœri um- horfs í landinu, ef samvinnustefnan hefði ekki komið til sögunnar? — Það er ekki auðvelt að gera sér hugmynd af því. En ég held að menn hefðu ekki getað komist sæmilega af án samvinnunnar. Kaupfélögin voru stofnuð af brýnni þörf til þess að bæta hag félagsmanna. Þeim hags- bótum, sem samvinnan færði þeim, hefðu þeir ekki getað náð með öðrum hætti. Við skulum t. d. líta á það, sem gerst hefur í okkar héruðum, Þingeyj- ar- og Húnavatnssýslum. Hverjir hefðu komið upp vinnslustöðvum fyrir framleiðsluvörurnar í þessum héruðum, svo sem slátur- og frysti- húsum og mjóikurbúunum, ef sam- vinnufélögin hefðu ekki verið til? Og hverjir hefðu komið upp nauðsynleg- um vöruhúsum og sölubúðum? Allt kostar þetta mikið fé. Það er ekki á færi einstakra manna að leggja fram bá fjármuni, nema þeir fái þá að láni, a. m. k. meginhlutann. Og væri heppi- Skúli Guðmundsson legra að einstakir menn eða hlutafé- lög fárra manna ættu þessar stöðvar og önnuðust rekstur þeirra í hagn- aðarskyni fyrir sig? Þeirri spurningu má hiklaust svara neitandi. Ekki er líklegt að slík fyrirtæki hefðu náð betri árangri við vörukaup og vöru- sölu heldur en kaupfélögin. Og ekki er trúlegt að þau hefðu greitt okkur samvinnumönnum þann tekjuafgang, sem við höfum fengið frá kaupfélög- um okkar á liðnum árum. Hér er á fleira að líta. Einstakir menn eða hlutafélög geta selt eignir sínar og flutt andvirði þeirra burtu. En eignir kaupfélaganna verða aldrei fluttar burtu úr byggðunum. Þær verða þar áfram, til afnota fyrir fólk- ið, sem þar býr, kynslóð eftir kynslóð. Kaupfélögin eru sameign félags- mannanna og þjónustufyrirtæki þeirra. Vel má segja, að rekstur fé- laganna sé þáttur í atvinnurekstri og heimilishaldi félagsmanna. Með réttu telur fjöldi manna sig ekki geta ver- ið án samvinnunnar. Þess vegna munu félögin halda áfram að lifa og eflast. — Hversveqna hefir þú heimili þitt norður i Húnavatnssýslu, en gerist ekki aróðamaöur í höfuðstaðnum fyrir kraft tölvisi þinnar? — Hvað er þetta maður, heldurðu að ég sé ekki nógu ríkur? Það eru líka möguleikar til að græða víðar en í Reykjavík, ef menn langar til þess. Og ég skal segja þér. að ég kýs ekki fremur að eiga heima annarsstaðar en í minni fæðingarsveit, þar sem ég ólst upp. Konan mín unir sér líka vel fyrir norðan, þó að hún sé Revkvík- ingur. Eins og þú veist, er Miðfiörður góð sveit. Þar er líka fsllegt. Eiríksjökull í suðri. StrandafjöUin í norðri. — Hvaö geturðu saqt mér frá kaup- féla.qinu ykkar í Vestur-Húnavatns- sýslu sérstaklega? SAMVINNAN 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.