Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 49
Útgefandi: SAMVINNAN Áb.maöur: Guðmundur Sveinsson fréttabréf ■ samvmnunnar Reykjavík, desember 1960. KAUPFELAG ARNFIRBINGA; Rækjuveiðarnar hafa verið fremur tregar að undanförnu. Þrír bátar stunda þessar veið- ar og eru þeir eign niðursuðuverksmiðjunnar. Hafin er niðursuða á grænmeti og kjöti og vinna að jafnaði um 50 manns við þaö, aðallega konur. Alls eru soðnar niður um 14 tegundir grænmetis og kjöts, sem sent er á markað undir merkinu BILDUDALS. Sala á þessum niðursuðu- vörum gengur mjög vel og hefir verksmiðjan ekki undan að framleiða upp í pantanir. Rækjurnar eru mestmegnis se'ldar úr landi, en sala fer þó vaxandi á þessari vörutegund á innanlandsmarkaði. Allmiklar breytingar voru gerðar á niðursuðuverksmiðjunni sl. sumar. Innréttaður var sérstakur salur fyrir græn- metisniðursuðuna og settur upp nýr gufuketill. Undanfarin ár hefir starfræksla verksmiðjunnar verið að mestu bundin þeirri árstíð, sem rækjan veiðist, þ.e. ágúst til maíloka, en nú er ætlunin að starfrækja verksmiðjuna 11 mánuði árs- ins. KAUPFELAG SVALBARÐSEYRAR: A árunum 1958 og 1959 var byggt hér sláturhús og byggt við frystihúsið, sem frystir einvöröungu kjöt. Aætlað er aö bæta vélarkost frysti- hússins á næsta ári og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess. Frystihúsið tók á móti 13 þús. dilkaskrokkum í haust. Arið 1959 keypti félagið hlut KEA £ Svalbarðseyrinni og fast- eignir þær, er KEA átti hér á staðnum. Svalbarðseyrin er því öll oröin eign kaupfélagsins. I sumar var lokiö við að stækka og endurbæta verzlunar- hús útibúsins í Höfðahverfi, en þar er verzlað með allar helstu nauðsynjavörur.Verzlunarhúsin hér á Svalbarðseyri eru orðin gömul og ófullnægjandi, og er áformað að hefj- ast handa a næsta ári með byggingu nýs verzlunarhúss, ef aðstæður leyfa. Einnig er þaö orðið mjög á.ríöandi að byggja kartöflugeymslu. Kartöfluræktun er mikil hér um slóðir og tók kaupfélagið á móti lo þús. tunnum á þessu hausti. Hingaö er komið efni til endurbyggingar og stækkunnar á bryggj- unni, sem er eign hreppsfélagsins, en rekin af kaupfélaginu og á ábyrgö þess. Þess má að lokum geta, aö þótt aukning afurða krefj- ist mikillar uppbyggingar og nýrra tækja, þá er þungur hugur í mönnum vegna hins alvarlega ástands, sem blasir hvarvetna við í efnahagslífi þjóðarinnar.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.