Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 40
Rabbað við yngsta ... . Tryggiö framtíð barnanna líftryggiö -Ff Andvaka Framh. a£ bls. 29. húsi, til að taka við öllum sláturfjár- afurðum félagsmanna sinna á hausti hverju. Þetta frystihús yrði hvergi bet- ur staðsett en á Búðardal, enda er Kaupfélag Hvammsfjarðar stærst fé- laganna þriggja og kjötframleiðsla mest á félagssvæði þess. Mjólkurfram- leiðsla hefur fram að þessu ekki verið mikil hér í sveitum, enda lítill mögu- leiki á að koma mjólkinni á markað, nema um hásumarið, þó er töluvert magn flutt til vinnslu í Mjólkursam- sölunni í Borgarnesi. En nú er það eitt mesta áhugamál manna vestur hér að koma á fót fullkominni mjólkur- vinnslustöð í Búðardal. Er þegar haf- in undirbúningur að þeim fram- kvæmdum. Komist þessi fyrirætlun í framkvæmd, sem vart er að efa, er þess að vænta, að nautgriparækt og mjólkurframleiðsla stóraukist í Dölum vestur. Um kvöldið er numið staðar í Búð- ardal. Þorpið er lítið, íbúar um eða yfir eitt hundrað. Um nóttina gisti ég hjá Steinþóri. Hann býr með móður sinni, sem gegnir ráðskonustörfum fyr- ir hann, því enn er hann ókvæntur. Herma óstaðfestar fregnir að bændur þeir á félagssvæðinu sem búa svo vel að eiga gjafvaxta dætur, hyggi þar gott til glóðarinnar. Næsta dag sýnir Steinþór mér hið nýja og myndarlega verzlunarhús kaup- félagsins, er tekið var til noktunar 9. maí síðastliðið ár, og fræðir mig um hitt og þetta varðandi starfsemi kaup- félagsins. Það rekur sölubúð, frystihús, bílaverkstæði, skipaafgreiðslu og slátur- hús. — Hve víðtækt er félagssvæðið hjá ykkur? spyr ég kaupfélagsstjórann. — Það nær yfir sex hreppa, Hörðu- dals- Miðdala- Haukadals- Laxárdals- Hvamms- og Fellsstrandarhrepp. Þar að auki eru mikil viðskipti við Skóg- arströndina. Félagsmenn eru um 220. — Þið rekið enga útgerð hérna, er það? — Nei, slíkt og þvílíkt er óþekkt hér. Þess í stað helgum við landbúnaðin- um krafta okkar. Raunar er þó fiskað hérna, að vísu ekki í sjó, því „fiskar vaka hér í öllum ám“, eins og skáldið kvað. Þær eru aðallega leigðar reyk- 40 SAMVINNAN !

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.