Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 43
Hróðólfur .... Framh. a£ bls. 6. borði stígur aldraður rnaður, búinn munkaklæðum. Hann er lotinn og þreytulegur, raunar útslitinn eftir langt og erfitt lífsstarf og nú síðast eft- ir langa og erfiða ferð. En gleðiblæ bregður þó á þreytulegt andlitið, því að nú er ættjörðin undir fótum. Hróð- ólfur biskup er kominn heim. Landið er hið sama en ný kynslóð er vaxin upp. Hann þekkir fáa og fáir þekkja hann. En konungurinn fagnar frænda sínum, svo og aðrir vinir frá fyrri tíð. Honum er boðin virðingarstaða mik- il — ábótatign í klaustrinu fræga í Abingdon. Þangað er fljótlega haldið og tekið við starfi. Bræðurnir í klaustr- inu virða og dá þennan mann, sem fyr- ir Guðs sakir og Jesú Krists hefur gef- ið ókunnri þjóð langt norður í höfum beztu ár ævi sinnar, svo að hún mætti þekkja skapara sinn og læra að gjöra hans vilja. Tvö ár líða — tvö friðsæl ár. — Hróð- ólfur ábóti í Abingdon fær orð á sig fyrir höfðingslund og heilagt líferni. Hann veitir klaustrinu hina beztu for- sjá, svo að nafn hans geymist í annál- um klaustursins og víðar. En í dag er nafn hans þekkt í Abingdon, og þar vitað að liann var kristniboði úti á íslandi urn nær 20 ára skeið. Hann andaðist árið 1052. Þar lauk ævi manns sem við Islendingar eigum meira að þakka en okkur flesta grunar. Þegar við hjónin vorum í Englandi í marz síðastliðnum, skruppunr við til Abingdon. Við höfðum komið til Oxford um hádegisbil 28. marz. Og er við liöfðum tryggt okkur gistingu þar í borg næstu nótt, héldum við með almenningsvagni til Abingdon, sem stendur á bakka Thamesárinnar rúm- lega 10 km. suður af hinni frægu há- skólaborg. Veðrið var gott og leiðin lá um fallega byggð. Ég var fullur eftir- væntingar að sjá staðinn þar sem Hróð- ólfur biskup hafði dvalið síðast og bor- ið beinin. Abingdon er lítil borg (íbúar 13500) en snotur. Ekki var tími til að skoða hana nánar, því að tíminn var naum- ur. Þarna var hið fræga ráðhús borgar- innar og þarna var kirkja heilagrar Helenu. Við höldum áfram því að það er aðeins eitt, sem við ætlum okk- ur að skoða vel, klaustrið forna og fræga, þar sem Hróðólfur dvaldi og dó. En klaustrið sér enginn framar, aðeins leifar þess. Það var að mestu eyðilagt af trúarofstækismönnum á ríkisstjórn- arárum Hinriks konungs 8. árið 1538. Eftir nokkra töf fundum við mann- inn, sem umsjón hefur með klaustur- rústunum. Við greiddum aðgangseyri og fengum svo að ganga um og skoða. Sá hluti klaustursins, þar sem munk- arnir bjuggu var eyðilagður. Eftir stendur aðeins sá hlutinn, sem ekki var vígður og heyrði til búskap og veraldarrekstri klaustursins. En allt um það finnst mér ég vera á helgum stað. Hér hafa ráðið ábótar, sem voru miklu frægari í enskri sögu en Hróð- ólfur í Bæ. En ég er ekki hér kominn þeirra vegna. Ég er hér aðeins vegna mannsins, sem gaf þjóð minni fyrir 9 öldum beztu æviár sín og bar ljós kristinnar trúar og menningar í bæi víðsvegar á íslandi. Og nú færi ég honum í nafni þjóðar minnar heila þökk fyrir það allt og bið sálu hans blessunar Guðs. Við göngum áleiðis. Berir veggirnir tala sínu þögla máli. í einum salnum þarna hefur nýlega verið komið upp laglegu Shakespeare-leikhúsi. Það á að lokka enn fleiri ferðamenn til Abing- don en þangað myndu koma ella. kveðjum umsjónarmanninn, fræðum við hann urn Hróðólf, trúboðsbiskup inn á íslandi og síðar ábóta á þessum stað. Ef til vill gæti ég fræðst þarna meira, ef ég lrefði tíma. En nú verð- um við að halda á brott. Brátt er Abingdon að baki. Við höldunt aftur til Oxford. En minningin unt merk- an stað tengdan íslenzkri sögu er og verður vandlega geymd. Ég er aftur lteiina á íslandi. Abing- don er minning, en Bær í Borgar- firði blasir við augunt. Hvernig fáum við íslendingar þakkað Hróðólfi bisk- upi að verðugu störf ltans í þágu ís- lenzkrar menningar og kristni? Ætt- um við að setja upp minningartöflu unt hann i Abingdon, en væri kann- ske réttara að reisa minningarkirkju unt hann í Bæ. Vel má gera hvoru- tveggja en hið síðara þó miklu helzt. Nú á að fara að endurreisa sóknar- kirkjuna í Bæ. Sú kirkja á að verða veglegt minnismerki unt Hróðólf og bera nafn hans. — Það á að vera vegleg kirkja — veglegri en ein fámenn sókn fær reist. Þjóðin öll á að leggja eitthvað af mörkum. Ég trúi því og treysti að hún vilji það. Fögur og reisuleg Hróðólfskirkja að Bæ verður í mínum augum tákn þess, að íslenzk kirkja og kristni á sér Við göngum út. Um leið og við enn von í þessu landi. Kaupfélag Austfjarða Seyðisfirði óskar öllum viðskipta- vinum sínum giebiiegra jóla, árs og fribar. ■k ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN * Kaupfélag Austur-Skagfirðinga Hofsósi □ BKAR VIÐBKIPTAVINUM BINUM GLEÐILEGRA JDLA OG GÆFU- RÍRB KDMANDI ÁRB. þökkum viðskiptin ★ CjleJílleCf jól, rjott orj pariœft nýjár, mecf föd? Ijrir uifóliptin á id, na annu. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði SAMVINNAN 43

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.